Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 35
Huga þarf að breyttri stöðu fjármálastjóra í skipuriti Biskupsstofu í framtíðinni.
Nauðsynlegt er að sjóðir og stofnanir, sem fá styrki úr sjóðum kirkjunnar skili
Kirkjuráði skýrslum um starfsemi sína.
Rekstur fræðsludeildar og sérfræðikostnaður þykir nokkuð hár og nauðsynlegt að fyrir
liggi ársskýrsla um starfsemina.
Talið er nauðsynlegt að héraðssjóðimir skili inn reikningum til ríkisendurskoðunar,
þannig að þeir komi þar til skoðunar, eins og reikningar sókna og kirkjugarða, og að
þeir verði í yfirliti ríkisendurskoðunar.
Tónskóli Þjóðkirkjunnar ætti að endurskilgreina starfssvið sitt m.t.t. þarfa kirkjunnar
og kennslu annarra tónlistarskóla. Það yki sveigjanleika í rekstri ef Tónskólinn yrði
sérstakt viðfangsefni Kirkjuráðs fremur en stofnun.
Ríkisendurskoðun telur sjálfseignarformið um fasteignir kirkjunnar í Reykjavík of
bindandi fýrir kirkjuna. Þetta er einnig niðurstaða nefndarinnar.
Þegar horft er til framtíðar gætu lög um sjóði kirkjunnar breyst í starfsreglur. Þá mætti
huga að heimild til þess að sjóðir eigi og reki fasteignir og að fasteignir verði
sameinaðar á einum stað.
Efla þarf fræðslu- og menningartengda starfsemi í Skálholti, en margar nýjungar eru
þar á döfmni með nýjum rektor.
Fjárhagsnefnd styður þá stefnu Kirkjuráðs að veita ákveðnar íjárhæðir til
kirkjumiðstöðva, en að þær taki ábyrgð á rekstri sínum sjálfar að öðm leyti. Jafnframt
sé fylgst með ráðstöfun fjárins.
Rætt var við Ríkisendurskoðun um niðurlagningu Kirkjubyggingasjóðs, svo og um
varðveislu eiginfjár “Hins almenna kirkjusjóðs” í ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna.
Fram kom að þessi leið væri fær gegn tilteknum skilyrðum um tímalengd inneignar og
ábyrgðarveitingar.
Arfleiðsluskrá að Hjarðarhaga 30 var lögð fram. Samkvæmt henni eru engar hömlur á
sölu eignarinnar.
Sé greitt fýrir nefndarstörf á vettvangi kirkjunnar, er æskilegt að greitt sé í samræmi
við gjaldskrá Þóknananefndar kirkjunnar.
Lögð var fram fundargerð með yfirliti um rekstur Auðunarstofu sem ábendingar komu
fram um.
Skoðað verði hverjum beri að greiða bætur við val á sóknarpresti vegna úrskurðar
jafnréttisnefndar eða annarra aðila.
Vísast til endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi umsagnir um einstaka
reikninga og sjóði.
31