Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 37
Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma nr. 731/1998
3. mál, flutt af Kirkjuráði
1. gr.
Akvæði 12. gr. starfsreglnanna breytast sem hér segir:
Reylgavíkurprófastsdœmi eystra
Stofnuð skal ný sókn, Lindasókn er myndar nýtt prestakall, Lindaprestakall. Mörk
sóknarinnar og prestakallsins eru:
Reykjanesbraut að norðvestan ffá mörkum Kópavogs og Garðabæjar norðaustur
Reykjanesbraut að mörkum Kópavogs og Reykjavíkur norð -norðvestan Seljahverfis,
þaðan eftir mörkum Kópavogs og Reykjavíkur til norðausturs og mörkum Kópavogs
og Garðabæjar til suðausturs og suðvesturs.
Snœfellsness - og Dalaprófastsdæmi
Hellnasókn sem nútilheyrir Ingjaldshólsprestakalli tilheyri Staðastaðarprestakalli.
Húnavatnsprófastsdæmi
Arnesprestakall og Hólmavíkurprestakall sameinast. Heiti hins sameinaða prestakalls
verður Hólmavíkurprestakall. Prestssetur: Hólmavík.
Skagafjarðarprófastsdæmi
Ulfsstaðir, sem nú tilheyra Miklabæjarsókn, Miklabæjarprestakalli, tilheyri
Silfrastaðasókn, Miklabæjarprestakalli.
Þingeyjarprófastsdæmi
Sauðanessókn, sem tilheyrir Þórshafnarprestakalli, nefnist Þórshafnarsókn.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 50. gr. laga um stöðu, stjórn
og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 2002.
Akvæði til bráðabirgða
Lindaprestakall stofnast 1. júlí 2002. Fram að þeim tíma nýtur Lindasókn þjónustu frá
Hjallaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Sameining Arness- og Hólmavíkurprestakalls öðlast gildi við starfslok sóknarprests í
Arnessprestakalli.
Að tillögu löggjafarnefndar samþykkti Kirkjuþing ennfremur eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing 2001 ályktar að Barðastrandarprófastsdæmi geti vart staðið eitt sér en að
sameining þess og ísafjarðarprófastsdæmis sé ekki tímabær að svo stöddu en leggur
fyrir biskupafund að leita eftir afstöðu Barðstrendinga til þriggja kosta á
aukahéraðsfundi í Barðastrandarprófastsdæmi snemmsumars:
1. Að Barðastrandarprófastsdæmi sameinist ísafjarðarprófastsdæmi
2. Að Barðastrandarprófastsdæmi sameinist Snæfellsness -og Dalaprófastsdæmi
33