Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 43

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 43
Allar ákvarðanir um ráðningu nýrra starfsmanna skulu vel ígrundaðar og rökstuddar og fylgja reglum sem þar um gilda og í sem mestu samræmi við starfsmannaþörf. Mikilvægt er að það liggi ljóst fyrir þegar auglýst er hvert sé markmiðið með ráðningunni. Tekið skal tillit til þeirra starfsmanna sem fyrir eru. Liggja skal fyrir starfslýsing fyrir öll störf sem ráða skal í. Ráðning til reynslu er æskileg þar sem því verður við komið. Þegar starfsmaður lætur af störfum skal eftir því sem við verður komið starfið endurskoðað og metið hvort ráða eigi í það að nýju. 8. Starfsauglýsingar Þjóðkirkjan telur mikilvægt að þeirri meginreglu sé fylgt að auglýsa laus störf til umsóknar. Þjóðkirkjan leggur metnað sinn í að standa vel að gerð auglýsinga, svo sem þess að jafnréttissjónarmiðum sé framfylgt. Auglýsingar um laus störf eru birtar með a.m.k. hálfs mánaða umsóknarfresti. Umsóknarfrestur er þó a.m.k. mánuður þegar um er að ræða prestsembætti. 9. Kynning og fræðsla nýrra starfsmanna Þjóðkirkjan leggur áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og að þeim líði vel í starfi frá byrjun. Nýir starfsmenn skulu fræddir bæði um almenna starfsemi þeirrar stofnunar sem þeir eru ráðnir til og almennt um Þjóðkirkjuna, sem og þann hluta starfseminnar sem lýtur sérstaklega að starfsviði þeirra og um réttindi þeirra og skyldur. Næsti yfirmaður er ábyrgur fyrir því að nýjum starfsmanni sé veitt slík fræðsla. 10. Starfsþjálfun, símenntun og handleiðsla. Þjóðkirkjunni vill veita starfsfólki sínu trausta og góða starfsþjálfun, viðhalda og auka hana með endur- og símenntun og styrkja fólk í starfi með faghandleiðslu eftir því sem kostur er. Mikilvægt er að starfsfólki stofnana Þjóðkirkjunnar sé gefinn kostur á að sækja innlendar og/eða erlendar kynnisferðir, námskeið og ráðstefnur og rækja samstarf við innlend og erlend starfssystkin eftir því sem kostur er, enda sé þjálfunin markviss og sýnt að hún muni nýtast í starfínu. Starfsfólk skal leitast við að laga sig að síbreytilegum kröfum, sem starfið gerir til þeirra, svo sem vegna faglegrar og tæknilegrar þróunar og vera reiðubúið að þjálfa sig til nýrra og breyttra verkefna. Þá skal stefnt að því að starfsfólk njóti faglegrar handleiðslu í starfi sínu til að auka öryggi í starfi og gæði þjónustunnar og að starfsmaður brenni síður út í starfi. 11. Starfsmannaviðtöl Stefnt skal að því að reglulega skuli fara fram starfsmannaviðtal við starfsfólk Þjóðkirkjunnar. Tilgangur með starfsmannaviðtali er að vera vettvangur fyrir gagnkvæmar upplýsingar yfirmanns og undirmanns, til að styðja og styrkja starfsmann í starfi hans og skapa ánægjulegra starf. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.