Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 41
Tillaga til þingsályktunar um Starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar
5. mál, flutt af Kirkjuráði
Grundvöllur
Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar byggir á ákvæðum kirkjulaga, starfsmarmalaga, og
annarra laga eftir því sem við á, starfsreglum Kirkjuþings, siðareglum viðkomandi
starfsstétta, vígslubréfum presta og djákna, svo og stefnum sem kirkjan hefur
samþykkt, svo sem jafnréttisstefnu, vímuvamarstefnu, o.fl.
Með “Þjóðkirkjan” er átt við sóknir, embætti og stofnanir hinnar Evangelísku
Lútersku Þjóðkirkju á Islandi.
Með orðunum “starfsfólk” og “starfsmaður/starfsmenn” er átt við vígða þjóna
Þjóðkirkjunnar, starfsfólk sókna og stofnana Þjóðkirkjunnar. Starfsmannastefnan
tekur og til ólaunaðs starfsfólks kirkjunnar eftir því sem við getur átt.
1. Markmið
Markmið starfsmannastefnunnar er að stuðla að því að Þjóðkirkjan hafi á að skipa
hæfu og áhugasömu starfsfólki og veiti því sem bestu skilyrði til að helga starfskrafta
sína hinum fjölþættu verkefnum sem starfsemi kirkjunnar krefst.
Starfsmannastefnunni er ætlað að tryggja öllu starfsfólki kirkjunnar sem best
starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi.
Starfsmannastefnan lýsir vilja kirkjunnar til að vera góður vinnustaður, þar sem gott
starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis.
Starfsmannastefnunni er ætlað að vera til hvatningar og leiðbeiningar fyrir sóknir,
stofnanir og embætti Þjóðkirkjunnar.
2. Gagnkvæmar skyldur og ábyrgð
Þjóðkirkjan leggur áherslu á að gagnkvæmt traust ríki milli stofnana hennar og
starfsfólks hvað varðar skyldur og ábyrgð hvers og eins.
Því væntir Þjóðkirkjan þess að þau sem ráðin eru til starfa á hennar vegum sýni:
• kostgæfni og trúmennsku í starfi,
• ábyrgð og sjálfstæði,
• vilja og hæfni til samstarfs,
• skilning og frumkvæði,
• sveigjanleika og aðlögunarhæfni.
Starfsfólkið má vænta þess:
• að það hafi tækifæri til að axla ábyrgð og taka þátt í mótun almennrar stefnu
viðkomandi stofnunar og ákvarðanatöku um málefni sem varða störf þeirra
sérstaklega,
• að skyldur og ábyrgð stjórnenda sé skýr,
• að starfsöryggi sé tryggt svo sem frekast er unnt,
• að því séu greidd sanngjörn laun fyrir störf sín,
• að því sé sýnt traust, tillitssemi og hreinskilni,
• að unnið sé að góðu samstarfi og vinnuanda,
• að vinnuaðstaða og félagslegt starfsumhverfi sé gott,
37