Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 56
skilaði árlega skýrslu til prestastefnunnar. Auk hans í nefndinni voru sr. Geir Waage
og sr. Agnes Sigurðardóttir. Meðfylgjandi er skýrsla synodalnefndar til prestastefnu
1993 og samþykkt prestastefnunnar 1995 eítir tillögu synodalnefndar uni eignar- og
réttarstöðu kirkjunnar, sem fylgir í fsk.6.
Þann 9.11.1994 undirrituðu landbúnaðarráðherra og kirkjumálaráðherra sam-
komulag viðræðunefnda ríkis og kirkju um vinnureglur við sölu kirkjujarða.
A starfstíma viðræðunefnda ríkis og kirkju um ffamtíðarskipan kirkjueigna
skilaði viðræðunefnd kirkjunnar, sem einnig var nefnd kirkjueignanefnd
Þjóðkirkjunnar, nefndarálitum til Kirkjuþings árlega frá 1992, uns hún lét af störfum
árið 1999 og Prestssetranefnd Kirkjuþings tók við. Meðfylgjandi eru sérstakar
skýrslur Kirkjueignanefndar til Prestastefnu um störf viðræðunefndanna 1993, fsk. 1
og 1997, fsk. 2.
Þann 10.1.1997 var undirritað samkomulag íslenska ríkisins og Þjóðkirkjmmar
(kirkjujarðasamkomulagið) um að "kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeimjylgja,
að frátöldum prestssetrum ogþví sem þeim fylgir væru eign íslenska ríkisins'' á rnóti
þeirri skuldbindingu að íslenska ríkið greiddi "laun presta Þjóðkirkjunnar og
starfsmanna biskupsembœttisins" samkvæmt nánari reglum, sjá fsk 3. Meðfylgjandi
þessu samkomulagi er bréf kirkjueignanefndar Þjóðkirkjmmar til fonnaims
Allsherjamefhdar Alþingis til útskýringar á samkomulaginu, sem var lagt þar fram
áður en Alþingi staðfesti samkomulagið með lögum nr. 78/1997 í 60. gr. þeirra laga.
Þann 4.9.1998 gerði íslenska ríkið og Þjóðkirkjan fjárhagssamning sín á milli
á grundvelli samkomulagsins ffá 10.1.1997, sjá fsk. 4.
Þá var unnin sérstök skrá um prestssetrin og það sem þeim fylgir, fsk. 7,
einkum út ffá skrá um kirkjueignir, sem fyrr er nefnd og gögnum í vörslu stjórnar
prestssetrasjóðs. í bréfi 21.6. 2001 svaraði landbúnaðarráðuneytið spmningmn um
hjáleigur og nýbýli í umsjá ráðuneyta tilheyrandi prestssetrunum og mn sölu hjáleigna
og nýbýla frá prestssetrum eftir 10.1.1997, en þar sem svörin voru ekki tæmandi er
settur fram fyrirvari um skrána, þar til staðfestar upplýsingar liggja fyrir.
Þá var gerð samantekt í 11 .kafla um ýmsar aðrar eignir sem prestssetrunum
fylgdu og kirkjueignir sem stóðu á bak við myndun sjóða kirkjunnar, Kristnisjóð, lög
nr. 35/1970, jöfnunarsjóð sókna, lög nr. 91/1987 og kirkjumálasjóð, lög nr. 138/1993.
í framhaldi af kirkjujarðasamkomulaginu, reyndi viðræðunefnd kirkjunnar að
ná samkomulagi við viðræðunefnd ríkisins um eignar- og réttai'stöðu prestssetra, eins
og samkomulagið kvað á um að reynt yrði að ná ffam, annars vegar þar sem sagt var í
1. gr. að "samkomulagið nái ekki tilprestssetra ogþví sem þeim fylgir" og í 4. gr. er
sagt að aðilar líti "á samkomulagþetta um eignaafhendingu og skuldbindingu sem
fullnaðar uppgjör þeirra verðmœta sem ríkissjóður tókvið árið 1907". Hinsvegar er í
c-lið skýringa sagt að prestssetrasjóður hafi umsjón með umræddum prestssetrum og
í sama lið að viðræðunefnd kirkjunnar óski eftir áframhaldandi viðræðum um
eignarstöðu prestssetranna. I þessum skýringum um samkomulagið kemur eimrig fram
að viðræðunefnd kirkjunnar óski "eftir því að viðrœðunefndirnar starfi áfram ogfalli
sameiginlega um eignar- og réttarstöðu Þjóðkirkjunnar í heild sinni".
Agreiningur varð milli viðræðunefnda um túlkun þessa orðalags. Fjallar þessi
greinargerð m.a. um hann. Þessi ágreiningur leiddi til þess, að kirkjueignanefnd taldi
rétt að vísa málinu til Kirkjuþings, sem fer með málefni prestssetranna og kýs stjórn
prestssetrasjóðs. Kirkjuþing 1999 ákvað að skipa nýja sjö-manna prestssetranefnd,
eins og áður sagði. Hún hefur haldið þrettán fundi á starfstíma sínum og átt nokkra
fundi með viðræðunefnd ríkisins, án þess að niðurstaða hafi fengist.
52