Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 18
Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn í hjarta þjóðarinnar með því að leiða baráttuna gegn Icesave-árásum Steingríms Joð á lífsafkomu hennar. Og svo varstu allt í einu orðinn for- sætisráðherra. Ég held það hljóti að vera tölu- vert áfall ungum manni að verða forsætisráðherra þótt það sé auð- vitað gífurleg upphefð. Það er nefnilega þannig að þegar maður er orðinn forsætisráðherra kemst maður ekki hærra upp, er í efsta þrepinu og hættan er sú að manni finnist einhvern veginn að maður eigi ekki skilið að vera þarna og fari að horfa niður. Þá fer mann að sundla. Ef marka má þær sögur sem hafa heyrst af þér síðan þú tókst við emb- ætti ertu búinn að eyða alltof mikl- um tíma í að velkjast í vafa um eigið ágæti. Það er til dæmis fleyg sú saga að fyrir um það bil ári hafi Bjarni Ben hringt í þig klukkan þrjú um eftirmiðdag og sagt að hann þyrfti að hitta þig þann daginn og þú hafir fallist á að gera það um fimmleytið á skrifstofu þinni. Þegar Bjarni kom var þig hvergi að finna vegna þess að þú varst á leiðinni til Flórída og hafðir verið í bílnum á leiðinni til Keflavíkur þegar símtalið átti sér stað. Hvers vegna í ósköpunum sagð- irðu ekki Bjarna að þú værir á leið- inni í frí? Að öllum líkindum vegna þess að þú varst með samviskubit yfir því að fara. Bjánaskapur, afreks- maður eins og þú á skilið að taka sér öll þau frí sem hann þarf á að halda. Það er hins vegar ekki skynsamlegt að bregðast vopnabróður sínum á þennan hátt fyrir ekki meira silfur. Annað dæmi og nýrra er það hvernig þú hófst máls á því að reisa viðbyggingu við Alþingishúsið eftir gamalli teikningu Guðjóns Samúels sonar. Í fyrsta lagi hafa leið- togar með áhuga á borgarskipulagi gjarnan lagt sig fram um að láta það mótast af byggingarlist samtíma en ekki fortíðar. Í annan stað er Ísland barmafullt af góðum arkitektum sem forsætisráðherra ætti að veita tækifæri frekar en Guðjóni. Hann þarf ekki á því að halda lengur. Í þriðja lagi beinir Guðjón Samúels- son óþægilega mikið athyglinni að gömlum tengslum Framsóknar- flokksins við evrópsk stjórnmálaöfl fortíðarinnar sem við viljum helst gleyma. Það lítur líka skringilega út í augum okkar hinna það frumvarp þitt til laga sem flytur umsjón með húsafriðun yfir í forsætisráðuneytið. Það ber með sér að þú hafir áhuga á skipulagi og húsum og jafnvel sér- staklega á gömlum húsum. Ég lít á þann áhuga þinn sem kost en ekki löst og ég hef svolítið gaman af honum. Slíkur áhugi getur hins vegar reynst hættulegur ef honum fylgir vald til þess að hrinda í framkvæmd skoðunum sem byggja á áhuga einum saman, tærum og fallegum, en hvorki þekkingu né skilningi. Það er svo allt eins líklegt að næsti forsætis- ráðherra eins og sá síðasti hafi harla lítinn áhuga á gömlum húsum sem þarfnast friðunar. Þriðja dæmið um það sem ég held að sé afleiðing þess að þú stendur í efsta þrepinu og horfir niður og þig sundlar eru samskipti þín við fjöl- miðla. Þú hefur æ ofan í æ kvartað undan því að fjölmiðlar séu ósann- gjarnir við þig og blaðamenn spyrji þig vondra spurninga. Þessi skoðun þín byggir á grundvallarmisskiln- ingi. Þegar blaðamenn henda í þig hörðum boltum ber þér ekki að líta á það sem ósanngjarna aðferð til þess að meiða þig heldur tækifæri til þess að sýna þjóðinni að þú sért sterkur og fastur fyrir og vitir hvað þú sért að gera og getir tjáð þig um það þannig að það fari ekkert á milli mála. Það kastaði þá fyrst tólfunum þegar þú brást við þeirri gagnrýni að þú hefðir hagað þér kjánalega í við- tali við Gísla Martein í sjónvarps- þætti með því að segja að hann hefði gert það líka. Gísli Marteinn er bara lítill strákur sem vinnur við sjónvarp en þú ert forsætisráðherra lýðveldisins? Síðasta dæmið sem ég ætla að rekja hér er tillagan sem þú settir fram á föstudaginn, að flytja fyrir- hugaða spítalabyggingu frá Hring- braut yfir að Vífilsstöðum. Vífils- staðalandið er fallegt og ég er handviss um að það er í sjálfu sér miklu hentugra til þess að setja þar niður spítala heldur en Hring- brautarlóðin. Staðsetning á húsi yfir spítala er hins vegar bara einn af mörgum eiginleikum spítalans og ekki endilega sá sem mestu máli skiptir. Svo eru það þær raddir sem halda því fram og hafa nokkuð til síns máls að það sé búið að leggja of mikið í undirbúning að spítalahúsi við Hringbraut til þess að fara með það annað og svo séu flestir starfs- menn spítalans búnir að bindast staðnum of sterkum tilfinninga- legum böndum til þess að það sé réttlætanlegt að rjúfa þau, starfs- mennirnir séu nefnilega það besta sem spítalinn búi að. Síðan hafa líka heyrst þær raddir að spítalinn eigi að vera í nánd við Háskólann og þess vegna sé Hringbrautin hent- ugur staður. Þessar raddir hljóma allar meira og minna sannfærandi en engu að síður skiptir það mestu máli að reisa hús yfir spítalann sem fyrst. Það er akkúrat hér sem glæpur þinn liggur, Sigmundur. Þú lagðir fram Vífils- staðatillöguna án þess að ræða hana við heilbrigðismálaráðherra sem fer með þau mál er lúta að Landspítal- anum eða fjármálaráðherra sem hafði yfirumsjón með smíð fjárlaga sem kveða á um fé til Hringbrautar- lausnarinnar. Það er með öllu for- dæmislaust að forsætisráðherra í samsteypustjórn gangi opinber- lega gegn mikilvægum ákvörðunum fagráðherra úr samstarfsflokki hans í ríkisstjórn. Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráð- herra og stjórnarandstöðuþing- maður. Bjarni Ben og Kristján Þór fréttu af tillögunni þinni með því að lesa um hana í dagblöðum. Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðis málum forystu í landinu. Sá eini úr þeirra hópi sem ég veit að þú talaðir við áður en þú hentir sprengjunni var landlæknir sem ráðlagði þér gegn þessu. Það er líklegt að með þessu hafir þú aukið á þá erfiðleika sem við verðum að yfirstíga til þess að húsið rísi fljótt. Hinn möguleikinn er sá að menn ákveði einfaldlega að hunsa þig í þessu máli, forsætis- ráðherrann sjálfan, og haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það væri býsna auðmýkjandi fyrir ungan for- sætisráðherra. Mér skilst á þeim sem gerst þekkja til þín að þú talir sjaldan við nokkurn mann, ekki einu sinni þingmenn úr þínum eigin flokki og greinilega ekki heldur við sam- ráðherra þína áður en þú veður inn í þeirra málaflokka skæddur á ýmsan máta. Sagan segir líka að þú sitjir löngum stundum einn í myrku herbergi í Alþingishúsinu. Það getur heldur ekki talist gott vegna þess að myrkrið er ekki bara fjarvera ljóss heldur líka eitthvað vont sem leggst á sálina og sviptir hana kærleika sem er eitt af þeim tækjum sem for- sætisráðherra verður að nota í sínu daglega starfi. Þessi tilhneiging þín til þess að einangra þig hefur gert það að verkum að gárungarnir eru farnir að segja eftirfarandi brandara: Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnar andstaðan oft undan fjar- veru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið forn- kveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarand- staðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni. Þú værir best geymdur annars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flórída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipulagsmálum með því að spila Matador við sjálfan þig. Þetta er ekki nema svona rétt mátulega fyndið en segir svolítið um það hvers konar augum samfélagið lítur þig þessa dagana. Ég er hins vegar með tillögu til úrbóta sem ég held að gæti galdrað til baka stjórnmálamanninn unga sem við öll hrifumst af: Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á mið- vikudögum, slæst í hópinn með sjósunds fólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráð- herra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur. Þá verður allt gott. Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Bjarni Ben og Kristján Þór fréttu af tillögunni þinni með því að lesa um hana í dag- blöðum. Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokk- urs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðis- málum forystu í landinu. Þessa dagana er fjölskylda hér í Hafnarfirði í mikilli klemmu. Hún hefur verið hér á landi frá því sumarið 2015. Hjónin eru hámenntuð en óttast um hag sinn eftir að gamli kommúnistaflokkur Albaníu komst til valda á ný fyrir nokkrum árum. Það er vegna þátt- töku heimilisföðurins í stjórnmál- um. Þau eiga fjögur börn. Dóttur sem er í háskóla í Albaníu, son sem býðst nám í HR næsta vetur, dóttur sem stendur sig með afar mikilli prýði í Flensborgarskólanum og ungan son sem er í grunnskóla. Mér er kunnugt um að þeim yngri systk- inunum gengur einnig vel félagslega og hann leikur stoltur knattspyrnu í búningi FH. Þetta fólk býður af sér góðan þokka og því stendur til boða vinna hérlendis. Þau eru sum hver vel mælt á íslensku. Í lok síðasta árs greip allsherjar- nefnd Alþingis inn í mál annarrar fjölskyldu, með miklum sóma, og var sagt að þar hefði meðal annars ráðið ferðum samúðarbylgja vegna lítils barns sem var veikt. Mál Dega- fjölskyldunnar, sem hér var nefnd að ofan, er sambærilegt. Eldri sonur- inn er veikur. Hann á við geðröskun að stríða. Mér var sagt af fjölmiðlamanni að þau veikindi væru ekki eins spenn- andi þegar að samúð kemur. Hvernig má það vera? Skiptir máli hver sjúkdómurinn er ef manneskja er veik? Eru for- dómarnir að ganga frá okkur í þessu máli? Útlendingur, geðröskun, ungur maður frekar en barn? Hvar er samúð þín íslenska þjóð? Hafandi kynnst þessu kostafólki þá tel ég að landið mitt og þjóðin séu að senda frá sér kærkomna, vel- menntaða borgara. Auk þess þá hafa löglærðir menn bent á mikið mis- ræmi í úrvinnslu mála af þessu tagi. Héðan hafa flust þúsundir Íslend- inga, fleiri en útlendingar sem komið hafa hingað. Nú er verið að flytja inn erlent vinnuafl. Hvað er í gangi? Ég ítreka beiðni mína sem ég hef sent þingheimi, forsetanum, ráð- herrum, svo nokkuð sé nefnt. Ég bið þess lengstra orða að góðir og vel- viljaðir menn og konur geti hugsan- lega haft áhrif á þetta mál. Mér vitanlega má búast við því að næstu daga verði þetta góða fólk flutt úr landi í lögreglufylgd eins og ótíndir glæpamenn. Á íslensk þjóð ekki stærra hjarta en svo? Nýtur erlendur einstaklingur með geðröskun engrar samúðar? Hafandi kynnst þessu kosta- fólki þá tel ég að landið mitt og þjóðin séu að senda frá sér kærkomna, velmenntaða borgara. Auk þess þá hafa löglærðir menn bent á mikið misræmi í úrvinnslu mála af þessu tagi. Magnús Þorkelsson manneskja 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -9 5 E 8 1 8 D 0 -9 4 A C 1 8 D 0 -9 3 7 0 1 8 D 0 -9 2 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.