Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 68
3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r44 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð bíó Frumsýningar London Has FaLLen Spennumynd Aðalhlutverk Gerard Butler, Aaron Eckhart, Morgan Freeman og Angela Bassett. IMDb 6,8/10 Frumsýnd: 4. mars THe BroTHers GrimsBy Gamanmynd Aðalhlutverk: Sacha Baron Cohen, Mark Strong og Isla Fisher IMDb 6,8/10 Rotten Tomatoes 50% Frumsýnd: 4. mars Gods oF eGypT Ævintýramynd Aðalhlutverk: Brenton Thwaites, Nikolaj Coster-Waldau og Gerard Butler IMDb 5,6/10 Frumsýnd: 11. mars KVIKmYnDIr Fyrir framan annað fólk HHHH Leikstjórn: Óskar Jónasson Aðalleikarar: Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórir Sæ- mundsson Handrit: Óskar Jónasson, Kristján Þórður Hrafnsson Framleiðendur: Kristinn Þórðarson, Leifur B. Dagfinnsson, Helga M. Reykdal Myndataka: Bergsteinn Björgúlfsson Klipping: Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson Tónlist: Atli Örvarsson Leikmynd: Sveinn Viðar Hjartarson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Fyrir framan annað fólk er fyrsta gamanmynd Óskars Jónassonar í fullri lengd í næstum tvo áratugi, eða síðan Perlur og svín kom út árið 1997. Hann hefur þó fengist við grín í sjónvarpi síðan þá en síðustu tvær bíómyndir hans voru af allt öðrum toga en þær fyrstu tvær. Hérna er hann þó á aðeins öðrum slóðum en í fyrstu tveimur myndum sínum og mætti e.t.v. lýsa Fyrir framan annað fólk sem örlítið Woody Allen- legri rómantískri gamanmynd. Hún segir frá hlédræga auglýsingateiknar- anum Húberti sem tekst að heilla stúlku að nafni Hönnu með því að herma eftir yfirmanni sínum og for- seta Íslands. Húbert byrjar að stunda þessir eftirhermur af fullum krafti en á endanum hættir hann að ráða við þetta og byrjar að herma eftir fólki ósjálfrátt. Þetta hefur áhrif á samband hans við Hönnu og Húbert þarf að gera eitthvað í málunum. Hugmyndin á bak við myndina er í senn einföld og óvenjuleg. Á vissan hátt er þetta ósköp venjuleg róman- tísk gamanmynd, en með ákveðnu „twisti“ sem gefur henni áhugaverðan blæ. Myndir af einmitt þessu tagi hafa í raun lítið sést á Íslandi hingað til. Fyrir utan rómantíkina ganga svona myndir yfirleitt út á að skapa skemmtilegar en um leið vandræðalegar aðstæður, áhugaverða og litríka karaktera og heimspekilegar vangaveltur. Nóg er af því hér. Í stuttu máli sagt er Fyrir framan annað fólk vel heppnuð. Hún er fyndin, vel leikin, fagmannlega gerð og umfram allt bráðskemmtileg. Það sem lætur hana virka fyrst og fremst eru líflegir og eftirminnilegir karakt- erar. Húbert er hlédrægur og vand- ræðalegur á yfirborðinu en þegar eftir- hermurnar fara á kreik verður hann fyndinn og Snorra Engilberts tekst að gera Húbert mjög trúverðugan. Tveir leikarar skara þó mest fram úr, þeir Hilmir Snær Guðnason sem yfirmaður Húberts og Pálmi Gestsson sem faðir Hönnu. Hilmir Snær er eins og fæddur til að leika karakterinn sem er hálfgerður drullusokkur sem maður getur samt ekki annað en elskað. Ást hans á Ítalíu og ítalskri menningu er skemmtilegur eiginleiki í þessum karakter og Ítalía er hálfgert þema í myndinni allri þar sem ítölsk dægur- lög koma mikið við sögu í henni. Pálmi Gestsson er litlu síðri en Hilmir og hefur í raun sjaldan verið skemmti- legri. Hann leikur týpu sem margir kannast við, óvirkan alkóhólista sem talar alltaf um sig í þriðju persónu og finnst Bubbi Morthens vera svalasti maður á Íslandi. Umfram allt er Fyrir framan annað fólk afskaplega fyndin en hún hefur þó líka nokkra dýpt sem gefur henni aukið gildi. Eftirhermuáráttu Húberts mætti líta á sem metafóru fyrir ein- hvers konar sjúkdóm, jafnvel ein- kenni af þunglyndi eða einhverfu. Í myndinni eru ekki tekin beint fyrir slík vandamál heldur eru þessir hlutir settir í skemmtilegan búning þann- ig að myndin fær mann til að hlæja en skilur um leið eftir sig þegar hún er búin. Þetta tengist líka pælingum um eðli sambanda sem myndin veltir beint og óbeint vöngum yfir, eins og t.d. hvar fólk setji mörkin þegar kemur að ástinni. Ef það er eitthvað sem má setja út á myndina þá er það kannski að þró- unin í sögunni upphaflega er pínu klunnaleg, persónur segja hver annarri beint út að gera hluti sem hefði alveg mátt gera á sjónrænan máta. Einnig er vert að benda á að karlpersónurnar í myndinni virka yfir höfuð dýpri en kvenpersónurnar, karlarnir eru í það minnsta mun meira áberandi og fá meira að gera. Húbert hefur t.d. aðeins meiri persónuleika en Hanna og faðir Hönnu er mjög eftirminnilegur á meðan móðir hennar er í raun bara dæmigerð eldri kona. Atli Sigurjónsson nIðUrsTaða: Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem tekur gamlar hugmyndir og setur þær í ferskan búning. Myndin er vel leikin, fagmannlega gerð og mjög fyndin. Að herma eða ekki herma eftir Bráðskemmtileg og Woody Allen-leg stjörnum prýdd gamanmynd Óskars Jónassonar Á vissan hátt er þetta ósköp venjuleg rómantísk gamanmynd, en með ákveðnu „twisti“ sem gefur henni áhugaverðan blæ. 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -3 E 6 0 1 8 A 7 -3 D 2 4 1 8 A 7 -3 B E 8 1 8 A 7 -3 A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.