Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 74
Við erum að skrifa þetta núna, allt saman á frumstigi. En samt engu að síður er komin lína í seríuna. Annars er ágætt að taka af allan vafa, þar sem einhver ruglingur virðist vera í gangi og fólk er að rugla Ófærð tvö við þessa seríu. Fólk er sem sagt að halda því fram að sögusvið Ófærðar sé Kötlugos. Sem er ekki, því Katla er einfald­ lega önnur þáttaröð,“ segir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Kötlu. Um ræðir íslenska þáttaröð sem fram leidd verður af RVK Studi os, Baltas ar Kor­ máki og Stöð 2. Auk Sigurjóns sjá þeir Ólaf ur Eg ils son og Guðmund ur Odd ur Magnús son um handritsskrif­ in. „Þetta er eitthvað sem gæti litið dagsins ljós á næsta ári, í lok þess eða byrjun 2018. Þetta er eins og með Ófærð, mjög flókið að setja saman, fjármögnunina og slíkt,“ bendir Sigurjón á og segist engu geta svarað um hvor þáttaröðin verði fyrri til að líta dagsins ljós. Ekki morðgáta Segir handritshöfundurinn þætt­ ina ekki morðgátu í anda Ófærðar. „Þetta er fyrst og fremst drama­ sería þar sem ýmislegt dularfullt á sér stað. Eitthvað handan okkar skilnings,“ segir hann fullur dul­ úðar og áberandi orðvar. „Þetta er uppspuni frá grunni og ekki byggt á neinu fyrirfram skrifuðu verki. En við erum vissulega að leika okkur með sögulegar heimildir, hér urðu móðuharðindin sautján hundruð og eitthvað og það er aðeins verið að vinna með það.“ Typpakeppnin óspennandi Áður hefur verið fjallað um umrædda þáttaröð, og því verið fleygt að kostnaðurinn við gerð hennar yrði umtalsvert meiri en sá sem fylgdi Ófærð, sem er sú kostn­ aðarsamasta í Íslandssögunni. „Ég veit það ekki. Ég er ekkert spenntur fyrir að básúna það eitthvað og fara í einhverja svoleiðis typpakeppni,“ segir hann og skellir upp úr. Margar dyr opnar Aðspurður hvort hann finni ekki til ákveðinnar pressu við skrif hand­ Katla er alls ekki Ófærð tvö Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda nýrrar þáttaraðar, Kötlu, segir einhvern misskilning hafa komist á flug. „Ófærð tvö gerist ekki í Kötlugosi,“ segir hann og þvertekur fyrir að fara í einhverja „typpakeppni“ varðandi kostnað. Sigurjón segir þættina líklega lenda á skjánum í lok næsta árs, eða byrjun 2018, enda heilmikið mál að útbúa sjónvarpsefni af þessari stærðargráðu. FréTTablaðið/Ernir „Þetta er ótrúlega gaman og mikil hátíð fyrir bæði nemendur og starfs­ fólk skólanna. Það sem gerir þennan dag skemmtilegan er að það er hægt að skoða allt sem aðrir hafa upp á að bjóða. Svo verður ýmislegt skemmti­ legt á dagskrá, til dæmis sýningar hjá Sprengjugenginu, legó­nám­ skeið, námskeið í forritun fyrir börn, salsa dans og tónleikar,“ segir Mar­ grét Arnardóttir harmóníkuspilari en hún er að taka þátt í dagskrá háskóladagsins í níunda skipti og finnst það alltaf jafn gaman. Háskóladagurinn veitir framtíðar­ nemendum einstakt tækifæri til að kynnast því sem í boði er svo auð­ veldara sé að taka upplýsta ákvörð­ un um hvaða nám hentar hverjum og einum. „Ég hef tekið þátt í háskóladeg­ inum frá því 2007 þegar ég stofnaði nemandafélagið FLOG. Árið 2009 var ég fengin til að spila á harmón­ íku, og það er óhætt að segja að eftir það fór boltinn að rúlla. Það hefur myndast einhvers konar hefð að fá mig til að spila á þessum frábæra viðburði og hef ég fengið þann heiður að fylgjast með viðburðinum stækka,“ segir Margrét aðspurð um sína aðkomu að háskóladeginum. Markmið skólanna er að bjóða upp á metnaðarfulla kynningu á öllum mögulegum námsleiðum á Íslandi, sem eru yfir fimm hund­ ruð talsins. Dagskráin fer fram í húsakynnum Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listahá­ skóla Íslands, Laugarnesvegi 91. „Ég hvet alla til að mæta, bæði þau sem ekki eru búin að ákveða hvað þau ætla að læra og þau sem langar að kíkja á gamlar slóðir. Margt hefur breyst í Háskóla Íslands, sérstaklega eftir að Háskólatorg kom og síðar Stúdentakjallarinn. Með kjallaran­ um spratt upp mikil tónlistarflóra en Baltabandið Raki ásamt Húsbandi Stútendakjallarans koma til með að troða upp á háskóladeginum og ég lofa góðri stemningu,“ segir Margrét. gudrunjona@frettabladid.is Með Stúdenta kjall aranum kom mikil tónlistar flóra Margrét arnardóttir harmonikkuleikari spilar á háskóladeginum 5. mars næst- komandi. FréTTablaðið/STEFán. Ég finn fyrir að það eru Margir aðilar úti í heiMi SeM vilja vita Meira og eru Spenntir fyrir að vera Með. Sannarlega hefur Ófærð þannig opnað Margar dyr Myndi Ég Segja og Ég finn það bara Strax. Sigurjón Kjartansson Ófærð setur vissulega aukna pressu á hand- ritshöfunda Kötlu. Ég hvet alla til að Mæta, bæði þau SeM eKKi eru búin að áKveða hvað þau ætla að læra og þau SeM langar að KíKja á gaMlar SlÓðir. ritsins í ljósi gríðarlegrar velgengni Ófærðar segir Sigurjón svo sannar­ lega vera. „Það er rosalega ánægju­ legt að finna hvernig Íslendingar umföðmuðu þessa seríu Ófærðar og svo hvernig þetta hefur verið að ganga í útlöndum. Viðbrögðin hafa verið rosaleg í Bretlandi og Frakk­ landi. Það er einstaklega jákvætt. Ég finn fyrir að það eru margir aðilar úti í heimi sem vilja vita meira og eru spenntir fyrir að vera með. Sannarlega hefur Ófærð þannig opnað margar dyr myndi ég segja og ég finn það bara strax.“ 3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r50 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð Lífið Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -3 9 7 0 1 8 A 7 -3 8 3 4 1 8 A 7 -3 6 F 8 1 8 A 7 -3 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.