Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 89

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 89
skoðaði hvort ástæða væri til að setja nánari ákvæði eða gera nánari grein íyrir skyldum sveitarfélaga. Loks er í skipunarbréfinu tekið fram að teldi formaður tilefni til, eftir því sem liði á störf nefndarinnar, gæti hún tekið upp fleiri álitamál um umíjöllunar. Frumvarp þetta er afrakstur þessarar endurskoðunar. I fyrsta lagi er þar lagt til að dreifing ösku verði heimiluð. Einnig er lagt til að breyting verði gerð á skipun skipulagsnefndar kirkjugarðanna, sem einnig eigi að taka yfir hlutverk stjómar Kirkjugarðasjóðs. Þá er lagt til að skyldur sveitarfélaga í tengslum við nýja kirkjugarða verði skilgreindar nánar og ráðgert er að sett verði almenn reglugerð um umgengni í kirkjugörðum, sem allir kirkjugarðar geti notast við, ef þeir sjá ekki ástæðu til að setja auknar eða sérstakar reglur. Ymsar minni háttar breytingar eru lagðar til, sem lýst verður nánar í athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins. Nefndin hefur ekki séð þörf á að setja frekari reglur um upplýsingaskyldu kirkjugarða varðandi legstæði, uppdrætti o.fi. Gert hefur verið myndarlegt átak í að tölvuvæða slíkar upplýsingar, og hafa landsmenn aðgang að slíkum upplýsingabanka á Netinu á vefslóðinni gardur.is. Áfram verður unnið að slíkri skráningu, og fer hraðinn eftir því hversu mikið fjármagn fæst til verksins. Nú þegar eru ýmsir stórir kirkjugarðar eins og t.d. í Reykjavík og á Akureyri, kortlagðir. Þá hefur ekki unnist nægur tími til að endurskoða sem skyldi ákvæði um greiðslu kostnaðar fýrir útför einstaklinga, sem fyrst hafa búið á Islandi, og hafa síðan búið erlendis um skemmri eða lengri tíma og kjósa loks að verða greftraðir á Islandi. Fjöldi þeirra er ekki slíkur, enn sem komið er, að aðkallandi sé orðið að setja sérstakar reglur. Verður nánar vikið að einstökum atriðum, eins og síðar verður rakið. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Erlendis er algengt í kirkjugörðum að ösku látinna manna sé dreift á tiltekið afmarkað svæði í kirkjugarði, án þess að nokkur nafngreining eigi sér stað um það hverjir hvíli þar. Margir óska þess að askan sé látin hvíla innan um ösku annarra ónafngreindra látinna manna. Nokkur dæmi eru um að beiðni hafi komið fram um slíkt, en í 3. mgr. 27. gr. laganna er að finna heimild fyrir greftrun líka á slíku afmörkuðu svæði. Eðlilegt þykir að sama eigi við, hvort heldur sem um ösku eða jarðneskar leifar látinna manna er að ræða. Nauðsynlegt þykir að í legstaðaskrá sé slíkrar skráningar getið, þótt legastaðanúmer vanti. Um 2. og 3. gr. Núgildandi lög heimila ekki dreifingu ösku. Allmargar fyrirspurnir berast árlega hér að lútandi og talsverður þrýstingur er því sambandi að slíkt verði heimilað. Ymsar ástæður kunna að búa að baki þeirri ósk að láta dreifa öskunni. í flestum vestrænum ríkjum hefur almenna þróunin orðið sú að öskudreifing er heimiluð, en þó ávallt með skilmálum. Sums staðar er þess krafist að fyrir liggi skrifleg beiðni eða samþykki hins látna, en annars staðar er talið nægilegt að nánustu aðstandendur staðfesti að það hafi verið vilji hins látna að öskunni yrði dreift. Hér er lagt til að ráðherra geti heimilað að ösku sé dreift, og sett reglur þar um. Beiðanda yrði gert ljóst er hann leggur inn umsókn að ekki verði heimilað að dreifa ösku yfir byggð eða væntanlega byggð. Þá verði líka útlistað að dreifingin skuli fara fram með sómasamlegum hætti, þar sem askan geymir jarðneskar leifar látins manns. 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.