Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 11
kristninnar, tala máli sem það skilur, sinna andlegum þörfum þess í þeim verkefnum
sem tilveran felur þeim, ekki síst varðandi uppeldi barna þeirra í trú og sið. I því skyni
þurfum við að huga í ríkara mæli að æskumenningu og netnotkun líkt og systurkirkjur
okkar hafa gert. Margir segja, að netvædd æska nútímans hafi ekki áhuga á að sækja
fundi en fari þess í stað á netið. Þar sé hægt að fmna sálufélaga og taka þátt í rabbhóp
um hugðarefni. Hvernig bregst kirkjan við þessu? Brýnt er að vanda til verka nú við
uppsetning trúmálavefsins, svo hann verði gott verkfæri Guðs anda í þessum efnum.
Kirkjan er á tímamótum í boðun sinni. Ef til vill verður veraldarvefurinn í framtíðinni
einn mikilvægasti predikunarstóll kirkjunnar og vettvangur boðunar og fræðslu í trú.
Heimasíða kirkjunnar hefur verið í gagngerri endurskoðun og er mikils að vænta með
opnun nýrra veija með skömmu millibili í vetur og á næsta ári. Þar verður
trúmálavefurinn - þar sem fjallað verður um kristna trú og gildi - ásjóna kirkjunnar
gagnvart almermingi, auk stofnanavefsins. Vefurinn gefur kost á aukinni gagnvirkni
milli kirkjunnar og þeirra sem hún þjónar og stórauknum aðgangi að upplýsingum og
fræðslu um málefni hennar. Guði gefi að við þekkjum kall tímans í þessum efnum.
Stefnumörkun í kærleiksþjónustu gengur út frá því að Þjóðkirkjan er þjónandi kirkja
sem er á bandi lífsins gegn því sem ógnar lífi og heill manneskjunnar. Efla þarf og
uppörva sóknir og stofnanir kirkjunnar í að sinna kærleiksþjónustunni, diakoníunni,
efla tengsl við stofnanir og félagasamtök sem sinna málefnum fatlaðra, sjúkra,
utangarðs og minnihlutahópa í samfélaginu, styðja málefni Hjálparstarfs kirkjunnar og
kristniboðsins á vettvangi sókna og safnaða. Ljóst er að eitt forgangsverkefni
sóknanna verður á vettvangi öldrunarþjónustunnar, en þörfm á þeim vettvangi verður
æ brýnni með ári hverju.
Stefnumörkun verkefnis helgihalds og kirkiutónlistar á Biskupsstofu byggir á því að
Þjóðkirkjan er biðjandi kirkja og biðjandi kirkja er syngjandi kirkja, sem trú hennar og
kenning er tjáð í iðkun og atferli. í helgihaldinu er hin opna Þjóðkirkja sýnileg, með
bæn sinni, boðun og þjónustu. Móta þarf virkt samstarf um að efla reglubundið
guðsþjónustulíf á helgum og hátíðum og fjölbreytt helgihald til boðunar og
uppbyggingar í trú og sið.
Stefnumörkun verkefnis guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu gengur út frá því að
Þjóðkirkjan er opin fyrir spurningum og straumum samtíðar sinnar. Þjóðkirkjan vill
stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur í landinu og vinna að skilningi
og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum sem festa rætur hér á landi. Þjóðkirkjan er
skuldbundin ekumenisku samstarfi og vill efla guðfræðilega hugsun og sýn á líf og
heim, búa í haginn fyrir frjóa umræðu á vettvangi þjóðlífsins.
Þjóðkirkjan þarf að þróa starfshætti og vinnubrögð á vettvangi safnaða sinna og
stofnana sem geri henni kleift að sækja fram með fagnaðarerindið og smíða brýr milli
fólks og menningarheima í fjölþættu samfélagi nútímans. Biskupsstofa þarf að örva
rannsóknir á kirkju, trú og lífsskoðunum í samtímanum, stöðu og hlutverki kirkjunnar,
og stuðla að þróun kirkjustarfs og þjónustu, Minna þarf á og efla fræðslu um
skuldbindingar Þjóðkirkjunnar varðandi mannréttindi og jafnan rétt karla og kvenna.
Ég ítreka að í þessum efnum og öðrum er hlutverk Biskupsstofu umfram allt að hvetja
og styðja aðrar stofnanir kirkjunnar, presta og sóknir til að sækja fram í starfi og
þjónustu í þágu lífsins. Biskupsstofa er ávallt viðbúin að eiga þar gott samstarf.
7