Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 2
PRAG 5. maí í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 2 í herbergi.Hotel ILF M/BÓK.AFSL. TIL 15. MARS Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 74.900 m/morgunmat Eiga von á þúsundum manna í Höllina Viðskipti NTC festi um mánaða- mótin kaup á félaginu GK Reykja- vík. Þetta staðfestir Svava Johansen, eigandi NTC. „Við höfum verið að leita í svo- lítið langan tíma að verslunar- plássi niðri í bæ. Það kom upp þessi staða, að verslunin var til sölu og við ákváðum að styrkja aftur stöðu okkar í miðbænum. Við erum mjög sátt með þessi kaup, þetta er mjög flott verslun og hún mun veðra rekin áfram með svipuðu sniði,“ segir Svava. Hún segir að starfsfólk GK haldi áfram. „Það kemur mikið af góðu fólki frá NTC ásamt fólkinu sem var og við reynum að tvinna þetta saman og fylla upp í einhver göt sem þarf að fylla upp í. En við kunnum vel við rótina sem þessi búð stendur á í dag. Við ætlum að styrkja hana enn betur á þessum grunni sem hún er og halda sama stíl og hefur verið,“ segir Svava. Húsnæðið við Skólavörðustíg 6 er með veitingaleyfi en ekki vín- veitingaleyfi. Svava segir ekki áform um að nýta veitingaleyfið á þessari stundu, en það geti breyst í fram- tíðinni. Svava segir að aukin verslun ferðamanna í miðbænum hafi spilað inn í ákvörðunina. „Við erum með Evu og eigum hlut í Fló og Fransí og við finnum að það er aukin sala til ferðamanna, þann- ig að þetta er þar af leiðandi nýr hópur,“ segir Svava. NTC er risi á fatamarkaðnum. Um tíunda hver króna sem Íslend- ingar verja í fatakaup hér á landi rennur til fyrirtækisins. Félagið hefur stundað fataverslun frá árinu 1976 og er með um 150 starfsmenn. Verslunum NTC fækkaði eftir hrun úr tuttugu niður í fimmtán, en fyrirtækið er nú í sóknarhug á ný. Velta þess nam 1,8 milljörðum árið 2014 þar sem það seldi ríflega þrjú hundruð þúsund flíkur, um eina flík á hvern Íslending. Ásamt GK Reykja- vík rekur félagið fimmtán verslanir í um 5.000 fermetra verslunarrými auk saumastofu, heildsölu og net- verslunar. „Þetta er bara spennandi, það er aldrei að vita nema við gerum eitt- hvað annað niðri í bæ,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC. saeunn@frettabladid.is Svava í Sautján kaupir GK Reykjavík NTC hefur fest kaup á GK Reykjavík. Verslunin mun verða rekin með svipuðu sniði og mun starfsfólk hennar halda áfram. Aukin umsvif ferðamanna höfðu áhrif á ákvörðun um kaupin. Frekari umsvif NTC í miðborginni koma til greina. Sýningin Verk og vit hefst í dag og stendur til 6. mars. Um 18.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll þegar hún var síðast haldin árið 2008 þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. Á vef sýningarinnar segir að sem dæmi um sýnendur megi nefna byggingar- verktaka, verkfræðistofur, tækjaleigur, skóla, fjármálafyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki, starfsmannaþjónustur, heildsölur og sveitarfélög. Fréttablaðið/Ernir Austlæg átt, 8-13 m/s og dálítil él framan af degi, en lægir síðan og rofar til. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. sjá síðu 38 Veður stjórnmál Píratar og Guð- mundur Steingrímsson í Bjartri framtíð hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lög um helgidagafrið verði afnumin. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að flutningsmenn þess sjái ekki ástæðu til að takmarka afþreyingu fólks á helgidögum þjóð- kirkjunnar þannig að það varði sekt- um að standa að bingói, happdrætti, dansleikjum eða öðrum samkomum á þessum dögum. Slíkar takmarkanir stríði gegn frjálsu samfélagi. – kbg Vilja bingó á helgidögum Efnahagsmál Sala á fólksbílum til einstaklinga jókst um 48,8 prósent fyrstu tvo mánuði ársins saman- borðið við sama tímabil í fyrra, að því er lesa má út úr nýjum tölum Bílgreinasambandsins. Nýskráning bíla er í heildina umtalsvert meiri, vegna áhrifa af sölu til bílaleiga, eða 72,9 prósent. Nýskráðir fólksbílar á tímabilinu eru sagðir hafa verið 2.267 á móti 1.312 á síðasta ári, eða aukning um 957 bíla. „Þar af eru nýskráðir bílaleigu- bílar 892 stykki eða 85 prósent af nýskráningum. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388,“ segir í tilkynningu Bílgreinasam- bandsins. Sambandið segir að þótt sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áfram- hald sé á þeirri þróun, þá sé aðal- drifkraftur í sölu nýrra bíla fjölgun ferðamanna. – óká Sala fólksbíla jókst um 49% skipulagsmál Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vís- indagarða Háskóla Íslands, rituðu í gær undir samkomulag um nýjar stúd- entaíbúðir og stækkun Vísindagarða Háskóla Íslands. Samkomulagið felur í sér bygg- ingarrétt fyrir um 240 til 300 stúd- entaíbúðir. Flestar íbúðanna, sem samkomulagið tekur til, verða á reit Vísindagarða Háskóla Íslands á horni Sæmundargötu og Eggertsgötu í nágrenni við aðra stúdentagarða. Hluti þeirra verður þó við Gamla garð sem er elsti stúdentagarður Háskólans, en hann var opnaður fyrir rúmum 80 árum. Eftirspurn stúdenta eftir íbúðum hefur verið gríðarlega mikil og eftir- spurnin er mest á háskólasvæðinu. Félagsstofnun stúdenta á nú um 1.100 stúdentaíbúðir og því felur samkomu- lagið í sér verulega fjölgun íbúða. – þv Veruleg fjölgun stúdentaíbúða Skrifað undir samningana. Mynd/HáSkóli ÍSlandS ntC rekur fimmtán verslanir, meðal annars Evu og Fló og Fransí í miðbænum. Fréttablaðið/anton Það kemur mikið af góðu fólki frá NTC ásamt fólkinu sem var og við reynum að tvinna þetta saman og fylla upp í einhver göt sem þarf að fylla upp í. Svava Johansen, eigandi NTC 3 . m a r s 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 7 -0 3 2 0 1 8 A 7 -0 1 E 4 1 8 A 7 -0 0 A 8 1 8 A 6 -F F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.