Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 92

Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 92
aðstandendur látinna, því þá þarf ekki að flytja lík fram og aftur ffá sjúkrahúsi vegna kistulagningar né heldur þarf kistulagningin að fara fram í líkhúsi sjúkrahúss, heldur fer hún nú fram í kapellu í kirkjugarðinum, þar sem útbúin hefur verið hentug og hlýleg aðstaða. Vegna þeirrar auknu þjónustu, sem er kostnaðarsöm hjá kirkjugörðum. er reisa líkhús, þykir rétt að heimila þeim að leggja á sanngjamt geymslugjald. Um 11. gr. Brögð hafa verið að því á undanfomum árum að kirkjugarðsstjórn hafi ýmist veitt styrki eða lán til kirkjubygginga í svo miklum mæli að það hefur skert getu kirkjugarðsins til að annast sín lögbundnu verkefni með sómasamlegum hætti. Hefur Ríkisendurskoðun látið í té umsögn af þessu tilefni. Hún telur ekkert því til fyrirstöðu, ef fjárhagur er traustur, að lagaheimildin sé nýtt, en tekur fram að sé hverrar kirkjugarðsstjórnar að marka stefnu í þessum efnum, en einnig mætti hugsa sér að ráðuneytið kvæði á um þetta í reglugerð. Nefndin telur rétt að ráðuneytið setji reglur hér að lútandi, þar sem settar yrðu almennar reglur um fjárhagsstuðninginn. Um 12. gr. Nokkuð hefur borið á því að kirkjugarðsstjórnum sé ekki nægilega kunnugt um þær stærðir, sem skulu vera á grafarstæðum og duftreitum. Til að taka af tvímæli þykir ástæða að tilgreina stærðirnar í lögunum. Um 13. gr. Þeim fjölgar jafnt og þétt sem grafnir eru í duftreitum. Rétt þykir að fleiri ættmenni geti hvílt saman í duftreit en í hefðbundnum grafarstæðum og að fjölskyldur geti fengið úthlutað allt að 12 slíkum duftkersgröfum. Kirkjugarðsstjórnir munu rneta íjöldann eftir aðstæðum í sérhverjum kirkjugarði, en duftreitir eru óvíða í kirkjugörðum enn sem komið er. Um 14. gr. Almenningur les að jafnaði ekki Lögbirtingarblaðið og því þykir óheppilegt að blaðið skuli vera vettvangur auglýsinga eða tilkynninga, t. d. um niðurlagningu eða sléttingu kirkjugarðs. Til þess að tryggt sé, eftir því sem unnt er, að þær komi fyrir almemiings sjónir þykir nauðsynlegt að slíkar auglýsingar verði birtar með tryggilegum hætti, og því fer best á því að tilkynningarnar séu birtar í dagblöðum eða í öðrum blöðum, sem gefm eru út reglulega á viðkomandi stað. Um 15. gr. Hér er aðeins verið að gera nauðsynlega breytingu vegna þess að kirkjugarðaráð kemur í stað stjórnar Kirkjugarðasjóðs. Um 16. gr. Hér er gerð breyting vegna þess að kirkjugarðaráð kemur í stað stjórnar Kirkj ugarðasj óðs. Um 17. gr. Sú aðferð hefur gefíst vel, þegar um það er að ræða að sveitarfélög eigi að setja sér byggingarreglugerð eða lögreglusamþykkt, að lögð er skylda á ríkisvaldið að útbúa nokkurs konar grunnreglur, sem einstök sveitarfélög geti notast við, ef þau kjósa að setja ekki sérstakar reglur. Oft er um að ræða tímafrekt starf, ef einstök sveitarfélög ættu að setja sér eigin reglugerðir eða samþykkir. Þá er talið nægilegt að notast við grunnreglurnar. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.