Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 32
Á vefsíðu bandarísku sjónvarps-
konunnar Opruh Winfrey, oprah.
com, eru tekin saman tíu atriði í
förðun sem gætu látið líta út fyrir
að viðkomandi sé eldri en hann í
raun er.
Mistök 1
Of mikill farði
Farði sest í fínar línur og hrukk-
ur og minnkar náttúrulegan ljóma
húðarinnar. Nota ætti farða aðeins
til þess að jafna út litamismun og
óþarfi er að láta hann þekja hvern
blett andlitsins.
Mistök 2
Baugar huldir
Varast ætti að nota of mikinn
hyljara á bauga undir augu. Hylj-
arinn gæti falið skugga undir
augum en hann beinir athyglinni
einnig að því svæði þar sem þar
myndast oft snemma fínar línur
vegna þess að húðin undir augun-
um er svo þunn.
Mistök 3
Mjög dökkir varalitir
Dökkar varir virðast vera minni
en þær eru þar sem dökkir litir
láta yfirleitt allt líta út fyrir að
vera minna en það er. Og flest-
ir vilja frekar láta líta út fyrir að
vera með stærri varir en minni.
Til þess að gera það ætti því að
nota bjartari liti.
Mistök 4
Púðurnotkun
Ung húð ljómar og endurkastar
ljósi. Púður kemur í veg fyrir að
ljós endurkastast og ýkir hrukkur
í húðinni.
Mistök 5
svartur augnblýantur
Ekki sleppa að nota augnblýant,
hann lætur augun líta út fyrir að
vera meira opin, en betra er að
nota frekar brúnan lit í stað þess
svarta. Látið litinn líka dreifa að-
eins úr sér en ekki hafa línurnar of
breiðar, þá geta augnalokin sýnst
þyngri en þau eru.
Mistök 6
Of mikill varablýantur
Ef línur í kringum munninn eru
of áberandi gætu varirnar litið út
fyrir að vera strekktar. Ef vara-
blýantur er notaður ætti hann að
vera í sama lit og varirnar, ekki
varaliturinn.
Mistök 7
Maskari á neðri augnhár
Ef neðri augnhár eru máluð eða
augnblýantur settur undir augun
gæti það látið húðina í kringum
þau líta út fyrir að vera slappari en
hún er og gert bauga meira áber-
andi.
Mistök 8
Enginn kinnalitur
Rjóðar kinnar gefa líflegra útlit
og ef kinnaliturinn er borinn rétt
á getur hann gefið smávegis lyft-
ingu. Best er að brosa við spegl-
inum og setja svo kinnalitinn rétt
fyrir ofan mesta holdið, dreifa svo
litnum með hringlaga hreyfingu
í átt að gagnauganu með stórum
bursta.
Mistök 9
Varalitað beint úr stautnum
Útlínur varanna mýkjast með aldr-
inum og því er algengt að varalit-
urinn smitist út fyrir. Notið því
fingur eða varalitarbursta til að
setja varalitinn á, leggið áherslu á
innri hluta varanna og dreifið svo
litnum í átt að útlínunum.
Mistök 10
Of dökkur augabrúnalitur
Náttúrulegur litur augabrúnanna
lýsist með árunum þannig að sá
litur sem kona notar á þrítugsaldri
virðist of dökkur á henni þegar
hún er komin á sextugsaldurinn.
Notið lit sem er örlítið ljósari en
sá náttúrulegi.
AlgEng Mistök
Förðun getur látið okkur líta vel út og dregið fram sterkustu hliðar
okkar en hún getur líka virkað þveröfugt og látið okkur líta verr út.
Ekki sleppa að nota augnblýant, hann lætur augun líta út fyrir að vera meira opin, en betra er að nota frekar brúnan lit í stað
þess svarta. NORDIC PHOTOS/GETTY
NORDIC PHOTO/GETTY
Notið fingur eða varalitabursta
til að bera varalitinn á í stað þess
að nota hann beint úr stútnum, þá
smitast hann síður út fyrir.
3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X X
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Síðar skyrtur
12.900 kr.
2 litir: kremhvítt
og svart.
Stærð 38 - 50.
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Nýjar vörur
streyma inn
Stærðir 38-58
Bragðgóðir réttir,
fullir af þarflegum
næringarefnum.
Hollusturettir
F ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a
0
3
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
2
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
7
-5
7
1
0
1
8
A
7
-5
5
D
4
1
8
A
7
-5
4
9
8
1
8
A
7
-5
3
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
2
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K