Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 11

Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 11
kristninnar, tala máli sem það skilur, sinna andlegum þörfum þess í þeim verkefnum sem tilveran felur þeim, ekki síst varðandi uppeldi barna þeirra í trú og sið. I því skyni þurfum við að huga í ríkara mæli að æskumenningu og netnotkun líkt og systurkirkjur okkar hafa gert. Margir segja, að netvædd æska nútímans hafi ekki áhuga á að sækja fundi en fari þess í stað á netið. Þar sé hægt að fmna sálufélaga og taka þátt í rabbhóp um hugðarefni. Hvernig bregst kirkjan við þessu? Brýnt er að vanda til verka nú við uppsetning trúmálavefsins, svo hann verði gott verkfæri Guðs anda í þessum efnum. Kirkjan er á tímamótum í boðun sinni. Ef til vill verður veraldarvefurinn í framtíðinni einn mikilvægasti predikunarstóll kirkjunnar og vettvangur boðunar og fræðslu í trú. Heimasíða kirkjunnar hefur verið í gagngerri endurskoðun og er mikils að vænta með opnun nýrra veija með skömmu millibili í vetur og á næsta ári. Þar verður trúmálavefurinn - þar sem fjallað verður um kristna trú og gildi - ásjóna kirkjunnar gagnvart almermingi, auk stofnanavefsins. Vefurinn gefur kost á aukinni gagnvirkni milli kirkjunnar og þeirra sem hún þjónar og stórauknum aðgangi að upplýsingum og fræðslu um málefni hennar. Guði gefi að við þekkjum kall tímans í þessum efnum. Stefnumörkun í kærleiksþjónustu gengur út frá því að Þjóðkirkjan er þjónandi kirkja sem er á bandi lífsins gegn því sem ógnar lífi og heill manneskjunnar. Efla þarf og uppörva sóknir og stofnanir kirkjunnar í að sinna kærleiksþjónustunni, diakoníunni, efla tengsl við stofnanir og félagasamtök sem sinna málefnum fatlaðra, sjúkra, utangarðs og minnihlutahópa í samfélaginu, styðja málefni Hjálparstarfs kirkjunnar og kristniboðsins á vettvangi sókna og safnaða. Ljóst er að eitt forgangsverkefni sóknanna verður á vettvangi öldrunarþjónustunnar, en þörfm á þeim vettvangi verður æ brýnni með ári hverju. Stefnumörkun verkefnis helgihalds og kirkiutónlistar á Biskupsstofu byggir á því að Þjóðkirkjan er biðjandi kirkja og biðjandi kirkja er syngjandi kirkja, sem trú hennar og kenning er tjáð í iðkun og atferli. í helgihaldinu er hin opna Þjóðkirkja sýnileg, með bæn sinni, boðun og þjónustu. Móta þarf virkt samstarf um að efla reglubundið guðsþjónustulíf á helgum og hátíðum og fjölbreytt helgihald til boðunar og uppbyggingar í trú og sið. Stefnumörkun verkefnis guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu gengur út frá því að Þjóðkirkjan er opin fyrir spurningum og straumum samtíðar sinnar. Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur í landinu og vinna að skilningi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum sem festa rætur hér á landi. Þjóðkirkjan er skuldbundin ekumenisku samstarfi og vill efla guðfræðilega hugsun og sýn á líf og heim, búa í haginn fyrir frjóa umræðu á vettvangi þjóðlífsins. Þjóðkirkjan þarf að þróa starfshætti og vinnubrögð á vettvangi safnaða sinna og stofnana sem geri henni kleift að sækja fram með fagnaðarerindið og smíða brýr milli fólks og menningarheima í fjölþættu samfélagi nútímans. Biskupsstofa þarf að örva rannsóknir á kirkju, trú og lífsskoðunum í samtímanum, stöðu og hlutverki kirkjunnar, og stuðla að þróun kirkjustarfs og þjónustu, Minna þarf á og efla fræðslu um skuldbindingar Þjóðkirkjunnar varðandi mannréttindi og jafnan rétt karla og kvenna. Ég ítreka að í þessum efnum og öðrum er hlutverk Biskupsstofu umfram allt að hvetja og styðja aðrar stofnanir kirkjunnar, presta og sóknir til að sækja fram í starfi og þjónustu í þágu lífsins. Biskupsstofa er ávallt viðbúin að eiga þar gott samstarf. 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.