Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 46
Íslenskur iðnaður kynningarblað
3. mars 201612
IÐAN fræðslusetur í Vatnagörðum
20 er fræðslumiðstöð sem hefur það
hlutverk að bæta hæfni fyrirtækja
og starfsmanna í iðnaði. Eigendur
IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins,
Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðar-
manna, FIT, VM, Bílgreinasamband-
ið, Samtök ferðaþjónustunnar og
Meistarafélag húsasmiða.
IÐAN skiptist í nokkur svið á borð
við bílgreinasvið, prenttæknisvið,
matvæla- og veitingasvið, málm- og
véltæknisvið og bygginga- og mann-
virkjasvið.
Markmið bygginga- og mann-
virkjasviðs er að stuðla að bættri
menntun og hæfni starfsmanna
í bygginga- og mannvirkjagerð.
Jafnframt að auka gæði og fram-
leiðni fyrirtækja. Sviðið starfar
fyrir eftirfarandi iðngreinar:
Húsasmíði, húsgagnasmíði, mál-
araiðn, múraraiðn, pípulagnir,
veggfóðrun og dúkalögn.
Fjölmög námskeið eru í boði
fyrir bygginga- og mannvirkjasvið,
og eru hér nefnd dæmi um örfá
þeirra:
l Brunaþéttingar
l Byggingakranar
l Eldvarnir við kamínur og eldstæði
l Framkvæmdir á ferðamannastöð-
um
l Gæðakerfi í byggingariðnaði
l Húsgagnagerð úr skógarefni
l Málun marmaralíkinga
l Módelsmíði
l Torf- og grjóthleðslur
l Varmadælur
l Viðhald og viðgerð gamalla húsa
Öflug símenntun í iðnaði
Fjölmörg námskeið eru í boði hjá iðunni sem tengjast byggingariðnaðinum. mynd/GVa
Íslendingar standa mjög framar-
lega í heiminum þegar kemur að
þróun á umhverfisvænni og end-
ingarbetri steinsteypu. Miðstöð
þeirrar þróunar er við Nýsköpunar-
miðstöð Íslands (NMÍ) í Reykjavík
og er prófessor Ólafur H. Wallevik,
forstöðumaður á NMÍ og prófess-
or við Háskólann í Reykjavík, þar
fremstur í flokki fræðimanna.
Rannsóknir á sementsbundn-
um efnum eru stór þáttur í starf-
semi NMÍ og hefur Ólafur stýrt
rannsóknum í flotfræði sements-
bundinna efna í samvinnu við bæði
innlendar og erlendar stofnan-
ir og fyrirtæki. Hann hefur m.a.
stýrt rannsóknum og þróun á nýrri
gerð umhverfisvænnar stein-
steypu sem ber heitið EcoCrete
og hefur lægsta kolefnisspor allra
þekktra steinsteypugerða í heim-
inum. Steypugerðin og rannsókn-
ir á henni hafa markað tímamót í
kolefnisjöfnun byggingarefna og er
árangurinn afar mikilvægur í ljósi
þess að steypa er mest framleidda
efni í heimi en framleiðsla hennar
losar árlega um 3 milljarða tonna af
koltvísýringi.
Ólafur hefur haldið fyrirlestra
um flotfræði í meira en 20 lönd-
um og hlotið fjölda verðlauna fyrir
störf sín, þ. á m. hin virtu Carl Kla-
son verðlaun, og var sæmdur ridd-
arakrossi Hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir framlag sitt í þróun á
umhverfisvænum byggingarefnum.
Úrvals steypa
Helstu framkvæmdaaðilar hins
opinbera kynntu áformaðar fram-
kvæmdir á útboðsþingi Samtaka
iðnaðarins sem haldið var 26.
febrúar síðastliðinn. Framkvæmd-
irnar hljóða upp á tæpa 100 millj-
arða króna sem er veruleg aukn-
ing frá því í fyrra. Viðamestu fram-
kvæmdirnar eru hjá Landsvirkjun
og eru þær áætlaðar um 20 millj-
arðar króna í ár. Þar á eftir koma
Isavia, Landsnet og Framkvæmda-
sýsla ríkisins með framkvæmdir
upp á 11 og 12 milljarða.
Framkvæmdir Landsvirkjunar
eru við Þeistareyki, stækkun Búr-
fells, sem hefst á vormánuðum, og
ýmis viðhaldsverkefni.
nánar á si.is
Veruleg aukning
framkvæmda
Ísmar og Infuser bjóða lausnina.
Losnum við lykt í matvælaiðnaði og aukum um leið
öryggið. Fita í loftstokkum skapar eldhættu. Með
Ozon blöndun í loft dregur verulega úr uppsöfnun
fitu í loftstokkum.
Hentar til hreinsunar, sótthreinsunar og
lykteyðingar í iðnaði, fiskvinnslu, sjúkrahúsum og
víðar. Bjóðum sértækar lausnir fyrir stærri verkefni í
samstarfi við Infuser.
Stöðug fitueyðing og minni lykt
Ekki þörf á síum eða UV-lömpum
Einfalt að koma fyrir í eldri eldhúsum
Mun minni eldhætta
Verulegur sparnaður við hreinsun á stokkum
Lítill viðhaldskostnaður
Umhverfisvænt
NÝJUNG Í LOFTRÆSINGU
BYLTING Í ÖRYGGISMÁLUM
rannsóknir á steypu skipta miklu máli.
0
3
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
A
7
-3
4
8
0
1
8
A
7
-3
3
4
4
1
8
A
7
-3
2
0
8
1
8
A
7
-3
0
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
0
s
_
2
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K