Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 99

Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 99
Fyrirspurnir Fyrirspyrjandi sr. Dalla Þórðardóttir beindi spurningu til kirkjumálaráðherra „Eru einhverjar sérstakar takmarkanir á sölu þá í fyrra lagi prestssetursjarða, sem eru í notkun sem slíkar samkvæmt starfsreglum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. nr. 735/1998, og sem Prestssetrasjóður sér um, og í öðru lagi jarða sem hafa verið í flokki A, en sem hafa með ákvæðum kirkjuþings verið aflagðar sem embættisjarðir? Það eru t.d. Vatnsijörður í ísafjarðarprófastsdæmi, Bergþórshvoll í Rangárvallaprófastsdæmi og fleiri, en sem eru ennþá á forræði Prestssetrasjóðs.“ Fyrirspurn þessi er til komin aðallega vegna umræðna hér á þessu þingi og í fyrra og fyrr reyndar um mál Prestssetrasjóðs og aðallega um fjárhagsvanda hans sem til er kominn af því að verkefni hans eru ofvaxin tekjunum. í fyrra var bent á það að til þess að hann mætti standa við skuldbindingar sínar, bæði við viðhald prestssetranna og nú eins og við höfum haft fyrir okkur í ár. Til þess að standa undir nýbyggingu prestsseturs og kaupum á öðrum hefur verið bent á þann útveg að selja eignir til þess að veita tekjum inn í sjóðinn, og öllum er ljóst að það er að sönnu nauðvörn. En í umræðum á kirkjuþinginu hér kom fram í umræðum að óheimilt og jafnvel ógerlegt væri að selja ofangreindar jarðir og vísað er til skýrslu prestssetranefndar í því sambandi. Því er spurt: Eru vandkvæði á því að kirkjuþing geti heimilað sölu á þessum eignum? Nauðsyn ber til að ráðherra svari þessu þannig að umræða á kirkjuþingi og ákvarðanir um söluheimildir séu reistar á traustum og málefnalegum grunni sem endranær. Eg hef lokið fyrirspurn. Svar Hjalta Zóphóníassonar, fulltrúa kirkjumálaráðherra Herra forseti, ágæta kirkjuþing. Þið eruð með í möppu hjá ykkur sem heitir Lög og reglur m.a. prentun á lögunum um prestssetur. Ef við byrjum á því bara að lesa texta 4. greinar í þeim lögum þá segir þar: „Stjórn Prestssetrasjóðs er heimilt að kaupa og selja prestssetur eða réttindi sem tengjast þeim, en samningur verður ekki bindandi fyrir aðila nema kirkjuþing og dóms- og kirkjumálaráðherra hafi heimilað þá ráðstöfun. Þó er ekki heimilt nema með samþykki Alþingis að selja prestssetur eða réttindi sem þeim tengjast sem Prestssetrasjóður tekur við þegar lög þessi öðlast gildi.“ Eg fletti upp hvernig frumvarpið leit út sem var flutt. Þá var 4. greinin ekki svona. Síðasta setningin í þessu bættist við í meðförum þingsins, þetta síðasta um að atbeina Alþingis þyrfti til líka. En í greinargerð með 4. gr. sagði: „Akvæði þetta mælir fyrir um heimild sjóðsstjórnar til kaupa og sölu á prestssetrum. Tryggilegra þykir að gera áskilnað um að kirkjuþing skuli heimila slíka ráðstöfun svo að hún öðlist gildi. Enn fremur þykir rétt að áskilja að samþykki dóms- og kirkjumálaráðherra þurfi til slíkra ráðstafana. Sú regla helgast m.a. af því að frumvarp þetta tekur ekki til eiginlegs eignarhalds yfir prestssetrunum, eins og fyrr sagði. Því þykir rétt að tryggja ríkisvaldinu áfram vissan íhlutunarrétt með þessum hætti uns eignamál verða til lykta leidd.“ 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.