Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 104

Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 104
Lokaorð forseta Kirkjuþings Á þessu Kirkjuþingi hafa verið tekin fyrir 26 mál. frv. til laga. starfsreglur. tillögur, skýrslur o.fl. Það er athyglisvert, að allar starfsreglumar fjórar, sem hafa verið settar á þessu þingi, eru til lítilla breytinga á öðrum eldri. Það segir bæði þá sögu, að setning nýrra starfsreglna mun ekki verða umfangsmikið verkefni á næstu árum og ekki síður, að reynslan hefur kallað á furðulitlar bre\tingar á hinum eldri. Ályktanir þingsins hafa hins vegar orðið þrettán. Kirkjuþing er nú að ljúka störfum á síðasta ári hins fyrsta kjörtímabils á grundvelli laganna um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunnar frá 1997. Eins og ffam hefur komið hafa störf þingsins síðustu árin fyrst og ffernst mótast af setningu hins \ tri ramma um starfsemi kirkjunnar, sem það fékk þá réttindi og skyldur til að gera. Það hefur sett nokkuð svip sinn á þá vinnu, að okkur hefur að ýmsu leyti fundist fyrirmæli laganna ekki nógu skýr og um önnur atriði væri eðlilegra að Kirkjuþing hefði frjálsar hendur. Það sama hefur einnig komið ffam á þessu þingi. Sjálfsagt hefðu viðhorf og vinnubrögð okkar við þetta verk verið önnur hefðum við haft reynslu þessara ára, þegar við hófum störfin á fyrsta þinginu, þó að væntanlega hefðum við komist að svipaðri niðurstöðu. Engu að síður er mikilvægt að Kirkjuráð reyni nú að loknum þessum lærdómstíma að meta hvemig árangurinn hefur orðið á vettvangi einstakra starfsreglna, hvemig er heildarmyndin, sem þær móta. hvemig hafa ákvæði þeirra reynst og hvað kunni þar að skorta á. Við slíka úttekt ber okkur öðrurn fulltrúum að leggja Kirkjuráði lið, að við hver og einn komum hugmyndum og ábendingum á framfæri við Kirkjuráð um það, sem við teljum að betur þurfi og geti farið. Þó að með lögum og starfsreglum sé nauðsynlegt að mæla fyrir um verksvið einstakra stofnana kirkjunnar, þá verður líka að gæta þess, að þær verði ekki til að byggja óæskilega múra milli þeirra. Fyrst og fremst ber þá að hafa í huga, að stofnunum er ætlað að vinna að sama markmiði og taka saman höndum við það. Margar hefðir, skráðar og óskráðar, ríkja innan kirkjunnar. Það þarf að íhuga vel, hvort innan hinnar nýju skipunar hjá kirkjunni megi ekki líka skapa óformlegar venjur og siði, sem tengja alla traustari böndum en unnt er með nokkrum öðrum hætti við hina sameiginlegu þjónustu, þar sem styrkur hvers og eins er ávinningur allra. Við þinglok þakka ég húsráðendum í Grensáskirkju fyrir framúrskarandi góðar móttökur í þessum veglegu húsakynnum. Þetta þing er það síðasta á kjörtímabilinu. Eg þakka Kirkjuþingsfulltrúum, varaforsetum, skrifurum og öðrum, fyrir samstarfið á þessum árum við hina miklu og sem betur fer, árangursríku vinnu, sem hefur náðst með sameiginlegu átaki. Jafnffamt vil ég þakka það umburðarlyndi, sem mér hefur verið sýnt, þrátt fyrir vinnuhörku, a.m.k. á fyrri árum. Þá vil ég þakka hinu ágæta starfsfólki Kirkjuþings fyrir alúð og ósérhlífni í sinni jákvæðu þjónustu. Síðast en ekki síst þakka ég biskupi Islands fyrir vináttu og stuðning. Það er að sjálfsögðu ómetanlegt að hafa slíkan samverkamann, sem alltaf er reiðubúinn að leggja góðum málum lið og leysa vanda. Efst í huga er sú ósk, að Kirkjuþingi auðnist á komandi árum að efla styrk sinn og íslensku kirkjunnar, svo að áhrif hennar verði sem mest í samfélaginu til að það þroskist á guðsríkisbraut. 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.