Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 17
Ég man þegar Atkins-megrun-arkúrinn kom eins og storm-sveipur inn í umræðu um lýðheilsumál. Það var eitthvað svo galið við hugmyndina. Hún gengur í stuttu máli út á að besta leiðin til að grennast sé að borða fitu og kjöt en sleppa kolvetnum. Atkins-kúr- inn er grundvallaður á vísindum, nánar tiltekið á kenningum banda- ríska læknisins Alfreds W. Penn- ington sem eru orðnar meira en hálfrar aldar gamlar. Auk þess var Atkins sjálfur læknir og næringar- fræðingur með doktorsgráðu. Hugmyndin á bak við Atkins- kúrinn var því alls ekki galin vegna skorts á vísindum. Hún var galin vegna þess að hún boðaði að allt sem maður hafði heyrt áður væri rugl. Fyrir tíma Atkins-kúrsins var dæmigerð grenningarmáltíð hrökkbrauð, pasta og djúsglas. Helst átti maður að vera græn- metis æta og borða einmitt enga fitu og ekkert kjöt. Það voru jú ein- hver vísindi á bak við það líka. Fislétt kíló Og Atkins-kúrinn virkar. Sumir segja að kílóin fjúki af manni ef maður prófar. Það er reyndar ekkert sérstaklega vísindaleg tilhugsun. Það er eitthvað svo æðisgengið að ímynda sér kíló sem fjúka. Ég ímynda mér hvert kíló sem lítinn múrstein sem spænist í sterkum vindhviðum frá maga- svæðum fólks þar til ekkert er eftir nema glansandi harður sixpakk. Þetta er ölvandi retórík. Það er innri ófriður í orðasambandinu: „fjúkandi kíló“. Svona orðasam- bönd halda þjóðfélaginu gangandi. Kommúnistar eru ekki þeir einu sem semja ljóð. Við verðum að gefa markaðsmönnunum þessa lotu. Fjúkandi kíló eru á ljóðrænu leveli. En aftur að Atkins. Eftir á að hyggja held ég að tilkoma Atkins- kúrsins hafi breytt einhverju í þjóðfélagi okkar – og þá er ég að tala um stóra samhengið. Eftir Atk- ins er ekki neitt fáránlegt lengur því allt getur verið vísindalegt og allt getur borið árangur. Ég held að það sé hægt að færa vísinda- leg rök fyrir því að nánast hvaða mataræði sem er geti látið kílóin fjúka. Að borða ekkert nema salt- stangir er til dæmis ein hugmynd. Það góða við saltstangir er að þær drepa smám saman alla eðlilega hungurtilfinningu. Auk þess er svo endurtekningasamt að borða þær að maður gæti verið kominn með sinaskeiðabólgu í úlnliðinn áður en maður nær ráðlögðum dag- skammti hitaeininga. Þá eru alls konar frábær efni í saltstöngum, til dæmis kókosolía sem er góð fyrir húð og hár. Að grennast uppî í rúmi Svo er önnur vísindaleg leið til að láta kílóin fjúka. Það er ótrú- legt hvað maður brennir mörgum kaloríum við að öskra. Þetta eru einföld vísindi. Rétt eins og gaslúðrar brenna gasi þegar þeir framkalla hljóð þá þarf líkaminn að brenna hitaeiningum til að setja aukinn hljóðstyrk í rödd sína. Það góða við að grennast með öskrum er að maður þarf ekki að hreyfa sig neitt. Maður getur bara legið í rúminu og öskrað fram eftir degi. Góð hugmynd væri til dæmis að horfa á spólu sem sýnir upphá- haldsfótboltaliðið manns tapa aftur og aftur, helst út af dómaraskandal. Það mætti selja þetta sem ákveðna grenningarlausn. Ég get líka vottað það sjálfur að maður verður rosalega svangur af öskrum. Ég læstist inni í geymslu þegar ég var lítill og öskraði stans- laust í klukkutíma. Þegar ég kom út fór ég beint í ísskápinn og borðaði lifrarkæfu beint upp úr dollunni með matskeið og át svo heilan kex- pakka án þess að taka umbúðirnar almennilega frá áður. Ég réð ekki við hungrið og þarna var ég bara lítill strákur. Þetta gera öskrin. En að sjálfsögðu virka öskur ekki sem grenningarmeðal ef maður svalar hungrinu sem leitar á mann. Maður yrði að öskra og svo helst að láta óla sig niður í kjölfarið, sem gæti svo leitt til meiri öskra sem væri ágætis keðjuverkun í grenningunni. Hver er asnalegur? Þetta virkar fáránlegt. En er ekkert fáránlegt að keyra í tuttugu mín- útur í bíl og klæða sig í sérstök föt til að hlaupa svo á gúmmímottu sem snýst í hringi kringum tölvu- stýrt bretti til að grennast? Það er eiginlega alveg jafn fáránlegt og öskrin nema munurinn er sá að rosalega margir gera það. Líkams- ræktarstöðvar gætu allt eins verið fullar af öskrandi fólki sem búið er að óla fast við staura. Það myndu jafn mörg kíló fjúka. Auk þess er ekkert verra að öskra en að hlaupa út frá sjónarhóli vísindanna. Sumir myndu kannski segja að öskrin skemmi raddböndin. Hlaup skemma hnén segi ég á móti og Að öskra sig í form Bergur Ebbi Í dag Eftir á að hyggja held ég að tilkoma Atkins-kúrsins hafi breytt einhverju í þjóðfélagi okkar – og þá er ég að tala um stóra samhengið. Eftir Atkins er ekki neitt fáránlegt lengur því allt getur verið vís- indalegt og allt getur borið árangur. það er alveg jafn vísindalegt svar og hvað annað. Öskur eru manninum alveg jafn eðlislæg og hlaup. En nú veit ég hvað þið munuð segja næst. Þessum öskrum myndi fylgja hávaðamengun. Ekkert endi- lega. Ekki ef settur yrði sokkur upp í hvern og einn og svo mótorhjóla- hjálmur yfir það. Það er ekkert jafn grennandi og kæfð öskur. Það er vísindalega sannað að örvænting er sú tilfinning mannsins sem eykur brennslu hvað hraðast. Kílóin fjúka. Við erum bara rétt að byrja á alls konar grenningarleið- um. Leiða má að því vísindalegar líkur að ýmis konar svik, ótti eða illska geti líka leitt til þyngdartaps. Kannski finnst ykkur þetta asna- legar hugmyndir. Gott og vel. Hvað er annars að því að vera asnalegur? Asnar eru flestir í góðu formi, vel tennt dýr með góða dráttargetu. Hver veit nema að innan skamms munum við sjá fólk spennt við kerrur ganga um götur bæjarins. Öskrandi. Að sjálfsögðu. Ég las blogg um Íran eftir vara-þingmann Pírata, Ástu Guð-rúnu Helgadóttur, þar sem hún fullyrðir að konur í Íran búi við meiri réttindi en konur á Íslandi. Mér blöskraði svo þessi réttlæting og undirlægjuháttur gagnvart kúg- unarstjórninni í Íran að ég sé mig til- neyddan til að bregðast við. Hugmyndafræði klerkastjórnarinn- ar í Íran byggist á því að konur eigi að fara aftur inn á heimilin og þær eiga ekki að ganga í skóla. Þær eiga ekki að taka þátt í opinberu lífi í samfé- laginu. Khomeini erkiklerkur í Íran, sem sjálfur tók sér níu ára brúði, sagði eitt sinn að pólitíska þátttöku kvenna mætti leggja að jöfnu við vændi. Eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979 afnámu stjórnvöld fjölskyldu- lögin frá 1975 sem tryggðu framfærslu eftir skilnað, takmörkuðu heimild til fjölkvænis og veittu jafnvel konum rétt til að skilja við eiginmenn sína og giftast aftur. Í stað þeirra komu hin skelfilegu írönsku refsilög en samkvæmt þeim er litið svo á að níu ára stúlka sé fullorðin. Ef hún fremur glæp sem kallar á dauðarefsingu getur rétturinn dæmt hana til dauða. Ef karlmaður og kona lamast af völdum slyss skulu bætur fyrir skað- ann sem konan fær nema helmingi þess sem karlmaðurinn fær. Lögin heimila föður, sem fær leyfi dóm- stóla, til að gifta dóttur sína burtu áður en hún nær þrettán ára aldri manni sem er sjötíu ára. Sem áþreifanleg dæmi um það ástand sem konur í Íran búa við má nefna konu sem var hýdd til dauða vegna þess að sést hafði til hennar synda í heimilislaug fjölskyldunnar í sundbol og einnig sextán ára stúlku sem var hengd til dauða í byggingar- krana fyrir glæpi gegn hreinlífi. Þess- ari stúlku hafði verið nauðgað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá kúgun sem konur í þessu landi búa við og ég hugsa að íslenskar konur myndu ekki vilja skipta. Að mínum dómi byggjast írönsk lög á kvalalosta. Það er hörmulegt til þess að vita að fólk með viðhorf eins og Ásta Guð- rún hefur skuli geta komist til áhrifa í íslensku samfélagi sem allar líkur eru á miðað við það fylgi sem Píratar hafa í skoðanakönnunum. Um réttindi kvenna í Íran Það var hvetjandi að sjá skrif Sig-urðar R. Þórðarsonar um vatns-vernd á höfuðborgarsvæðinu hér í blaðinu í gær. Þar drepur hann á margar þær ógnir sem blasa við í Heið- mörkinni og í grennd við hana og OR og Veitur hafa komið með formlegar ábendingar og viðvaranir um á síðustu misserum og árum. Verndarsvæði neysluvatns fyrir meira en helming landsmanna var endur skilgreint af öllum sveitar- stjórnum á höfuðborgarsvæðinu í fyrra að undangengnum nákvæmari rann- sóknum en áður höfðu verið gerðar. Í ljósi þessa nýja vatnsverndarskipu- lags hljótum við að vega og meta þau umsvif sem leyfð hafa verið í gegnum tíðina, þar á meðal byggðina. Hún er innan vatnsverndar samkvæmt hinu nýja skipulagi og raunar hinu eldra líka. Aðrar ógnir rekur Sigurður skil- merkilega og fyrir það er þakkað. Vegna niðurdælingar við Hellisheiðar- virkjun, sem Sigurður nefnir sérstak- lega, skal það upplýst að sérstakar vöktunarholur eru á niðurdælingar- svæðinu til að gæta að vatnsgæðum. Skemmst er frá því að segja að engin breyting hefur fundist í grunnvatni enda ná niðurdælingarholur niður fyrir grunnvatnsstraumana á heið- inni. Áhyggjurnar eru eðlilegar og við höldum áfram að fylgjast vel með. Hagsmunirnir af því að fólk og fyrir- tæki hafi aðgang að nægu ómeðhöndl- uðu neysluvatni eru ómældir. Það er skoðun OR að frístundabyggð eigi ekki heima á öryggissvæðum vatns- bóla. Við viljum ná því markmiði í sem bestri sátt við eigendur húsa á svæðinu, en réttur þeirra til afnota af landi OR er runninn út. Það er til að verja rétt almennings til heilnæms vatns að OR verst kröfum um að einkaaðilar eigi afnotarétt af almannaeigum sem nauðsynlegar eru til að sinna grunn- þörfum fólks. Takk fyrir ábendingarnar og aðhald- ið, Sigurður. Vernd vatnsbólanna Stefán Karlsson stjórnmála- fræðingur og guðfræðingur Mér blöskraði svo þessi rétt- læting og undirlægjuháttur gagnvart kúgunarstjórninni í Íran að ég sé mig tilneyddan til að bregðast við. Stundum er gott að gera sér dagamun Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúengur eftirréttur. … hvert er þitt eftirlæti? 1 6 -0 9 5 3 -H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F Ö s T u d a g u R 1 8 . m a R s 2 0 1 6 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -9 A D 8 1 8 D 0 -9 9 9 C 1 8 D 0 -9 8 6 0 1 8 D 0 -9 7 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.