Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 100
Eins og við munum þá var talað um að umsýsluréttur færi til Prestssetrasjóðs en ekki
eiginlegur eignarréttur. Umsýsluréttur Prestssetrasjóðs var þannig og er að hann getur
keypt og hann getur selt, hvort sem það er prestssetur í formi húss, prestssetursjörð
eða prestssetur sem hefur verið aflagt sem prestssetur. Skorðurnar við þessu eru að
það þurfi samþykki frá kirkjuþingi, það þarf samþykki frá dóms- og
kirkjumálaráðimeytinu og síðan samþykki frá Alþingi. Og í ffv. til fjárlaga fyrir árið
2002 er í 7. gr. — þetta hét nú alltaf sjötta grein í gamla daga - þar er talið upp í
þremur liðum, sem heita 4.22—4.24 að það sé heimilt að selja prestssetursjörðina Ása
í Skaftártungu, að selja prestssetursjörðina Vatnsíjörð og að selja prestssetursjörðina
Bergþórshvol. Þannig að þegar þetta er samþykkt á Alþingi í fjárlögum þá er komin
heimild Alþingis til að selja.
Ég minnist þess þegar Vestmannaeyjar, áður en lögin tóku gildi þessi 1993, þá var
tvímenningsprestakall. Því var breytt í einmenningsprestakall og annar
prestsbústaðurinn seldur. Síðan varð breyting á og það var aftur upp tekið
tvímenningsprestakall. Þá reyndi nú Prestssetrasjóður að ná til sín þeim peningum til
að kaupa nýja prestssetrið. Það var ekki hægt. Þeim peningum hafði eðlilega verið
skilað í ríkissjóð áður þannig að hann varð að taka á sig skuldbindinguna við að kaupa
nýtt prestssetur.
í mínum huga er enginn vafi á því að þessi heimild er skýr. Sjóðurinn má kaupa og
selja en það þarf samþykki frá þremur aðilum. Takk fyrir.
96