Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 46
kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem þau
eiga við.
Sérstaða Þjóðkirkjunnar hlýtur að hafa bein og óbein áhrif á starfsmannastefnu
hennar, sérstaklega þegar þess er gætt að hún er ekki félag í venjulegum skilningi þess
orðs, heldur trúfélag. Þjóðkirkjan er ávallt bundinn tvennskonar skilningi, hinum ytri.
sem er skilningur laganna og hinum innri sem eru trúarlegar forsendur hennar.
Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar hlýtur að taka mið af þessu. Hún tekur í víðustum
skilningi til allra þeirra sem tekið hafa skím, játast undir merki kristinnar kirkju og
vilja starfa fýrir Krist hver sem starfsvettvangur þeirra er að öðru leyti.
Stór hluti starfsfólks kirkjunnar er í ólaunuðu starfi, svo sem sóknarnefndarfólk. í á
þriðja hundrað sóknamefndum, söngfólk vel á þriðja þúsund, meðhjálparar,
hringjarar, aðstoðarfólk í bamastarfi, konur í kirkjukvenfélögum, karlar og konur í
safnaðarfélögum og einstaklingar í öðru áhugastarfi.
Þá eru í kirkjulegu starfi einstaklingar sem axla ábyrgð í söfnuði sínum, stjórnir og
starfsfólk stofnana á vegum Þjóðkirkjunnar, launað eða ólaunað.
Nefndarálit allsherjarnefndar
við tillögu að starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar
Allsherjamefnd hefur fjallað um tillögu til þingsályktunar um starfsmannastefnu
Þjóðkirkjunnar. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt í styttri, hnitmiðaðri og
örlítið breyttri mynd eins og fram kemur í breytingartillögum á þingskjali nr. 42.
Kirkjuþingi 21. október 2001
Bjarni Kr. Grímsson Gunnar Kristjánsson JensKristmannsson
Magnús Erlingsson Sigfús J. Ámason Þórarinn Sveinsson
form.
Prentað upp með
breytingartillögum
Breytingartillögur
við tillögu til þingsályktunar um starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar
Frá allsherjarnefnd
Allsherjarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt svohljóðandi: (Nýjar breytingai'
eru sýndar með skáletri)
42