Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 16

Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 16
Ég átti því láni að fagna nýverið að geta tekið á móti starfsbróður mínurn, Johannes Lebech kirkjumálaráðherra frá Danmörku, og eiga við hann gagnlegar viðræður um kirkjuleg málefni. Afskipti ríkisvaldsins í Danmörku af kirkjumálum eru langtum meiri en hér á landi, eins og mörgum ykkar er kunnugt, og taldi Lebech að margt athyglisvert væri í skipulagi íslensku Þjóðkirkjunnar. sem hann taldi að Danir gætu sótt sér fyrirmynd til. Athyglisvert þótti mér að heyra hann lýsa forundirbúningi bama að fermingu í Danmörku, en þar eru börn 9-10 ára vanin við kirkjusókn og látin taka þátt í ýmiss konar kirkjustarfi fram að hinni venjulegu fermingu. Þjóðkirkjan ætti að gaumgæfa, hafi hún ekki þegar gert það, hvort heppilegt gæti verið að taka upp svipað fyrirkomulag hér á landi. Það vakti sérstaka athygli rnína í máli ráðherrans að í Danmörku ijölgar stöðugt trúfélögmn vegna innstreymis af fólki frá öðrum heimshlutum og þar eru nú til að mynda 18 trúfélög múslima. Við upplifum hér á þessum tímum svipaða reynslu, þótt í minni mæli sé, sökum ijölgunar fólks sem upprunnið er í öðrum samfélögum. Það reynir að sinna trúarþörf sinni með stofnun trúfélaga í anda þeirrar trúarbragða sem fólkið er alið upp við. Nýjasta dæmið er til dæmis trúfélag fólks sem alið er upp í rétttrúnaðarkirkjunni. Okkur ber að virða rétt manna til þess að ástunda sín trúarbrögð og sýna þessari þróun umburðarlyndi. Fjölmenningarsamfélög nútímans eru samfélög íjölbreyttra trúarbragða. Þá þykir mér rétt að gera grein fyrir stöðunni á máli viðræðna sem staðið hafa vfir á milli viðræðunefndar Þjóðkirkjunnar annars vegar og viðræðunefndar ríkisins hins vegar um prestssetur og prestssetursjarðir. Nefndir beggja aðila hafa komið saman reglubundið og unnið vel saman og farið yfir þau gögn sem fyrir liggja um prestssetur. Mikil vinna var í því fólgin að fara yfir gögnin og ég er þakklát fyrir þá miklu vinnu sem fulltrúar viðræðunefndar Þjóðkirkjunnar lögðu að mörkurn í því sambandi. Heita má að tæknilegum þætti málsins sé lokið, og af ríkisins hálfu hafa verið tekin saman drög að væntanlegu samkomulagi milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar um prestsetur og afhendingu þeirra til Þjóðkirkjunnar. Einungis er eftir að ákveða hvaða ijárhæð skuli greidd til Kirkjumálasjóðs Þjóðkirkjunnar og með hvaða hætti sú ijárhæð skuli greidd. Ég tel orðið skammt í að unnt verði að ljúka málinu, og vona að svo geti orðið sem fyrst, því mér er ljóst að það þoli ekki mikla bið að leyst verði úr fjárhagsvanda Prestssetrasjóðs. Góðir þingfulltrúar, ég vil þakka biskupi Islands, Kirkjuþingi og kirkjunni allri fyrir góða samvinnu á liðnum árum. Ég vil ljúka máli mínu með því að árna Kirkjuþingi allra heilla og velfarnaðar við vandasöm störf og óska þess um leið að störf þess verði kirkju og söfnuðum landsins til blessunar um ókomna tíð. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.