Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 63

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 63
7. kafli. Hjáleigur og nýbýli prestssetursjarða. Hjáleiga er smábýli eða leiguland, sem var leigt út frá annarri jörð og gat síðar orðið lögbýli. Hjáleigur voru fyrrum leigðar bændum með svipuðum skilmálum og aðrar leigujarðir. Hjáleiga hafði jafnan beit úr óskiptri heimajörð og var því háð henni um margt, þótt yfirleitt væri hún með sínar slægjur út af fyrir sig. Hjáleigan var jafnan tengd heimajörð og gekk kaupum og sölum með henni. Nýbýli tóku nokkurn veginn við stöðu hjáleiga og voru stofnsett með sérstökum lögum, nr. 26/1957 með heimild til ráðherra um að taka leigunámi hluta jarðar og byggja á erfðaleigu eins og áður er getið á bls. 6. Þar sagði að skipta mætti prestssetursjörð í tvö eða fleiri býli og ættu afgjöld að renna til hlutaðeigandi prests, þar til næðist ffam mat á heimatekjum presta. Síðari lög um sama efni nr. 75/1962 eru í samræmi við lögin frá 1957 en í 7. kafla laganna er fjallað um sérstaka stjómsýslu tengdri nýbýlastjórn og landnámsstjóra. Viðfangsefnið var að veita fleiri atvinnutækifæri til sveita, fjölga ábýlisjörðum, auka ræktun jarða og ná fram betri hagræðingu við aukna landbúnaðarframleiðslu, eins og þá var talið best. Offast var stofnað til þessara nýbýla með leigusamningum, sem gefa ábúendum ákveðinn rétt skv. jarðalögum. Þessar nýbýlastofnanir urðu oftast til, þegar jarðarpartar voru leigðir út frá ríkisjörðum, en landbúnaðarráðuneytið og nýbýlastjórn gerði þá ekki almennt mikinn mun á ríkisjörðum og kirkjujörðum. Þó var oftast aflað heimilda hjá biskupi og viðkomandi sóknarpresti til stofnunar nýbýla úr landi prestssetursjarða. Hjáleigur og nýbýli eru stofnuð á núverandiprestssetrum og eru hlutiþeirra ogfylgja þeint áfram. Þessi ábýli á prestssetursjörðum frá 1907, sem hafa ekki verið seld, hljóta að fá samsvarandi eignameóferð og gert var með kirkjujarðasamkomulaginu. Ríkissjóður fái hjáleigur og nýbýli, sem eru í ábúð með framleiðslurétti, gegn ákveðinni fjárhagsskuldbindingu. Eftir undirritun kirkjujarðasamkomulagsins 10.1.1997 hafa nokkrar hjáleigur prestssetra og nýbýli úr jörðum prestssetra verið seld, án þess að haft hafi verið samráð við kirkjustjómina eða kirkjueignarnefnd/ prestssetranefnd. Slíkt er í andstöðu við vinnureglu frá 9.11.1994, sem tveir ráðherrar staðfestu með undirritun og hlýtur að ná til umræddrar sölumeðferðar. Andvirðiþessara jaróahluta úr prestssetursjörðum á að greiða til prestssetrasjóðs, ífyrningarsjóði viðkomandi prestssetra, með sambœrilegum hætti og andvirði seldra kirkjujarða rann til kristnisjóðs þar til kirkjujarðasamkomulagið ver gert. 8. kafli. ítök, hlunnindi og óbættar landspildur frá prestssetrum. Itök kirkna og ítök prestssetra, sem tengjast viðkomandi heimakirkju og lýst var samkvæmt fyrirmælum laga nr.l 13/1952, eru fyrir hendi í dag eftir því sem við á. Fylgja þau prestssetrum eins og önnur hlunnindi, s.s. veiðiréttur, rekaréttur, æðarvarp, vatnsréttur, réttur til malartöku ofl. Hér er sérstaklega vísað til fyrri hluta álitsgerðar kirkjueignanefndar 1984, á bls. 126 -148 og 211 - 254, sem fjallar um ítök önnur en veiðiítök og skógarítök. í þessari greinargerð er ekki talin þörf á að rekja þessi ítök til viðkomandi prestssetra með öðrum hætti en með þessari tilvísun og upptalningu í fsk. 7, sem er þó ekki tæmandi. Má í því sambandi t.d. nefna ítakalýsingu á bls. 226 í fyrrnefndu áliti kirkjueignarnefndar, sem fjallar um ítök Ofanleitiskirkju í Vestmannaeyjum í 4 liðum, sem lýst var hjá sýslumanni í Rangárvallasýslu. Þar er ekki sagt frá hlunnindum 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.