Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 2
Veður Fremur hæg suðlæg átt og milt í veðri. Skýjað og dálítil súld af og til sunnan- og vestanlands, en áfram bjartviðri norðan- og austanlands. Sjá Síðu 26 Fræðst um heilann PÁSKATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is VELDU GRILL SEM EN DAST OG ÞÚ SPARA R • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrandi lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Einnig til 2ja brennara svart, 4ra brennara svart og rautt Er frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð FULLT VERÐ 98.900 89.900 Einnig til svart hvítt og grátt Landmann gasgrill Triton 3ja brennara 10,5 KW Í Háskólanum í Reykjavík hafa nemendur fræðst um heilann þessa vikuna. Markmiðið með vikunni er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilarannsókna og er það gert í tilefni alþjóðlegrar heilaviku. Bryndís Björnsdóttir bauð sig fram og leyfði gestum að fylgjast með viðbrögðum heila síns. Orri Ómarsson sprautar jónuðu geli í sérstaka hettu áður en heilastarfsemi hennar er mæld. Fréttablaðið/Vilhelm náttúra Fuglavernd ásamt fugla­ verndarsamtökum í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum og Alþjóða­ samtökunum BirdLife hafa sent grænlensku landsstjórninni áskor­ un um að hætta veiðum á stuttnefju þegar í stað. Nú er svo komið að stuttnefja er talin á barmi útrým­ ingar, að mati samtakanna. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræði­ stofnun Íslands (NÍ), segir að engu sé logið um vandræðin sem stutt­ nefjan er í – og það sama eigi við um aðra svartfuglastofna við Ísland þó staðan sé kannski ekki eins alvarleg og hjá stuttnefjunni. Allt frá árinu 2000 hefur stuttnefja verið á válista Náttúrufræðistofnunar, og þá strax talin „í yfirvofandi hættu“ vegna fækkunar undangenginna ára. „Hrakfarirnar verða aðallega raktar til fæðuskorts en hluti skýr­ ingarinnar getur vel verið veiðar Grænlendinga á stofninum á þeim tíma sem hann dvelur á vetrar­ stöðvum sínum,“ segir Guðmundur en til viðbótar við íslenska stofninn safnast stuttnefjur annars staðar frá á þetta svæði á sama tíma. Válistinn hefur ekki verið endur­ skoðaður síðan árið 2000 en það er mat Guðmundar að stuttnefjan færi örugglega í hærri flokk við endur­ skoðun válistans og þá líklega í þann flokk sem haförn hefur skipað síðan árið 2000 – eða „í hættu“. Fuglavernd og systursamtökin telja stefna í að veiðar útrými teg­ undinni sem varpfugli á Grænlandi á fáum árum, en gríðarlegt veiðiálag mun vera á fugla við vesturströnd landsins þar sem vetrarstöðvar íslenska stofnsins eru og varp­ stöðvar þess grænlenska. Til þess ber að líta að þrátt fyrir válistaflokkun stuttnefju er hún ekki friðuð fyrir veiðum á Íslandi. Meirihluti ráðherranefndar mælti hins vegar með friðun allra tegunda svartfugla við Ísland árið 2011 – og þá til fimm ára. Starfshópurinn taldi helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en að tímabundið bann við veiðum og nýtingu myndi flýta fyrir endur­ reisn þeirra. Frumvarp var skrifað en það dagaði uppi. Fulltrúar Skotvís sátu í nefndinni og stóðu ekki að til­ lögum hennar, enda þeirrar skoð­ unar að veiðar úr stofnunum hefðu ekkert með fækkun þeirra að gera, heldur hlýnun og viðkomubrestur stofnanna í kjölfarið. svavar@frettabladid.is Stuttnefja talin vera á barmi útrýmingar Fuglavernd og fjölmörg erlend systursamtök skora á grænlensku landsstjórnina að hætta veiðum á stuttnefju þegar í stað. Íslenski stofninn hefur vetursetu við Grænland og er veiddur í stórum stíl. Veiðar enn leyfðar hér við land. Stjórnmál Halla Tómasdóttir fjár­ festir tilkynnti í gær um framboð sitt til forseta Íslands. Halla hélt blaðamannafund á heimili sínu í gær þar sem hún kynnti framboð sitt. „Ég geri þetta vegna þess að ég trúi því að í þessu mikilvæga hlut­ verki sé hægt að gera gagn og koma góðum hlutum til leiðar,“ sagði hún. „Ég hef unnið mikið að jafnréttis­ málum um langt skeið og ég tel að við Íslendingar getum orðið fyrst þjóða til að brúa kynjabilið. Verið í forystu í heiminum í jafnrétti fyrir alla. Því að kyn, uppruni, aldur og fjárhagsleg staða mega ekki ráða för þegar kemur að tækifærum í okkar samfélagi,“ sagði Halla, sem sagði jafnrétti skila sér í efnahagslegum og samfélagslegum framförum. „Ég vil fara þangað, ég vil vera fyrst og ég vil vera öðrum þjóðum góð hvatning og fyrirmynd í því.“ Frumkvæði og hugrekki íslenskra kvenna er að sögn Höllu mikil hvatning. Hún nefndi Vigdísi Finn­ bogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í því samhengi. „Myndin af Vigdísi Finnboga­ dóttur á svölum síns heimilis eftir að hún hafði verið kjörin, í heima­ prjónuðum kjól með unga dóttur sína við hlið er í mínu minni og er mér og minni kynslóð gríðarleg fyrirmynd og hvatning,“ sagði hún. Halla er fædd árið 1968. Hún er búsett í Kópavogi, gift Birni Skúla­ syni og eiga þau tvö börn. – srs Vil vera fyrirmynd og hvatning í jafnréttismálum endurmat á stofnstærð sýnir 43% fækkun stuttnefju frá 1985. mynd/FuglaVernd Hrakfarirnar verða aðallega raktar til fæðuskorts en hluti skýring- arinnar getur vel verið veiðar Grænlendinga á stofninum á þeim tíma sem hann dvelur á vetrarstöðvum sínum. Guðmundur A. Guðmundsson Jafnréttismál voru höllu hugleikin á framboðsfundinum. Fréttablaðið/Vilhelm reykjavík Kostnaður við malbiks­ framkvæmdir í Reykjavík í sumar er áætlaður 710 milljónir króna. Alls verður lagt malbik á tæpa 17 kíló­ metra eða 125 þúsund fermetra. Borgarráð fékk í gær kynningu á fyrir­ huguðum malbiksframkvæmdum. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að áætlað sé að verja um 150 millj­ ónum króna til malbiksviðgerða í ár. Malbiksyfirlagnir munu kosta borg­ ina 560 milljónir. Alls gerir þetta 710 milljónir króna. Meðal stórra verkefna eru m.a. Bugða frá Kambavaði til Búðatorgs, Suðurlandsbraut og Laugavegur, Norðlingabraut frá Þingtorgi að Helluvaði, Skólasel frá Árskógum að Ölduseli, Bústaðavegur frá Háaleitis­ braut að Grensásvegi, Stóragerði frá Heiðargerði að Smáagerði, Fjallkonu­ vegur, Víkurvegur, Hofsvallagata, Framnesvegur og Skúlagata. – jhh Malbikað fyrir hundruð milljóna 1 8 . m a r S 2 0 1 6 F Ö S t u D a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -8 7 1 8 1 8 D 0 -8 5 D C 1 8 D 0 -8 4 A 0 1 8 D 0 -8 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.