Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 87
7. gr.
Við 2. mgr. 12. gr. laganna bætist eftirfarandi málsliður:
Kirkjugarðaráð setur viðmiðunarreglur í samvinnu við Samband íslenskra
sveitarfélaga, þar sem fram komi hvað felist í skyldu sveitarfélaga í að leggja til
hæfilegt kirkjugarðsstæði og efni í girðingu.
8. gr.
í stað orðsins:”legstaðir” í 2. gr. 19. gr. komi: kirkjugarðar.
9. gr.
Síðasta mgr. 19. gr. falli brott.
10. gr.
í lok 1. mgr. 20.gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kirkjugarðsstjórn er
heimilt að taka gjald fyrir geymslu í líkhúsi, að fengnu samþykki dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins.
11. gr.
2. mgr. 20. gr. verði svohljóðandi: Kirkjugarðsstjórn er heimilt að taka þátt í
kostnaðarsömum framkvæmdum við útfararkirkjur, en því aðeins að tryggt sé að það
gangi ekki svo nærri fjárhag kirkjugarðsins að hann verði ófær um að gegna
lögbundnu hlutverki sínu. Ráðherra setur reglur um fjárstuðning kirkjugarðastjórna í
þessum efnum.
12. gr.
Upphaf 22. gr. orðist svo:
Grafarstærð kistugrafa skal vera 2,50 x 1,20 metrar og stærð duftkersgrafa. 0,75 x
0,75 metrar. Kirkjugarðsstjórn . . .
13. gr.
Á eftir orðunum “allt að þremur grafarstæðum fyrir kistugrafir” í 25. gr. bætist
við orðin: og allt að 12 grafarstæðum fyrir duftkersgrafir...
14. gr.
I stað l.málsl. 34. gr. komi:
Þegar samþykkt hefur verið að leggja niður kirkjugarð eða slétta yfir hann skal
það vandlega kynnt almenningi með auglýsingu tvisvar sinnum í dagblöðum eða í
staðbundnum blöðum, er koma reglubundið út.
15. gr.
4.mgr. 40. gr. orðist svo:
Kirkjugarðaráð myndar stjórn Kirkjugarðasjóðs og fer með málefni hans, sbr.
ll.gr.
16. gr.
í stað orðanna “stjórnar hans” í 4. mgr. 41. gr. kemur: kirkjugarðaráðs.
17. gr.
Við 50. gr. laganna bætist ný málsgr., 3. málsgr., svohljóðandi:
83