Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 58
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmark Swansea. Totten- ham tapaði eins og Arsenal og mistókst því að komast á toppinn. Liðin í 2. til 4. sæti töpuðu öll því Liverpool vann Man. City 3-0. Í dag 19.00 Fjölnir - Þróttur R. Sport 3 19.00 Grindavík - Haukar Sport 20.00 Rayo - Barcelona Sport 2 18.00 KA/Þór - Haukar KA-hús 19.15 Stjarnan - Höttur Ásgarður 19.15 ÍR - Snæfell Seljaskóli 19.15 FSu - Keflavík Iða. 19.15 Tindastóll - KR Sauðárkrókur 19.15 Grindavík - Haukar Grindavík 19.30 Valur - FH Valshöllin 19.30 ÍBV - Fram Eyjar 19.30 Víkingur - Afturelding Víkin 19.15 Grótta - ÍR Hertz höllin 20.00 Akureyri - Haukar KA-hús Nýjast Arsenal 1 – 2 Swansea Stoke 1 – 0 Newcastle West Ham 1 – 0 Tottenham Liverpool 3 – 0 Man. City Man. United 1 – 0 Watford Efst Leicester 57 Tottenham 54 Arsenal 51 Man. City 47 Man. United 47 Neðst Swansea 30 Sunderland 24 Norwich 24 Newcastle 24 Aston Villa 16 Enska úrvalsdeildin mma „Mér líst mjög vel á Tumenov. Góður andstæðingur sem virkar grjótharður,“ segir Gunnar Nelson en hann stígur loksins aftur inn í búrið á UFC-bardagakvöldi í Rotter- dam þann 8. maí næstkomandi. Andstæðingur hans að þessu sinni er Rússinn Albert Tumenov. Sá er 24 ára gamall rotari sem hefur unnið fimm síðustu bardaga sína. „Ég hef séð síðustu bardaga hans og þar hefur hann verið góður. Ég er aðeins byrjaður að hugsa um bar- dagann en ég fíla best að labba inn í búrið og láta bardagann ráðast. Vera samt undirbúinn fyrir hvað sem er. Það eru flestir grjótharðir sem koma að austan. Ég býst því við erfiðum bardaga,“ segir Gunnar en Tumenov er í 15. sæti á styrkleikalista UFC en er hann komst þangað henti hann Gunnari af listanum. „Helvítið á honum. Því er enn meiri ástæða fyrir mig að klára hann,“ segir Gunnar léttur en hann mun æfa hér heima og í Dublin fyrir bardagann. Fljótur að jafna sig Gunnar hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann tapaði fyrir Demian Maia í desember þar sem hann átti aldrei möguleika. „Ég hef verið að vinna í því að koma skrokknum almennilega í gang á nýjan leik. Að læra betur inn á mig líkamlega. Ég er að nýta þessa mánuði vel til þess að æfa,“ segir Gunnar en var hann lengi að jafna sig á tapinu gegn Maia? „Nei, það tók mig ekkert svo langan tíma. Ég var orðinn góður í andlitinu eftir viku og vann svo fljótt aftur inn í æfingarnar. Það er samt alltaf leiðinlegt að tapa og ég tala nú ekki um þegar maður er ekki ánægður með eigin frammistöðu. Ég fór fljótlega að hugsa um hvað ég þyrfti að bæta og fór að vinna í því. Þetta voru vonbrigði. Það er ekki hægt að neita því en svona er að vera íþróttamaður.“ Vill ná fjórum bardögum Þó að Gunnar berjist seint á árinu stefnir hann enn að því að berjast fjórum sinnum á árinu. Hann sér fyrir sér annan bardaga næsta sumar og svo aðra tvo á seinni hluta ársins. Hvar sér Gunnar fyrir sér að hann verði í lok ársins? „Ég sé ekki neitt annað en fjóra sigra. Ég er ekkert að flækja hlutina meira en það. Þetta er það sem ég vil en auðvitað tek ég bara einn bardaga í einu.“ Eins og áður segir er Gunnar dott- inn af styrkleikalista UFC og tap fyrir Tumenov myndi kasta honum enn aftar í goggunarröðina. Finnur hann fyrir aukapressu út af því? „Mér finnst alltaf vera pressa. Hver bardagi er ákveðið ferðalag og hver bardagi er sá mikilvægasti. Þetta er alltaf lærdómur. Þó að ég sé búinn að tapa tvisvar þá er ég enn með háleit markmið sem ég tek ekkert augun af. Þessi töp voru partur af mínu ferða- lagi. Það er ekkert annað að gera en halda áfram þó svo það komi smá hola í veginn. Ef maður fellur þá fær maður annað tækifæri til þess að sýna úr hverju maður er gerður. Ég er enn ungur og á nóg eftir í þessu.“ Gunnar var úti í Dublin í tvær vikur á dögunum þar sem hann æfði með vini sínum, Conor McGregor, en hann berst gegn Nate Diaz á laugar- dag í Las Vegas. „Mér líst helvíti vel á þennan bar- daga. Mér finnst hann meira spenn- andi en bardaginn sem Conor átti að heyja gegn Dos Anjos. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að þeir séu að berjast í þeirri þyngd sem þeir eru í dags daglega. Þetta eru tveir snældu- vitlausir, kokhraustir strákar. Þeir Skil að fólk vilji sjá okkur Conor berjast Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í maí eftir fimm mánaða fjarveru. Hann segist ekki finna fyrir meiri pressu en áður. Hann hefur trú á vini sínum Conor McGregor um helgina en enga trú á því að þeir muni berjast síðar. Gunnar Nelson er kominn á fullt og ætlar sér að berjast fjórum sinnum á árinu. FRéTTABlAðið/GETTy eiga eftir að tala allan helvítis bar- dagann,“ segir Gunnar en hverju spáir hann um bardagann? „Ég held að Conor vinni. Ég er ekki viss um að það verði í fyrstu lotu. Conor veðrar hann í fyrstu lotu og í annarri lotu klárar hann dæmið.“ Conor fer upp um tvo þyngdar- flokka til þess að berjast gegn Diaz. Hann er kominn í veltivigtina sem er þyngdarflokkurinn hans Gunnars. „Ég held hann sé ekki kominn til að vera þar. Hann fer aftur niður um einn flokk til þess að berjast við Dos Anjos,“ segir Gunnar en Dos Anjos er í léttvigt. Conor er meistarinn í fjaðurvigt og Gunnar hefur ekki trú á að vinur sinn verði þar til lengdar. Ólíklegt að ég mæti Conor „Hann vill það ekki og það er spurn- ing hvernig þeir snúa sér í þessu. Ég veit að þessi niðurskurður er farinn að verða ansi mikill fyrir hann og hann gæti þurft að gera það einu sinni enn. Það fer líka eftir því hvernig honum gengur gegn Dos Anjos. Klári hann þann bardaga og fái beltið gæti hann gefið hitt frá sér og verið í millivigtinni. Sáttur með að hafa tekið fjaðurvigtarbeltið frá Aldo sem var lengi meistari.“ Þar sem Gunnar er að keppa í veltivigt núna, og hefur hótað að taka beltið þar líka, velta menn því eðlilega fyrir sér hvort það geti orðið af því að hann og Conor berjist. Gætu þeir vinirnir hugsað sér að berjast? „Ég efast um að sú staða komi upp. Auðvitað er allt hægt samt. Það yrði samt staða þar sem mér finnst allir tapa. Ég vil ekki tapa og vil ekki sjá hann tapa. Ég skil alveg að fólk myndi vilja sjá okkur berjast. Það væri klám fyrir einhverja. Ég trúi ekki að það verði nokkurn tíma af þeim bardaga.“ Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is DAGNý AFGREiDDi BELGANA Íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta er þegar búið að gera betur á Algarve-mótinu en í fyrra þrátt fyrir að íslensku stelpurnar séu bara búnar að spila einn leik. Ísland vann 2-1 sigur á Belgíu í gær en liðið vann hvorki leik né skor- aði mark á mótinu í fyrra. Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir skoraði fyrra markið á 4. mínútu en Belgar jöfnuðu rétt fyrir hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið í uppbótar- tíma. Domino´s deild kvenna í körfubolta Grindavík - Valur 58-63 Stigahæstar: Whitney Frazier 17, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 frák./5 stolnir - Karisma Chapman 27/13 frák., Hallveig Jónsdóttir 12, Guðbjörg Sverrisdóttir 9. Keflavík - Hamar 96-57 Stigahæstar: Monica Wright 17/6 stolnir, Melissa Zornig 14, Sandra Lind Þrastar- dóttir 14/14 frák. - Alexandra Ford 28. Snæfell - Stjarnan 66-58 Stigahæstar: Haiden Palmer 14/14 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13 - Adrienne Godbold 21/12 fráköst. Olís deild kvenna í handbolta Grótta - ÍBV 27-21 Markahæstar: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Unnur Ómarsdóttir 4, Lovísa Thompson 4 - Vera Lopes 7, Ester Óskarsdóttir 6. Stjarnan - Fram 29-23 Markahæstar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 6 - Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Steinunn Björnsdóttir 5. Valur - Selfoss 30-24 Markahæstar: Íris Ásta Pétursdóttir 12 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9. FH - Fjölnir 30-20 Fylkir - HK 25-14 3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r34 s p O r T ∙ F r É T T a B L a ð I ð sport Ég trúi ekki að það verði nokkurn tíma af bardaga á milli mín og Conors. Gunnar Nelson 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -1 B D 0 1 8 A 7 -1 A 9 4 1 8 A 7 -1 9 5 8 1 8 A 7 -1 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.