Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 65

Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 65
Fasteignamat þessara húseigna árið 2000 nemur 214.410 milljónum króna og áætlað söluverð með 30% álagi 279 milljónum króna. Rétt er að taka hér sérstaklega fram gagnvart sölu prestsbústaðarins í Hafnarfirði, að sá bústaður kom í stað Garðaprestsseturs, en með stjórnarbréfi 19.6. 1914 var ákveðið að Garðakirkja skyldi flutt til Hafnaijarðar og prestssetursbústaður reistur þar 1928. Þann 28.7.1992 ákvað landbúnaðarráðherra einhliða að afhenda/selja 6 jarðir Garðakirkju fyrir brot af sannvirði eða 49.2 milljónir króna, þegar áætlað markaðsvirði var talið vera um 500 milljónir. Þessu mótmælti Þjóðkirkjan harðlega, sjá nánar í fskl, bls. 23-24 og fsk. 8, bls. 112. í Álitsgerð kirkjueignamefndar 1984 frá bls. 97 til 105 er vikið að sölu prestsbústaðanna og sagt á bls. 99: "..sú spurning hlýtur líka að vakna, hvort sú ráðstöfun að láta andvirði þessara húsa renna í ríkissjóð fái fyllilega staðist gagnvart 67. gr. stjórnarskrárinnar. Prestsseturshúsin voru óumdeilanlega eign prestakallanna (embættanna) og hlutverkþeirra var að gera starf kirkjunnar mögulegt á viðkomandi stað. Húsin voru hluti afþeirri heild, sem embættunum tilheyrði ogþeirri grundvallaraðstöðu hefur aldrei verið breytt með lögmætum hœtti. Þau voru lögð prestunum til, sem embættunum gegndu, og voru hluti afkjörum þeirra, sem þeir tóku undir sjálfum sér. Samhliða nytjarétti báru þeirfulla ábyrgð á þeim og fjárhagsskyldur, en var líka gert að tryggja stöðu þeirra, eins og annarra kirkjueigna. " I ályktunarorðum um þessi mál segir á bls. 105: ”að prestsseturshús sem reist voru á grundvelli laganna 1907, 1931 og 1947 geti ekki óvéfengjanlega fallið undir íbúðarhúsnœði í eigu ríkisins". í handriti sr. Þórhalls Höskuldssonar fsk. 5, kafla 3,5 eru sett fram ítarleg rök fyrir ólögmæti þessarar framkvæmdar þar sem hann segir að þessi skipan hafi gengið þvert "á viðtekna lagahefð og aldagamlar venjur" og síðan sagði hann orðrétt: "Ljóst er að prestsseturshúsin voru eign prestakallanna ogþví hefur aldrei verið breytt með lögformlegum hætti. Þau voru reist fyrir tekjur prestakallanna og prestarnir voru ábyrgir fyrir þeim með launum sínum ogföstu fyrningargjaldi, sem ríkissjóður ábyrgðist. Lengst af voru aðeins veitt lán til þeirra úr landssjóði og síðan kirkjujarðasjóði. Og eftir að beinir styrkir úr ríkissjóði komu til má segja að þar hafi aðeins verið um að rœða bœturfyrir rýrnun fyrningarsjóðanna, sem ríkissjóður bar ábyrgð á. Og eins og segir í Alitsgerðinni 1984: "Veitandi láns eða styrk fær ekki eo ipso eignarhald áþví sem kostað er með slíkum fjármunum", (bls 99)." Þessi 13 prestssetursliús eru því án bóta fram tilþessa. Lögó er áhersla á, að með samkomulagi við rikið um prestssetrin og því sem þeim fylgir, verói einnig gengió frá uppgjöri þessara eigna meó fjárhagsskuldbindingu ríkisins. Prestshúsið á Þingvöllum. Seinni hluta árs 2000 kom upp sérstakt álitaefni milli yfirstjórnar kirkjunnar og Þingvallanefndar varðandi eignarhald prestshússins á Þingvöllum, sem reist var fyrir fjármuni úr kirkjujarðasjóði 1928-1929, a.m.k. að 2/3 hluta, sbr. fundargerð Þingvallanefndar frá 7.11.1952.1 ritsafninu Sunnlenskar byggðir, þriðja bindi, útgefnu 1983, kemur fram eftirfarandi á bls. 212, skrifað af sr. Eiríki J. Eiríkssyni: "Gömlu Þingvallabœjarhúsin voru rifin og steinsteyptur bær reistur eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, burstabœr um 15 m á lengd og 10 m á breidd, ein hæð og ris og kjallari. 1 þessum bæ býr þjóðgarðsvörður og er þetta um leið prestsbústaður, með því og að kirkjujarðasjóður mun hafa reist bæinn að (með/ fjárframlögum." Þar sem það liggur fyrir að í það minnsta 2/3 hlutar prestshúsins á Þingvöllum eru reistir fyrir fé úr kirkjujarðasjóði er minnt á að til þess sjóðs var efnt með lögum nr. 50/1907, en þar segir í 15. gr. "Andvirði seldra kirkjujarða og ítaka skal leggja í 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.