Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 88
Ráðherra setur reglugerð um umgengni í kirkjugörðum, sem skal vera fyrirmynd að
umgengnisreglum kirkjugarðanna. Kemur þessi reglugerð í stað reglugerða fyrir
kirkjugarða þar sem reglugerðir eru ekki sérstaklega settar.
18. gr.
Fyrirsögn í XIII. kafla laganna verði:
Grafreitir annarra trúfélaga.
19. gr.
í stað orðsins “utanþjóðkirkjusöfnuðum” í 1. mgr. 45. gr. komi orðið:
trúfélögum og í stað orðsins “ utanþjóðkirkjusafnaðar” í 2. mgr. 45. gr. komi orðið:
skráðs trúfélags.
20. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Umboð fulltrúa í skipulagsnefnd kirkjugarða svo og umboð stjórnarmamia í
stjórn Kirkjugarðasjóðs fellur niður 31. desember 2001 og skal kirkjugarðaráð taka
við störfum þeirra frá sama tíma.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Vegna breytinga sem orðið hafa í stjórnsýslu ríkisins undanfarandi misseri er orðið
nauðsynlegt að endurskipuleggja skipan skipulagsnefndar kirkjugarða, þar sem
embætti húsameistara ríkisins hefur verið lagt niður og hlutverk skipulagsstjóra
ríkisins hefur breyst á slíkan veg, að óeðlilegt þykir að hann sitji áfram í
skipulagsnefnd kirkjugarða. Talin var ástæða til að endurskoða í heild simii hvernig
skipulagsnefnd kirkjugarðanna skuli skipuð. Þá var talin ástæða til að skoða nánar
störf stjórnar Kirkjugarðasjóðs - en verkefni þessara tveggja nefnda skarast rnjög - og
hvort gerlegt væri að sameina skipulagsnefndina og stjórn Kirkjugarðasjóðs í eina
stjórn, með hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi..
Þá var mikill áhugi fyrir því að kannað yrði hvort unnt væri að rýmka löggjöfma að
því er varðar dreifmgu ösku látinna manna.
Ennfremur var talin ástæða til að yfirfara ýmis ömiur álitaefni svo og að gera íninni
háttar lagfæringar á lögunum, eins og nánar verður vikið að síðar.
Til þess að vinna að þessari endurskoðun skipaði ráðherra nefnd hinn 12. febrúar
2001. í nefndinni eiga sæti sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur og þáverandi
alþingismaður, en hann er formaður nefndarinnar, Anna Guðrún Björnsdóttir,
lögfræðingur, tilnefnd af biskupi íslands, og sr. Valgeir Ástráðsson varamaður hennar,
Helga Jónsdóttir, borgarritari, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri, tilnefndur af Kirkjugarðasambandi Islands. Ritari
nefndarinnar er Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dóms- og
kirkj umálaráðuneytinu.
Auk ofangreindra atriða, sem lauslega hafa verið rakin, sagði í skipunarbréfi
nefndarinnar að hún skuli ennfremur skoða hvort og með hvaða hætti skuli greitt fyrir
útför einstaklinga, sem búið hafa á íslandi um lengri eða skemmri tíma, en látast
erlendis og eru greftraðir á íslandi. Þá skyldi nefndin athuga ákvæði um
upplýsingaskyldu kirkjugarða um legstæði, uppdrætti, o.fl. Þá var talið rétt að nefndin
84