Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 10
fram í boðun fagnaðarerindisins, fræðslu í trú og sið og helga atliöfn og iðkun í þágu lífsins. Kosið verður til Kirkjuþings á vori komanda. Ég vænti þess að þá verði gaumur gefinn að því að jafnrétti kynjanna verði í heiðri haldið, og einnig að ungt fólk verði kjörið til þings. Við þurfum að vinna að því að Kirkjuþing endurspegli raunverulegt litróf kirkjunnar og kirkjustarfsins, þar sem konur eru að minnsta kosti til jafhs við karla í forystu sóknanna og þar sem rödd unga fólksins heyrist. Þjóðkirkjan þarf að vinna með miklu markvissari hætti að auka vægi hinna ungu í starfi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins var haldið á Kirkjudögum á Jónsmessu. Kirkjuþing unga fólksins ætti að verða árlegur viðburður. Æskan er ekki aðeins framtíðin. Æskan er nútíðin. Kirkjan þarf á krafti og atorku hinna ungu að halda, skapandi hugsun og vakandi vilja og lífsþrótt. Stefnumótun og innra starf kirkjunnar Umliðið ár hefur verið unnið að stefnumörkun verkefnaþátta Biskupsstofu. Biskupsstofa er embættisskrifstofa Biskups íslands og skrifstofa Kirkjuráðs og Kirkjuþings og gegnir miðlægu hlutverki hvað stjómun og reikningshald varðar, og stoðþjónustu sjóða og stofnana kirkjunnar. Biskupsstofa er mikilvægt staifstæki tilsjónar innan biskupsdæmis Islands í andlegum og veraldlegum efnum, til eftirlits. eflingar, samþættingar og styrktar þjónustu kirkjunnar. I skipulagi og stefnumörkun á Biskupsstofu er horft til verkefna en ekki embætta. Skilgreind eru verkefni ijármála og stjómsýslu, ffæðslumála, kærleiksþjónustu, guðfræði og þjóðmála. tónlistar og helgisiða, upplýsingamála og samkirkjutengsla. Hið nýja skipurit verður lagt fram með skýrslu Kirkjuráðs. Viðamestu starfsþættir Biskupsstofu em starfsmannahald og fjármál auk almennrar skrifstofu er sinnir margvíslegri þjónustu. Starfsmannamál lúta að hinum vígðu þjónum kirkjunnar, starfsmönnum Biskupsstofu, og kirkjulegra stofnana sem tengjast henni. Markmið fjámrálasviðs Biskupsstofu er að veita réttar og aðgengilegar upplýsingar um fjárhagsstöðu og stunda vandaða áætlanagerð og ráðgjöf. Biskupsstofa annast almennt fyrirsvar vegna Þjóðkirkjunnar og sameiginlegra mála hennar, samskipti og samstarf við hinar ýmsu stofnanir svo og erlend samskipti. Biskupsstofa hefur og ftumkvæði að því að hrinda ffamfara og umbótamálum í ffamkvæmd. Biskupsstofa veitir margvíslega þjónustu vegna samstarfs annarra kirkjulegra aðila og starfsemi kirkjulegra stjómvalda. Biskupsstofa veitir sóknum og stofnunum margs konar stoðþjónustu t.d. í formi ábendinga, ráðgjafar og upplýsingamiðlunar. Loks annast Biskupsstofa meðferð ágreiningsmála svo sem sáttaumleitan, ráðgjöf og leiðbeiningar. I stefnumörkun Biskupsstofu skal lögð megináhersla á eflingu helgihalds, kærleiksþjónustu og ffæðslu á vettvangi sóknanna, og markvissa boðun og sókn út í þjóðlífíð. Vinna þarf að eflingu prestsþjónustunnar og auknum stuðningi við starf sóknanna. I ffæðslu þarf að leggja áherslu á tengsl við foreldra og heimili, skóla og menntastofnanir. Umffam annað þurfum við þó að ná til ungs fólks, ekki síst ungra foreldra af kynslóð sem ef til vill hefur minni tengsl við kirkjuna en þær eldri. Við þurfum að mæta þessu unga fólki þar sem það er statt en með sístæðan boðskap 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.