Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 60
1813 Bretar og Svíar skrifa undir Stokkhólmssáttmála. 1875 Carmen, ópera George Bizet, er frumsýnd í París. 1931 Bandaríkin taka formlega upp „The Star Spangled Banner“ sem þjóðsöng. 1944 Bandarískar herflugvélar fljúga í fyrsta sinn yfir Berlín í seinni heimsstyrjöldinni. 1974 DC-10 þota Turkish Airlines hrapar fljótlega eftir flugtak frá Orly-flugvelli í París með þeim afleiðingum að 350 láta lífið. 1997 Björk Guðmundsdóttir tekur við tónlistarverðlaunum Norð- urlandaráðs í Ósló. 1999 Um það bil 74 milljónir sjónvarpsáhorfenda í Bandaríkjunum fylgjast með Monicu Lewinsky ræða um samband sitt við Bill Clin- ton, þáverandi Bandaríkjaforseta. Merkisatburðir Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 1. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 8. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigríður Ágústsdóttir Iðunn Elsa Kristinsdóttir Sverrir Örvar Sverrisson Brynhildur Daðína, Hákon Þorri Elsa Kristinsdóttir Magnús Páll Albertsson Sverrir Albertsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Helgason fv. framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, Þjóttuseli 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landspítalann. Stefanía G. Björnsdóttir Sveinbjörg Jónsdóttir Sigurður Óli Hákonarson Stefán Helgi Jónsson Guðbjörg Sigrún Bergsdóttir Rannveig Jónsdóttir Reynir Óli Þorsteinsson Sigríður Ragna, Jón Helgi, Friðrika, Ólafur, Sveinbjörg Þóra og Lára Salvör Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ástu Þórunnar Vilbergsdóttur Hjalladæl 7 á Eyrarbakka. Óskar Magnússon Lillian V.R. Óskarsdóttir Júlíus Ólafsson Ragnheiður Óskarsdóttir Birgir Edwald Sigríður Óskarsdóttir Vilbergur Magni Óskarsson Brynja Björgvinsdóttir Eyrún Óskarsdóttir Edda Óskarsdóttir Ólafur Andri Ragnarsson Hallgrímur Óskarsson Þórunn Jóna Hauksdóttir ömmubörn og langömmubörn. Faðir okkar, Sighvatur Arnórsson frá Miðhúsum í Biskupstungum, andaðist á Kumbaravogi þann 24. febrúar. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadal. Fyrir hönd aðstandenda, Geirþrúður, Hjálmur, Arnór, Helga, Ingunn og Hallur „Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svo- leiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eigin- konu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heim- sókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni en það er uppáhalds- staðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Fram undan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. 13. mars verður einn fjöl- hæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Akureyrar í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvald- ur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði. gudrunjona@frettabladid.is Ég kem til með að halda afmælið í Berlín Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag en hann mun eyða deginum í flugvél. Hann og kona hans, Þórunn Geirsdóttir, ætla að halda upp á afmælið í menningarborginni Berlín, þar sem þau ætla að njóta þess sem borgin býður upp á. Íslenska kvikmyndin Atómstöðin var frumsýnd þennan dag árið 1984 í leikstjórn Þorsteins Jónssonar. Kvik- myndin er byggð á samnefndri skáld- sögu Halldórs Kiljans Laxness og sú fyrsta sem Íslendingar gerðu upp á eigin spýtur, eftir bókum hans. Hún var líka dýrasta kvikmynd sem Íslendingar höfðu gert til þess tíma, kostaði fjórtán milljónir króna. Atómstöðin fjallar um líf sveitastúlk- unnar Uglu sem kemur til borgarinnar og ræðst sem þjónustustúlka til Búa Árland og hans borgaralegu fjölskyldu. Með hlutverk Uglu í myndinni fer Tinna Gunnlaugsdóttir og Búa Árland leikur stórleikarinn Arnar Jónsson. Nóbelsskáldið var ánægt með mynd- ina eftir frumsýningu. Hins vegar taldi Halldór söguna bara ekki nógu góða hjá sér enda hefði hann rubbað henni af á svipstundu. Þ ETTA G E r ð i ST : 3 . M A r S 1 9 8 4 Kvikmyndin Atómstöðin var frumsýnd Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, er fimmtugur í dag. Mynd/Þröstur Ernir ViðArsson Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. 3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r36 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð tímamót 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -0 8 1 0 1 8 A 7 -0 6 D 4 1 8 A 7 -0 5 9 8 1 8 A 7 -0 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.