Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 39
Það er skemmtileg áskorun að taka þátt í svona metnaðarfullri sýningu sem er vel sótt af fagaðilum og einstaklingum sem vinna við og hafa áhuga á framkvæmdum. Eggert Kristinsson „BYKO býður upp á mjög breitt úrval af byggingavörum hvort sem er til stærri framkvæmda eða al- menns viðhalds. Einnig bjóðum við upp á ýmsar sérlausnir svo sem ál- glugga, timburglugga, útihurðir, stálgrindarhús, gler- og felliveggi og tilsniðin sumarhús svo eitthvað sé nefnt,“ segir Eggert Kristins- son,  framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá BYKO. Hann bætir við að BYKO sé einnig með úrval af timbri, festingum, verk- færum, lagnavöru, ofnum, hrein- lætis- og blöndunartækjum og gólf- efnum fyrir viðskiptavini í fram- kvæmdum. Allt frá einstaklingum til fagfólks Hverjir nýta sér þjónustu ykkar? „Mjög stór hópur fagaðila, hönnuð- ir, iðnaðarmenn af öllum toga sem og einstaklingar sem eru í fram- kvæmdum eða almennu viðhaldi,“ svarar Eggert og segir starfsmenn BYKO ávallt tilbúna að leita allra leiða til að vera öllum viðskiptavin- um til ráðgjafar með vöruval fyrir framkvæmdir. „Við höfum enda á að skipa afar öflugum hóp sölu- ráðgjafa með mikla þekkingu og reynslu af byggingavörum og með langa starfsreynslu. Okkar hlutverk er að vera í samskiptum við fólk í framkvæmdum og það gerum við vel. Þar liggur okkar styrkleiki sem er jafnframt okkar sérstaða.“ Mikill uppgangur í verslun Finnið þið fyrir uppgangi samfara auknum uppgangi í þjóðfélaginu? „Já, klárlega. Byggingamarkaður- inn hefur svo sannarlega tekið við sér enda er mikið af framkvæmdum í gangi og fram undan á næstunni. Sérstaklega hefur verið mikið um hótelbyggingar en íbúðabygging- ar munu aukast á næstunni. Einnig má nefna byggingu kísilmálmverk- smiðju og virkjunar á Þeistareykj- um fyrir norðan, sem dæmi um stærri framkvæmdir,“ svarar Eggert. Vörubreidd á Leigumarkaðnum Eggert segir Leigumarkaðinn hjá BYKO hafa haft það hlutverk að þjónusta bæði stærri fagaðila og einstaklinga. „Sem dæmi um vöru- breidd á Leigumarkaðnum má nefna að við bjóðum allt frá steypu- mótum og vinnupöllum fyrir stærri framkvæmdir til smærri tækja á borð við sláttuvélar og hekkklipp- ur fyrir umhirðu á garðinum.“ Þekkt vörumerki BYKO hefur á boðstólum mörg mjög þekkt vörumerki. „Má þar nefna Bosch verkfæri. Í hreinlæt- is- og blöndunartækjum erum við með Gustavsberg, Villeroy & Boch, Duravit, Svedbergs, Damixa og hið þekkta Grohe. Í gólfefnum erum við með Steirer-parket , E-Stone og Graniti Fiandre flísar, Krono Orig- inal harðparket, Herholz hurðir,“ telur Eggert upp og nefnir einn- ig vörumerkin Rehau, Dallmer, Kessel og DAB sem fá má í lagna- vörudeild BYKO. „Mörg þessara gæðavörumerkja hafa fylgt viðskiptavinum BYKO í áratugi.“ Verk og vit BYKO tekur þátt í stórsýning- unni Verk og vit sem fram fer um helgina. „Við munum leggja áherslu á að hitta okkar núverandi við- skiptavini og kynnast nýjum. Við viljum kynna fyrir þeim þá þjón- ustu og vörur sem við höfum upp á að bjóða. Okkar reyndu söluráðgjaf- ar verða á staðnum og sýna þetta með stafrænum hætti og einnig munum við kynna fagaðilum nýj- ung sem er í þróun og gerir okkur auðveldara að vinna með óskir um efniskaup frá þeim úti á bygginga- svæðum,“ segir Eggert og telur mikilvægt að halda sýningar á borð við Verk og vit. „Þetta er mjög gott tækifæri til að kynna okkar vörur og þjón- ustu og fylgjast með nýjungum á markaði. Það er skemmtileg áskor- un að taka þátt í svona metnaðar- fullri sýningu sem er vel sótt af fag aðilum og einstaklingum sem vinna við og hafa áhuga á fram- kvæmdum.“ Breitt úrval af byggingavörum BYKO hefur lengi haft sterka stöðu á markaði með almennar byggingavörur og sérlausnir og stefnir ótrautt á að vera áfram í forystu á þeim markaði. BYKO tekur þátt í stórsýningunni Verk og vit sem haldin verður í Laugardalshöll um helgina. Álgluggar í Guðrúnartúni 1. Álklæðning, gluggar og gler í Foss Hóteli Reykjavík.Álklæddir gluggar, útihurðir og svalalausnir í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Gluggakerfi og gler í Egilshöll. Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BYKO, segir mikinn upp- gang í byggingariðnaði endurspeglast í aukinni veltu fyrirtækisins. MYnd/AntOn BRinK Kynningarblað ÍslEnsKuR iðnAðuR 3. mars 2016 5 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -0 D 0 0 1 8 A 7 -0 B C 4 1 8 A 7 -0 A 8 8 1 8 A 7 -0 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.