Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 24
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
A Ð A L F U N D U R
Brú félag stjórnenda heldur aðalfund sinn mánudaginn
14. mars 2016 kl. 19:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50d.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundastörf • Kosningar til stjórnar
Kosið skal um:
• Formann til eins árs • Varaformann • Ritara • Gjaldkera
• Einn varamann • Nefndir • Skoðunarmenn reikninga.
Félagar fjölmennum !!
Stjórnin.
Öll rök hníga að því að byggja í Vatnsmýri og stjórnmálamenn ættu að fylgja niður-stöðum Rögnunefndar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í þessu blaði hinn 11. nóvember sl. að Icelandair Group
væri fylgjandi því að skoða Hvassahraun sem stað fyrir
innanlandsflugið eins og Rögnunefndin lagði til. „Verði
það niðurstaðan að Reykjavíkurflugvöllur víki þá hefur
verið sýnt fram á þjóðhagslega hagkvæmni þess að byggja
upp í Hvassahrauni,“ sagði Björgólfur.
Meirihluti kaus með því að Reykjavíkurflugvöllur færi
úr Vatnsmýri eftir árið 2016 í atkvæðagreiðslu 17. mars
2001. Aðeins 37 prósent mættu á kjörstað og því var
niðurstaðan ekki bindandi. Öll rök hníga hins vegar að
því að loka flugvellinum. Rögnunefndin komst að þeirri
niðurstöðu að Hvassahraun væri besti kosturinn fyrir
innanlands- og millilandaflug. Á þessu ári stendur til að
fjárfesta fyrir 20 milljarða króna til að stækka Leifsstöð.
Þessi fjárfesting er nauðsynleg til að mæta auknum
straumi ferðamanna strax í dag. Samhliða henni þarf hins
vegar að skoða til hlítar alla valkosti fyrir framtíð flugsins.
Fram kemur í greiningu Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands á alhliða flugvelli í Hvassahrauni að heildarábati
af uppbyggingu flugvallar þar sé 82-123 milljarðar króna.
Niðurstaða Hagfræðistofnunar er að samlegðaráhrif
innanlands- og millilandaflugs yrðu til bóta fyrir þjóðina.
Í raun má Hvassa hraunsflugvöllur vera 82-123 milljörð-
um dýrari en allur kostnaður vegna Keflavíkurflugvallar
og Reykjavíkurflugvallar, áður en bygging flugvallar í
Hvassahrauni verður þjóðhagslega óhagkvæm fjárfesting.
Í sömu greiningu kemur fram að ábati af uppbyggingu
Vatnsmýrar sé metinn á bilinu 52-73 milljarðar króna.
Á síðustu öld voru gerð meiriháttar skipulagsmistök í
Reykjavík. Mistökin fólust í því að byggja upp úthverfi og
teygja borgina lengra í stað þess að þétta hana. Þetta gerir
það að verkum að borgin minnir meira á safn lítilla bæja
en eiginlega borg.
Lýðheilsusjónarmið og peningaleg sjónarmið mæla
með þéttingu byggðar. Núverandi meirihluti í borginni
hefur ráðist í metnaðarfullt verkefni sem felst í að loka
„sárum“ og þétta byggð innan borgarmarkanna. Þetta
mun auka lífsgæði íbúa Reykjavíkur mikið og gera
Reykjavík að betri og fallegri borg. Vatnsmýri er eitt risa-
stórt sár innan borgarmarkanna og vera flugvallarins þar
er fullkomin tímaskekkja. Það væri mjög óskynsamlegt
að byggja ekki í Vatnsmýri enda er Vatnsmýri eiginleg
auðmýri og menningarmýri. Ungt fólk vill búa í borgum,
ekki úthverfum, og vill geta reitt sig á aðra samgönguval-
kosti en einkabílinn enda eru almenningssamgöngur í
uppsveiflu. Þessi þróun sést víða um heim. Fólk vill búa
nálægt hvert öðru. Bílar menga og eru ekkert sérstaklega
töff. Það er hins vegar töff að rækta líkamann og stunda
heilbrigðan lífsstíl.
Að þessu sögðu er mikilvægt að stjórnmála- og kaup-
sýslumenn standi við fyrri yfirlýsingar, hætti að vera með-
virkir með pópúlistum landsbyggðarinnar og hefji áætlun
um flutning innanlandsflugsins úr Vatnsmýri. Það græða
allir á því, Reykvíkingar og íbúar landsbyggðarinnar.
Auðmýri
Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði
forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undir-
rita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er
það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í
óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29.
febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi.
Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst
varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn
auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrir-
vara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér
fyrir og ræddir á Alþingi.“
Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim
verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á
að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að
endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um
að þessi breyting verði.
Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að
við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í
byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og
það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum
til þess arna.
Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis
fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning
við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári
að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til land-
búnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um
að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurða-
sölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka
þannig við samkeppni á markaði.
Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamn-
ingur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergj-
um. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn
lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari.
Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármála-
ráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður
fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna.
Samningarnir fara
fyrir Alþingi, segir
ráðherra
Valgerður
Bjarnadóttir,
alþingismaður.
Vatnsmýri er
eitt risastórt
sár innan
borgarmark-
anna og vera
flugvallarins
þar er full-
komin
tímaskekkja.
Ég er ekki á
móti stuðn-
ingi við
bændur, ég tel
að við eigum
að verja
fjármunum
til að halda
landinu í
byggð.
Björgun Thors
„Vil ég koma að því að hjálpa til að
koma Íslandi úr þessum ógöngum?
Já. Get ég komið með peninga inn í
kerfið núna? Nei,“ sagði Björgólfur
Thor í fréttaþættinum Kompás í
október 2008. Tilefnið var hrunið
og möguleg ábyrgð hans á því.
Rúmum átta árum síðar situr
Björgólfur á lista ríkustu manna
heims og fer upp um 294 sæti á
milli ára. Auðæfi hans eru metin á
206 milljarða króna. Kári Stefáns
son stendur nú fyrir undirskrifta
söfnuninni Endurreisn um aukið
fé í heilbrigðiskerfið. Er þetta ekki
kjörið tækifæri fyrir Björgólf að
stíga fram, opna budduna og gefa
smotterí til góðgerðarmála? Er
ekki endurreisn andstæðan við
hrun?
Alþýðukarlar
Alþýðuflokkurinn fagnar um
þessar mundir 100 ára afmæli sínu.
Flokkurinn hefur raunar ekki
verið til síðan hann sameinaðist
öðrum í Samfylkingunni fyrir
16 árum, en það stoppar menn
ekki í því að blása til veglegrar
dagskrár. Í tilefni hátíðahaldanna
verða haldnir átta fyrirlestrar af
átta málsmetandi körlum en engri
konu. Það er svona álíka nútíma
legt og Alþýðuflokkurinn. Jóhanna
Sigurðardóttir sagði eftirminni
lega: „Minn tími mun koma,“ þegar
hún tapaði formannskjöri Alþýðu
flokksins á sínum tíma – en miðað
við afmælishátíðina er hennar tími
ekki enn runninn upp. Kannski eftir
önnur 100 ár. snaeros@frettabladid.is
3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
0
3
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
7
-2
0
C
0
1
8
A
7
-1
F
8
4
1
8
A
7
-1
E
4
8
1
8
A
7
-1
D
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
0
s
_
2
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K