Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 28
Útgefandi | 365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24 | s. 512 5000
Ábyrgðarmaður
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
umSjónarmaður auglýSinga Brundís Hauksdóttir| bryndís@365.is | s. 512-5457
„Ég var ekki með neina hugmynd
um hvernig kjól ég vildi þegar ég
byrjaði að líta í kringum mig. Ég
þræddi nokkrar brúðarkjólaleig-
ur hér heima en fann ekkert sem
féll að mínum smekk. Ég fór því að
skoða mig um á netinu og datt niður
á ameríska vintage-verslun á eBay
sem selur ónotaða kjóla af gömlum
lagerum. Ég ákvað að panta þann
sem mér leist best á en datt ekki í
hug að hann myndi passa. Á þeim
tíma þekkti ég engan sem hafði
keypt brúðarkjól á netinu og bjóst
í besta falli við að hann færi í bún-
ingasafnið. Kjóllinn var hins vegar
bjóst við að kjóllinn
færi í búningasafnið
Leikkonan Hafdís Helga Helgadóttir og guðmundur rúnar ingvarsson gengu að
eiga hvort annað í Garðakirkju 11. ágúst 2012. Brúðkaupið var sveipað fortíðarljóma
og voru það ekki síst föt brúðhjónanna sem gerðu það að verkum.
Veðrið var hryssingslegt en það bætti bara á sjarmann. myndir/dagbjÖrt eilÍf
Hafdís var ekki lítið ánægð þegar í ljós kom að kjóllinn smellpassaði.
dagurinn var að sögn Hafdísar æðislegur frá upphafi til enda.
mun meiri vinna fór í að finna flauelsborðann í mittið en kjólinn sjálfan.
ódýr þannig að ég ákvað að slá til.“
Hafdís var ekki lítið ánægð
þegar í ljós kom að kjóllinn smell-
passaði. „Móðir mín, sem er mjög
handlagin, minnkaði aðeins púffið
á ermunum og bætti á hann borða.
Annað þurfti ekki að gera.“
Rétti borðinn var reyndar vand-
fundinn. „Ég var búin að bíta það
í mig að vera með dökkan flauels-
borða í mittinu en komst að því að
flauelsborðar eru vandfundnir hér
heima.“ Hafdís brá því á það ráð að
panta borða af franskri antikversl-
un á netinu. „Ég var sífellt á póst-
húsinu að sækja nýja og nýja send-
ingu af borðum en enginn þeirra
hentaði. Það endaði með því að vin-
kona móður minnar fann espresso-
brúnan borða í New York sem smell-
passaði.“
Kjóllin fór vel við kjólföt Guð-
mundar sem eru frá upphafi síðustu
aldar. „Guðmundur vann í Herra-
fataverslun Kormáks og Skjaldar
fyrir nokkrum árum og eignaðist
á þeim tíma jakka sem hann notaði
aldrei. Hann er frá 1920 og merkt-
ur fyrri eiganda sínum. Hann ákvað
að láta laga hann fyrir brúðkaupið
svo hann passaði betur. Buxurnar,
sem eru frá 1930 og líka merktar
fyrri eiganda, voru svo í einkaláni
frá Gumma Jör,“ upplýsir Hafdís.
Dagurinn var að sögn Hafdísar
æðislegur frá upphafi til enda.
Veislan var haldin í Garðaholti þar
sem sveitastemningin ræður ríkj-
um. „Við fengum reyndar alveg
hræðilegt veður, sem var auðvitað
ekki planið, en í hreinskilni sagt
bætti það bara á sjarmann.“
Hafdís Helga fer með aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Fyrir fram-
an annað fólk sem er sýnd í kvik-
myndahúsum um þessar mundir,
en þetta er hennar fyrsta aðalhlut-
verk í bíómynd í fullri lengd. Mynd-
in, sem er rómantísk, hugljúf og
skemmtileg, hefur fengið afar góða
dóma og er Hafdís að vonum ánægð.
„Ég hef ekki heyrt neitt nema gott
sem er auðvitað voða gaman.“
vera@365.is
Fagnaðu stóra
deginum í Hörpu
Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070
Við sjáum um að útfæra brúðkaupsveisluna með þér, eins og þú vilt hafa hana.
Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.
brÚðkaup kynningarblað
18. mars 20162
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
D
0
-D
F
F
8
1
8
D
0
-D
E
B
C
1
8
D
0
-D
D
8
0
1
8
D
0
-D
C
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K