Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 26
Bréf Árna Páls til Samfylkingar-fólks hefur vakið miklar vanga-veltur. Ekki aðeins um stöðu
flokksins og formannsins, heldur
einnig um ástæður fyrir vaxandi hrak-
förum krataflokka víða um Evrópu.
Bréfið ber þess merki að for-
manni Samfylkingarinnar finnst að
sér þjarmað og svarar með því að
vísa ábyrgðinni á gengi flokksins frá
sjálfum sér og til flokksins í heild. Þó
að skýringar Árna Páls á málinu séu
yfirborðslegar þá kemst hann ekki
hjá því að gagnrýna stefnu síðustu
ríkisstjórnar. Sú gagnrýni rímar
að nokkru leyti við sjónarmið sem
komu fram innan stjórnarflokka
þess tíma og því ekki hægt að segja
að þau hafi ekki komið fram tíman-
lega til að verða að gagni.
Hvað er vinstristefna?
Ef Árni Páll ætlar að vera marktækur
í sínu uppgjöri verður hann að
útskýra hvers vegna ekki var hlust-
að á gagnrýni af þessum sama toga
þegar ríkisstjórnin var að störfum
og ákvarðanir voru teknar. Hann
verður líka að fara dýpra og segja t.d.
hvernig hefði átt að taka sér stöðu
með fólki gegn fjármálakerfi. Hefði
það t.d. falið í sér að reka bankana
á félagslegum forsendum og taka á
rót skuldavandans með því að lækka
vexti húsnæðislánanna niður í næst-
um ekkert, í stað þess að afhenda
bankana svokölluðum kröfuhöfum
til að blóðmjólka fólkið og reka
þúsundir þeirra fátækustu út á götu?
Vinstristefna snýst nefnilega ekki
um það hve mikið betlifé má klípa
út úr auðvaldinu á hverjum tíma
heldur að breyta aðferðunum við
að skipta gæðum samfélagsins. Það
hafa aftur á móti flokkar sem kenna
sig við sósíaldemókratí víðast hvar
ekki þorað eða viljað. Þess í stað hafa
þeir tekið að sér að velta afleiðingum
kreppunnar yfir á fátæka alþýðu og
tryggja að auðstéttin haldi fengnum
hlut. Það er í stuttu máli innihaldið í
stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og
VG fyrir fáum árum og það sama er
upp á teningnum í mörgum löndum.
Víðast hafa þessir flokkar goldið
fyrir með miklu fylgistapi en þar
með er ekki öll sagan sögð. Þetta
kemur líka niður á heiðarlegum
vinstriflokkum, sem af fullri alvöru
berjast gegn alræði auðstéttarinnar
og fyrir breyttu samfélagi. Vonbrigði
með meinta vinstriflokka geta líka
ýtt undir hvers konar fasistaflokka
og aðra lýðskrumsflokka sem þrífast
á glundroða, óvissu og upplausn.
Ekki einkamál
Samfylkingarinnar
Sjálfsgagnrýni Árna Páls er því ekki
einkamál Samfylkingarinnar heldur
snertir hún alla samfélagsgagn-
rýni frá vinstri. Auk þess beinist
gagnrýnin ekki síður að samstarfs-
flokknum, VG. Ef einhver er heima
á þeim bæ væri auðvitað sérstök
ástæða til að heyra viðbrögð þeirra
við þessari gagnrýni. En athygli vekur
að títtnefnt bréf hefur ekki fengið
mikil viðbrögð hjá forystumönnum
annarra flokka þó að boðskapur þess
þyki tíðindum sæta fyrir áræði. Það
á eftir að koma í ljós hvort það var
skrifað af hugrekki eða í nauðvörn til
að bjarga eigin skinni. Einnig á eftir
að koma í ljós hvort umræðan verður
málefnaleg eða snýst eingöngu um
hugsanlegan eftirmann. Þegar allt
um þrýtur má vísa til ummæla Ótt-
ars Proppé um áhuga fyrir R-lista
ævintýri. Kannski verður R-listinn
eina svarið.
Það er ánægjulegt að verða vitni að vitundarvakningu um áhrif hljóðs og hávaða
á lífsgæði hér á landi. Við getum
gert betur. Enn þann dag í dag er
verið að gera mistök sem vönduð
ráðgjöf gæti komið í veg fyrir með
tiltölulega litlum tilkostnaði.
Hljóðfræði (e. acoustics) er því
miður ekki kennd svo nokkru
nemi við háskóla landsins. Því
verður að breyta. Það eru veru-
legir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt
samfélag að tryggja lágmarksþekk-
ingu á þessu fræðasviði eins og
öðrum. Alþjóða heilbrigðisstofn-
unin (WHO) hefur með sívaxandi
þunga allar götur frá árinu 1980
verið að benda á mikilvægi góðrar
hljóðvistar fyrir heilsu okkar og
líðan. Á Norðurlöndum hafa menn
af því áhyggjur að skortur verði
á fagfólki með hljóðmenntun á
komandi árum. Þar gera háskól-
arnir þó talsvert betur en hér á
landi.
Átak sveitarfélaga til að bæta
hljóðvist í leik- og grunnskólum
og allt of hljómmiklum íþrótta-
sölum er mjög ánægjulegt.
Heyrnarskerðing er útbreiddur
atvinnusjúkdómur meðal kenn-
ara. Nokkuð hefur verið rætt um
raddheilsu þeirra upp á síðkastið.
Af þeim sökum vill bera við að
gerðar séu óraunhæfar kröfur til
hljóðhönnunar skólahúsnæðis.
Umræðan vekur spurningar um
hvort verðandi kennarar fái næga
raddþjálfun í náminu.
Stór opin kennslurými sem nú
tíðkast, þar sem börnin eru í sjálf-
stæðri vinnu á sinni vinnustöð
eins og í atvinnulífinu, kalla á nýja
kennsluhætti. Í þannig rýmum,
sem verða að vera mjög hljóðdeyfð
til þess að halda hljóðstigi frá starfi
barnanna í skefjum, er óskyn-
samlegt að reyna að ná til allra
barnanna í einu á sinni vinnustöð.
Skynsamlegra er að kennari kalli
börnin til sín og hafi þau sem næst
sér við fyrirlestra. Það léttir veru-
lega álagi á röddina.
Sama á við um íþróttakennara.
Það er ekkert vit í því að reyna
með órafmagnaðri röddu að reyna
að ná enda á milli í íþróttasölum.
Með flautu geta íþróttakennarar
kallað börnin til sín, til þess að
gefa þeim fyrirmæli; ef tala á við
öll börnin í einu.
Bandarísku hljóðfræðisamtökin
(Acoustical Society of America)
hafa fremur mælt gegn notkun
hljóðkerfa í kennslu nema þá
fyrir heyrnarskert börn. Þá er
samskiptaleiðin frá kennara til
nemenda rafmögnuð á meðan tjá-
skiptin frá nemanda til kennara og
á milli nemenda eru það ekki og
því hætta á að þau séu bæld niður.
Það getur vart talist gott kennslu-
umhverfi.
Varanlegt heilsutjón
Háværu tónleikarnir, skemmti-
staðirnir og veitingastaðirnir eru
nokkurt áhyggjuefni. Þar þarf að
bæta mæliaðferðir eftirlitsaðila
og herða reglur. Heyrnin er í húfi.
Heyrnarfrumur sem deyja vegna
of mikils álags endurnýja sig ekki.
Varanlegt heilsutjón verður sem
erfitt getur reynst að átta sig á fyrr
en skaðinn er skeður. Skert heyrn
er veruleg fötlun eins og þeir vita
sem reynt hafa. Hlutfall heyrnar-
skertra fer stöðugt vaxandi hér á
landi. Við skotveiðar ættu menn
ætíð af hafa fullnægjandi heyrnar-
vörn.
Mikil framför hefur orðið í
reglugerðum og hljóðstöðlum á
nýliðnum árum. Því ber að fagna.
Fyrir nýbyggingar eru skilgreindar
lágmarkskröfur (flokkur C) og
gæðaflokkar (flokkar A og B) vilji
menn gera betur en skyldan býður.
Í nokkrum verkum í Noregi en ein-
ungis í einu verki hér á landi hefur
greinarhöfundur verið beðinn að
uppfylla flokk B í hljóðhönnun.
Það var eigandi Sigló hótels á
Siglufirði sem hugsaði svo stórt.
Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið.
Reynslan sýnir að góð hljóðvist
og þær aðgerðir sem grípa þarf
til þurfa ekki að kosta nema örfá
prósent af byggingarkostnaði sé
hugað að þeim strax í upphafi.
Sem dæmi má nefna að í höfuð-
stöðvum Íslenskrar erfðagrein-
ingar sem kostuðu uppkomnar um
3 milljarða króna á sínum tíma var
kostnaður við hljóðaðgerðir ein-
ungis um 30 milljónir króna eða
um 1% af stofnkostnaði. Þessu fé
er vel varið og það skilar sér marg-
falt í bættu vinnuumhverfi, betri
líðan og afköstum nemenda og
starfsfólks.
Í nýútkominni bók Ragnhildar Thorlacius um Brynhildi Georgíu Björnsson er áhugaverð
umfjöllun um stöðu þýskra flótta-
manna í Danmörku. Brynhildur
lendir í því að þýskt barn deyr í
höndum hennar þegar það fær ekki
læknisaðstoð og markar það mjög
afstöðu hennar gegn Dönum.
Á síðustu mánuðum seinni
heimsstyrjaldarinnar flúðu mjög
margir Þjóðverjar undan sókn
Rauða hersins. Um 250.000 flótta-
menn fóru til Danmerkur sem var
þá enn hernumin af Þjóðverjum.
Þýsk yfirvöld gáfu þessum flótta-
mönnum forréttindastöðu í Dan-
mörku sem skapaði andúð í þeirra
garð hjá Dönum. Þeim var komið
fyrir í skólum, samkomuhúsum og
fyrirtækjum þar sem var pláss. Ólíkt
því sem er í dag þá voru þetta mest-
megnis ungmenni, gamalmenni og
konur. Mjög margir voru aðfram-
komnir enda mikill skortur á nauð-
synjum í lok stríðsins.
Þetta gerðist á sama tíma og þús-
undir Dana voru sendar í fanga- og
útrýmingarbúðir í Þýskalandi og
það litaði enn frekar afstöðu Dana
til þessara flóttamanna.
Skorti flestar lífsnauðsynjar
Í lok apríl höfðu þýsk yfirvöld ekki
lengur stjórn á stöðunni og flótta-
mennina skorti flestar lífsnauðsynj-
ar eins og mat og læknisþjónustu.
Lík voru ekki grafin en söfnuðust
upp í kjöllurum og vöruhúsum.
Við uppgjöf Þjóðverja tóku dönsk
yfirvöld við umsjá flóttamannanna
og dreifðu þeim í minni hópa og
notuðu meðal annars herbúðir
sem Þjóðverjar höfðu byggt. Oft
voru settar girðingar til að halda
flóttamönnunum inni til að koma í
veg fyrir að þeir hefðu samneyti við
Dani. Í flestum búðanna var hvorki
til nægur matur né læknisaðstoð.
Sérstaklega til að byrja með.
Ástandið var verst rétt fyrir og
eftir uppgjöf Þjóðverja. Danski
læknirinn og sagnfræðingurinn
Kirsten Lylloff hefur sýnt fram á
að bæði danskir læknar og danski
Rauði krossinn synjuðu þýsku
flóttamönnunum um aðstoð. Þar
réð miklu afstaða Dana til Þjóð-
verja en það var líka vegna skorts
á sjúkragögnum og þess að meðal
flóttamannanna brutust út far-
sóttir sem verið var að sporna við að
næðu meiri dreifingu í Danmörku.
Árið 1945 er talið að um 13.000
þýskir flóttamenn hafi dáið, þar af
7.000 börn yngri en 5 ára.
Breska hernámsliðið sem kom til
Danmerkur tók síðan þá ákvörðun
að þýsku flóttamennirnir þyrftu að
vera áfram í Danmörku um skeið
þar til að ástandið í Þýskalandi
yrði stöðugra. Flóttamennirnir
voru sendir heim til Þýskalands frá
nóvember 1946 til febrúar 1949.
Þýsk yfirvöld greiddu Dönum að
lokum 160 milljónir danskra króna
fyrir aðstoð við flóttamennina á
árunum 1953 til 1958.
Hafa verður í huga við þessa
lesningu að þegar þetta gerist þá er
Danmörk búin að vera hernumin af
Þjóðverjum í fimm ár og litaði það
mjög afstöðu Dana. En það er líka
áhugavert að skoða í samhengi við
þá flóttamenn sem í dag koma til
Evrópu frá fjarlægari löndum.
Þýskir flóttamenn í Danmörku í lok seinna stríðs
G. Jökull
Gíslason
stundakennari
við Endur-
menntun Háskóla
Íslands
Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun
þurfi í mörgum tilfellum að endur-
vinna fyrra mat á virkjunarkostum
í verndarflokki út frá nákvæmari
skilgreiningu á svæðismörkum.
Þessi fullyrðing hans stenst ekki því
í skýringum við lög um rammaáætl-
un er tekið fram að virkjunarsvæði
í vatnsafli miðist við allt vatnasvið
fallvatns ofan þeirrar virkjunar
sem nýtir fallið og farveg fallvatns-
ins neðan virkjunar. Hugmyndir
um að það dugi að breyta útlínum
virkjunarhugmynda í verndarflokki
lítillega, eins og t.d. Norðlingaöldu-
veitu, og kalla þær nýju nafni eru því
ekki gjaldgengar.
Rammaáætlun byggir á því að
skoða margar tillögur um virkjanir
samtímis og draga í þrjá dilka; land-
svæði sem vænlegt væri að virkja
(nýtingarflokk), svæði sem skoða
þyrfti betur (biðflokk) og svæði
sem heilladrýgst er að hlífa við
virkjunarframkvæmdum (verndar-
flokk). Þær leikreglur sem Alþingi
setti um rammaáætlun með lögum
kveða skýrt á um að hefja skuli
undirbúning að friðlýsingu land-
svæða sem ástæða þykir til að frið-
lýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu
ákvæði laganna hefur umhverfis-
ráðherra ekki sinnt sem skyldi.
Markmið rammaáætlunar er að
ná sem víðtækastri sátt um land-
nýtingu með víðtæku samráði,
opnu matsferli og greiningu hæf-
ustu sérfræðinga. Það var grund-
vallaratriði að svæði sem færu í
verndarflokk yrðu ekki tilefni til
frekari átaka gagnvart virkjunará-
formum; og að næsta stig í umfjöll-
un um þessi svæði yrði tillaga að
verndun þeirra.
Þessu vill orkumálastjóri nú
breyta orkugeiranum í hag. Gangi
áform hans og Landsvirkjunar eftir
yrði grundvelli rammaáætlunar
raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi
vits vildi ekki hleypa Orkustofnun
að svæðum sem hann jafnframt
hafði falið umhverfis- og auðlinda-
ráðherra að undirbúa fyrir frið-
lýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið
sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði
löggjafinn skapað mikla óvissu um
friðlýsingarferlið og um leið stofn-
að til meiri vanda en hann var að
reyna að leysa.
Að heimila, Orkustofnun, opin-
berri stjórnsýslustofnun, að eftir
hentugleika leggja fram tillögur
að virkjunum á svæðum sem lög-
gjafarvaldið hefur áður ákveðið að
beri friðlýsa, stenst hvorki lög né
góða stjórnsýsluhætti.
Að lokum, mikla furðu vekur að
orkumálastjóri skuli leyfa sér að
ráðast á verkefnisstjórn ramma-
áætlunar með órökstuddum ásök-
unum um að þar fari fámenn klíka
sem framið hafi valdarán. Slíkur
málflutningur skaðar trúverðug-
leika þeirrar mikilvægu stofnunar
sem hann fer fyrir.
Stöndum vörð um grundvöll
rammaáætlunar
Tryggvi Felixson
Starfaði við
gerð 1. áfanga
rammaáætlunar
Danski læknirinn og sagn-
fræðingurinn Kirsten Lylloff
hefur sýnt fram á að bæði
danskir læknar og danski
Rauði krossinn synjuðu
þýsku flóttamönnunum um
aðstoð. Þar réð miklu afstaða
Dana til Þjóðverja en það var
líka vegna skorts á sjúkra-
gögnum.
Reynslan sýnir að góð hljóð-
vist og þær aðgerðir sem
grípa þarf til þurfa ekki að
kosta nema örfá prósent af
byggingarkostnaði sé hugað
að þeim strax i upphafi.
Sjálfsgagnrýni Árna Páls
er því ekki einkamál Sam-
fylkingarinnar heldur snertir
hún alla samfélagsgagnrýni
frá vinstri.
Af hljóði
Ólafur
Hjálmarsson
verkfræðingur
Kreppa og kratafár
Þorvaldur
Þorvaldsson
trésmiður og
formaður Alþýðu-
fylkingarinnar
3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
0
3
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
7
-3
4
8
0
1
8
A
7
-3
3
4
4
1
8
A
7
-3
2
0
8
1
8
A
7
-3
0
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
0
s
_
2
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K