Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 42
Á síðasta ári fjölgaði
myndatökunum um 50%
frá árinu 2014.
Bragi Þór Jósepsson
Bragi fékk fyrstu fyrirspurnirn
ar frá erlendum brúðhjónum árið
2009. „Það komu nokkrar fyrir
spurnir með stuttu millibili frá
fólki sem hafði rekist á vefsíðuna
mína. Ég ákvað að slá til og prófa
hvernig þetta væri,“ segir Bragi
en upplifunin var skemmtileg. „Þá
fór ég að velta fyrir mér hvort það
væri kannski markaður fyrir slík
ar brúðkaupsmyndir og útbjó vef
síðuna www.icelandweddingphoto.
com upp á von og óvon.“ Viðbrögð
in létu ekki á sér standa. Áhuginn
hefur farið stigvaxandi og Bragi
fær gríðarlega mikið af fyrir
spurnum. „Á síðasta ári fjölgaði
myndatökunum um 50% frá árinu
2014,“ upplýsir Bragi sem hefur
ekki tölu á þeim myndatökum sem
hann fer í en segir þær þó marga
tugi á hverju ári.
Í leit að einstakri upplifun
Bragi segir náttúruna vera
helsta aðdráttarafl erlendu brúð
hjónanna. „Fólk vill fá myndir sem
eru öðruvísi. Þá eru í tísku núna
brúðarmyndir í náttúrunni og því
óvenjulegri sem náttúran er því
betra. Þú sérð til dæmis í æ meiri
mæli brúðarmyndir þar sem brúð
hjónin eru pínulítil í myndinni en
náttúran leikur aðalhlutverkið.“
Flótti undan risavöxnum veisl
um er önnur ástæða sem fólk gefur
fyrir komu sinni til landsins. „Fólk
hefur kannski farið í mörg brúð
kaup vina sinna með tvö til þrjú
hundruð gestum og tilheyrandi
kostnaði og stressi. Þá finnst þeim
meira heillandi að koma til Ís
lands, jafnvel tvö ein, eða með ör
fáum vinum og fjölskyldu, og losna
þannig við allt umstangið.“
Brúðhjón frá öllum
heimshornum
Brúðhjónin sem Bragi hefur mynd
að koma víða að. „Mörg þeirra
koma frá Bandaríkjunum og Kan
ada. Það er líklega stærsti hópur
inn. Svo kemur fólk frá Bretlandi,
Singapúr og Kína, svo fátt eitt sé
nefnt,“ segir Bragi en síðastlið
in tvö ár hefur hann fundið fyrir
vaxandi áhuga frá Kína og Hong
Kong.
Vilja fara hringinn á einum degi
Bragi segir flest brúðhjónin sem
hingað koma þekkja til landsins.
„Fólk kemur hingað af því það
er búið að sjá myndir frá Íslandi.
Það veit hvað landið hefur upp á að
bjóða,“ segir hann. Þó vill brenna
við að fólk geri sér óraunhæfar
hugmyndir. „Stundum gerir fólk
sér ekki grein fyrir stærð lands
ins eða hve langan tíma tekur að
komast á milli tveggja staða. Ég
hef fengið beiðni frá brúðhjónum
sem vildu fara hringinn í kringum
landið og héldu að það tæki einn
dag,“ segir hann glettinn.
Vinsælustu staðirnir eru Snæ
fellsnes, Reykjanes og suður
ströndin, en stöku sinnum er farið
á Jökulsárlón. Bragi segir fæst
brúðhjón vilja leita lengra. „Enda
hafa þessir staðir flest það sem Ís
land hefur upp á að bjóða.“
Bókaður fram á vorið
Bragi segir árið fara vel af stað
hjá sér. „Þetta lítur mjög vel út og
ég býst við að fjöldinn verði í það
minnsta svipaður og á síðasta ári.“
En þarf hann að vísa fólki frá? „Já,
mjög oft. Ég er til dæmis fullbók
aður fram á vorið.“
solveig@365.is
Náttúran laðar að erlend brúðhjón
Bragi Þór Jósepsson ljósmyndari er fullbókaður langt fram á vorið við tökur á brúðkaupsmyndum fyrir ferðamenn. Fyrirspurnum rignir inn
frá áhugasömum brúðhjónum sem vilja láta mynda sig í einstakri náttúru Íslands. Sum brúðhjón eru að flýja stórar og mannmiklar veislur.
Bragi Þór Jósepsson ljósmyndari hefur
varla undan að taka myndir af erlend-
um brúðhjónum sem koma hingað til
lands að láta pússa sig saman.
MyNd/ErNir
Brúðarmyndir í náttúrunni eru afar vinsælar. Oft leikur náttúran aðalhlutverkið í myndunum líkt og á þessari mynd.
MyNd/Bragi Þór JósEpssON
Ásatrúarfélaginu berst fjöldi
fyrir spurna þar sem erlend brúð
hjón óska eftir hjónavígslu. „Við
höfum ekki tölur um hjónavígslur
erlendra ríkisborgara undanfarin
ár þar sem þessar vígslur eru ekki
á vegum félagsins sem slíks. Það
er samt vitað að beiðnum hefur
fjölgað mikið, og aldrei meira en
síðustu fimm ár,“ segir Jóhanna
Harðar dóttir Kjalnesingagoði.
„Það berst mikið af beiðnum
um erlendar vígslur til félagsins
sjálfs, bæði frá einstaklingum
og fyrirtækjum. Það líður aldrei
svo vika að komi ekki að minnsta
kosti ein slík og stundum nokkrar.
Öllum er þeim beint til goðanna
sjálfra,“ segir Jóhanna en átta ein
staklingar innan Ásatrúarfélags
ins hafa vígsluréttindi.
„Sumir goðar taka að sér hjóna
vígslur erlendra ferðamanna,
meðal annars fyrir fyrirtæki
sem gera út á vígslur hér. Mest
er um þær á sumrin þegar ferða
mannastraumurinn er hvað mest
ur en ekki hefur verið tekið saman
hversu margar þær eru,“ segir Jó
hanna en telur þó líklegt að þær
skipti tugum á ári hverju.
Hún segir einnig talsvert um að
erlendir heiðingjar og ásatrúar
fólk hafi sjálft samband við goð
ana til að biðja þá um að fram
kvæma hjónavígslur og aðrar at
hafnir fyrir sig. „Þá er það mjög
auðsótt mál af okkar hálfu og í
slíkum tilfellum gera goðarnir
allt sem í þeirra valdi stendur til
að liðka til fyrir þeim. Allflestir
vígslugoðar félagsins taka að sér
slíkar athafnir á hverju ári,“ segir
Jóhanna.
Tugir hjónavígslna
Jóhanna gefur saman brúðhjón. MyNd/sigurður iNgólfssON
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Hágæða postulín
- með innblæstri frá náttúrunni
Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrvalið af glæsilegum borðbúnaði frá REVOL.
Starfsfólk RV aðstoðar verðandi brúðhjón við að velja postulínsborðbúnaðinn á
gjafalistann.
24/7
RV.is
Brúðkaup kynningarblað
18. mars 201616
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
D
0
-C
C
3
8
1
8
D
0
-C
A
F
C
1
8
D
0
-C
9
C
0
1
8
D
0
-C
8
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K