Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 13

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 13
litlum fyrirvara unnt að kalla til presta víðs vegar um landið ýmist til að tilkynna áföll eða bregðast við aðkallandi áföllum eða aðstæðum. Prestar eru jafnan á vaktinni og reiðubúnir til þjónustu og telja ekki eftir sér sporin. Þeir sinna og iðulega eftirfylgd sem oft er langvinn og tímafrek og veldur viðbótarálagi á reglubundið starf og á heimili prestsins. Brýnt er að prestar njóti þessa í launum. Vinna þarf enn að því að bæta starfsumhverfi presta og styrkja prestaköllin sem starfseiningar, samhæfa vaktskyldu presta og styrkja "öryggisnetið". Val á prestum og veitingar prestsembætta er afar mikilvægur þáttur starfsmannastefnu kirkjunnar. Enn vantar á að sátt sé um það hvernig að þeim málum skuli staðið. Margvísleg sjónarmið, hagsmunir og væntingar takast á. Aðstæður og þarfir sókna og samstarfsaðila um embætti, hagsmunir nýútskrifaðra guðfræðinga, og væntingar þeirra sem lokið hafa viðbótamenntun. Svo kemur til þörf eldri presta að færa sig til og njóta framgangs í starfi og loks skylda kirkjustjórnarinnar að sjá kirkjunni fyrir hæfum starfsmönnum. Val og veitingakerfi verður að vera byggt á samhljómi þessara ólíku þátta og sjónarmiða. Leggja verður ríka áherslu á vandaða og faglega stjórnsýsluhætti, að viðmið séu traust og skýr, leikreglur ljósar og fullur trúnaður milli aðila. Þjóðkirkjan hefur verið að byggja upp samstarf við ijölmennar sóknir og ýmsar stofnanir samfélagsins um prestsþjónustu. Þar er einn vaxtarbroddur prestsþjónustunnar og mikið í húfi fyrir kirkjuna. Starfsþjálfun prestsefna Eg árna Háskóla Islands heilla á níræðisafmælinu og þakka gott samstarf Þjóðkirkju og Háskólans. Undanfarið hefur verið unnið að endurskipulagningu starfsþjálfunar prestsefna í samvinnu guðfræðideildar og kirkjunnar sem byggir á samfylgd og handleiðslu. Nú er guðfræðinemum sem hyggjast ganga í hina vígðu þjónustu kirkjunnar ætlað að skrá sig til starfsþjálfunar á þriðja námsári. Á annað hundrað stúdenta fékk skráningareyðublöð að þessu sinni. Þetta er afar spennandi samvinnuverkefni sem Þjóðkirkja og guðfræðideild hafa tekist á hendur og vænti ég mikils af þessu fyrirkomulagi. En mun Þjóðkirkjan geta tekið við þessu fólki til starfa á vettvangi hinnar vígðu þjónustu, þessu fólki sem guðfræðideild og Þjóðkirkjan leggja metnað sinn í að mennta og þjálfa til starfa? Þau stöðugildi sem Þjóðkirkjan hefur yfír að ráða eru allt of fá, og veitingareglur ekki hagstæðar þeim ungu. Kirkjudagar Við lokamessu kirkjudaga á Jónsmessunótt voru nokkur stef frá hinum 60 málstofum kirkjudaganna lögð fram fyrir Drottinn og falin miskunn hans í bæn. Þessi stef voru eins og kirkjudagarnir í heild, bergmál af klið heimsins sem Drottinn elskar og vill lækna og frelsa, endurómur andvarpa og áhyggju brotins heims og særðrar mennsku, og ómur gleði vonar og trúar, umhyggju og ástar. Kirkjudagarnir voru bornir uppi af iðkun, söng og samfélagi, sungnir voru söngvar úr suðri, af kristniboðsakrinum. Við nutum söngs og leiks kórs þroskaheftra og heyrnarlausra og leikfélagsins Perlunnar, það er hinna oftast ósýnilegu í okkar samfélagi. í þessu öllu heyrum við köllun, við sem kirkja, kirkja af lifandi steinum, lifandi fólks, sem vill vera verkfæri skaparans, lausnarans, huggarans, í opinni, biðjandi, boðandi, þjónandi kirkju í þágu lífsins. Guð gefi að Kirkjuþing 2001 vísi okkur veginn fram til þess. Náð hans og friður sé með oss öllum. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.