Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 24

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 24
Tillögur um endurmermtun (og handleiðslu) presta. Þetta mál, sem rætt var á Kirkjuþingi 1999 hefur verið á hendi nefndar sem Kirkjuráð skipaði til verkefnisins árið 2000. í 13. máli Kirkjuþings 2000 var samþykkt að beina því til Kirkjuráðs að skipa nefnd til að fjalla um tillögur um starfsmenntunarstofnun kirkjunnar. Kirkjuráð fól fyrrnefndri nefnd einnig það verkefni, enda skyld viðfangsefni. Greinargerð nefndarinnar fylgir skýrslu Kirkjuráðs. Brauðamat og þjónustukönnun Kirkjuráð skipaði Brauðamatsnefnd árið 1997 að ósk Prestafélags Islands. Brauðamat er mat á embættum presta og störfum prófasta með tilliti til embættiskostnaðar, vinnuframlags, starfsaðstöðu. búsetu og annarra þátta sem gefa upplýsingar um störf og kjör þeirra. Matið getur leitt til endurskoðunar á núverandi starfsreglum um rekstur prestsembætta en veitir jafnframt gagnlegar upplýsingar um prestsþjónustuna. Stefnt er að því að brauðamatið hefjist á næsta ári. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn til þess að sinna verkefninu, sem er flókið og yfirgripsmikið. Að öðru leyti skal vísað til fylgiskjals um brauðamat með skýrslu þessari. Þingsályktun um könnun á þjónustuþörf íprestaköllum Á Kirkjuþingi 1999 var samþykkt þingsályktun um könnun á þjónustuþörf í prestaköllum. Brauðamatið nær yfir nokkra þætti hennar. Eðlilegt þykir að bíða með frekari vinnu að þeirri könnun uns brauðamat hefur farið fram í fyrsta sinn. Fjármál Þjóðkirkjunnar (2. mál) Oskað var eftir því hvort mögulegt væri að allir framlagðir reikningar fengju umsögn og endurskoðun Ríkisendurskoðunar til samrœmingar. Kirkjuráð kannaði þetta mál, sbr. framlagða greinargerð Ríkisendurskoðunar í fylgiskjali með skýrslu þessari. Niðurstaðan er sú að reikningar Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla verði endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun. Jafnframt kemur til álita að reikningar Löngumýrar verði endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun. I framlagðri endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar er úrdráttur úr ársreikningum annarra stofnana sem lagðir eru fyrir Kirkjuþing en sem Ríkisendurskoðun annast ekki endurskoðun á. Er farið að ósk Kirkjuþings í þessu efni. Oskað var eftir að kannað yrði hvort breyta mœtti framsetningu fjárlaga þannig að fjárlagaliðurinn “Biskup Islands” nefndist eftirleiðis “Þjóðkirkjan ” og fjárlagatillögur yrðu í nafni Kirkjuráðs í stað Biskupsstofu. Þessu hefur verið hrundið í framkvæmd og er fjárlagafrumvarp 2002 sett fram með þeim hætti. Einnig var athugað hvort breyta mætti framsetningu á þjónustutekjum en ekki var orðið við því. Oskað var eftir að könnuð yrði myndun sjálfseignarstofnunar um fasteignir kirkjunnar í Reykjavík. Kirkjuráð kannaði þetta mál, sbr. framlagða greinargerð Ríkisendurskoðunar í fylgiskjali með skýrslu þessari. Þar segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar sé í aðalatriðum sú að ekki verði séð að hagræði verði af myndun sjálfseignarstofnunar. Þetta myndi binda hendur Þjóðkirkjunnar um ráðstöfun íjármuna og gæti valdið togstreitu ef breytt væri um stjórnarfyrirkomulag, sbr. eftirfarandi ummæli Ríkisendurskoðunar: „I þessu sambandi er og rétt að athuga að sjálfseignarstofnun verður til með þeim hætti að reiðufé eða önnur fjárverðmæti eru með löggerningi afhent á óafturkallanlegan hátt til ráðstöfunar í þágu sérgreinds markmiðs, sbr. nánar 2. gr. 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.