Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 39
Það er skemmtileg áskorun að taka þátt í
svona metnaðarfullri sýningu sem er vel sótt
af fagaðilum og einstaklingum sem vinna við og hafa
áhuga á framkvæmdum.
Eggert Kristinsson
„BYKO býður upp á mjög breitt
úrval af byggingavörum hvort sem
er til stærri framkvæmda eða al-
menns viðhalds. Einnig bjóðum við
upp á ýmsar sérlausnir svo sem ál-
glugga, timburglugga, útihurðir,
stálgrindarhús, gler- og felliveggi
og tilsniðin sumarhús svo eitthvað
sé nefnt,“ segir Eggert Kristins-
son, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs hjá BYKO. Hann
bætir við að BYKO sé einnig með
úrval af timbri, festingum, verk-
færum, lagnavöru, ofnum, hrein-
lætis- og blöndunartækjum og gólf-
efnum fyrir viðskiptavini í fram-
kvæmdum.
Allt frá einstaklingum til fagfólks
Hverjir nýta sér þjónustu ykkar?
„Mjög stór hópur fagaðila, hönnuð-
ir, iðnaðarmenn af öllum toga sem
og einstaklingar sem eru í fram-
kvæmdum eða almennu viðhaldi,“
svarar Eggert og segir starfsmenn
BYKO ávallt tilbúna að leita allra
leiða til að vera öllum viðskiptavin-
um til ráðgjafar með vöruval fyrir
framkvæmdir. „Við höfum enda
á að skipa afar öflugum hóp sölu-
ráðgjafa með mikla þekkingu og
reynslu af byggingavörum og með
langa starfsreynslu. Okkar hlutverk
er að vera í samskiptum við fólk í
framkvæmdum og það gerum við
vel. Þar liggur okkar styrkleiki sem
er jafnframt okkar sérstaða.“
Mikill uppgangur í verslun
Finnið þið fyrir uppgangi samfara
auknum uppgangi í þjóðfélaginu?
„Já, klárlega. Byggingamarkaður-
inn hefur svo sannarlega tekið við
sér enda er mikið af framkvæmdum
í gangi og fram undan á næstunni.
Sérstaklega hefur verið mikið um
hótelbyggingar en íbúðabygging-
ar munu aukast á næstunni. Einnig
má nefna byggingu kísilmálmverk-
smiðju og virkjunar á Þeistareykj-
um fyrir norðan, sem dæmi um
stærri framkvæmdir,“ svarar
Eggert.
Vörubreidd á Leigumarkaðnum
Eggert segir Leigumarkaðinn hjá
BYKO hafa haft það hlutverk að
þjónusta bæði stærri fagaðila og
einstaklinga. „Sem dæmi um vöru-
breidd á Leigumarkaðnum má
nefna að við bjóðum allt frá steypu-
mótum og vinnupöllum fyrir stærri
framkvæmdir til smærri tækja á
borð við sláttuvélar og hekkklipp-
ur fyrir umhirðu á garðinum.“
Þekkt vörumerki
BYKO hefur á boðstólum mörg
mjög þekkt vörumerki. „Má þar
nefna Bosch verkfæri. Í hreinlæt-
is- og blöndunartækjum erum við
með Gustavsberg, Villeroy & Boch,
Duravit, Svedbergs, Damixa og hið
þekkta Grohe. Í gólfefnum erum
við með Steirer-parket , E-Stone og
Graniti Fiandre flísar, Krono Orig-
inal harðparket, Herholz hurðir,“
telur Eggert upp og nefnir einn-
ig vörumerkin Rehau, Dallmer,
Kessel og DAB sem fá má í lagna-
vörudeild BYKO.
„Mörg þessara gæðavörumerkja
hafa fylgt viðskiptavinum BYKO í
áratugi.“
Verk og vit
BYKO tekur þátt í stórsýning-
unni Verk og vit sem fram fer um
helgina. „Við munum leggja áherslu
á að hitta okkar núverandi við-
skiptavini og kynnast nýjum. Við
viljum kynna fyrir þeim þá þjón-
ustu og vörur sem við höfum upp á
að bjóða. Okkar reyndu söluráðgjaf-
ar verða á staðnum og sýna þetta
með stafrænum hætti og einnig
munum við kynna fagaðilum nýj-
ung sem er í þróun og gerir okkur
auðveldara að vinna með óskir um
efniskaup frá þeim úti á bygginga-
svæðum,“ segir Eggert og telur
mikilvægt að halda sýningar á borð
við Verk og vit.
„Þetta er mjög gott tækifæri
til að kynna okkar vörur og þjón-
ustu og fylgjast með nýjungum á
markaði. Það er skemmtileg áskor-
un að taka þátt í svona metnaðar-
fullri sýningu sem er vel sótt af
fag aðilum og einstaklingum sem
vinna við og hafa áhuga á fram-
kvæmdum.“
Breitt úrval af byggingavörum
BYKO hefur lengi haft sterka stöðu á markaði með almennar byggingavörur og sérlausnir og stefnir ótrautt á að vera áfram í forystu á
þeim markaði. BYKO tekur þátt í stórsýningunni Verk og vit sem haldin verður í Laugardalshöll um helgina.
Álgluggar í Guðrúnartúni 1.
Álklæðning, gluggar og gler í Foss Hóteli Reykjavík.Álklæddir gluggar, útihurðir og svalalausnir í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu.
Gluggakerfi og gler í Egilshöll.
Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BYKO, segir mikinn upp-
gang í byggingariðnaði endurspeglast í aukinni veltu fyrirtækisins. MYnd/AntOn BRinK
Kynningarblað ÍslEnsKuR iðnAðuR
3. mars 2016 5
0
3
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
A
7
-0
D
0
0
1
8
A
7
-0
B
C
4
1
8
A
7
-0
A
8
8
1
8
A
7
-0
9
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
0
s
_
2
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K