Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 46
Heimasíða okkar jonogoskar.is veitir ferkari upplýsingar um verð og úrval. Verið
velkomin í verslanir okkar að Laugavegi 61 -Kringlunni og Smáralind. Sími 552-4910
Sígildir hringar alltaf vinsælir
Einbaugar, þessir sígildu og klassísku hringar hafa
alltaf verið mjög vinsælir hjá Jóni og Óskari. Þá má
fá bæði í gulu og hvítu gulli og misjafnlega breiða.
Jafnframt koma þeir í mismunandi þykkt og
stundum eru þeir kúptir að innan sem mörgum
finnst þægilegra. Hinn klassíski einbaugur er mjög
fallegur á hendi og fer vel með öðrum hringum.
Munstraðir hringar og íslensk hönnun
Hjá Jóni og Óskari er í boði mikið úrval af mun-
struðum hringum af ýmsu tagi og hringum þar sem
hvítu- og gulu gulli er blandað saman. Jafnframt
hefur verið mjög vinsælt að handgrafa í hringana og
hefur gamla íslenska höfðaletrið þá oftast verið
notað. Þar velur fólk að setja nöfnin sín eða ein-
hver orð eða tákn sem þeim eru kær. Gullsmiðir
fyrirtækisins hafa hannað fjölmargar útgáfur af
mynstri og formum sem hafa reynst mjög vinsæl og
má sjá glæsilegt úrval hringa á heimasíðu
fyrirtækisins www.jonogoskar.is.
Demantar í giftingarhringum
Undanfarin ár hefur það orðið sífellt algengara að
fólk velji að setja demanta í giftingarhringana og þá
einkum kvenhringinn. Demantur glæðir hringinn
lífi og eykur á fegurð hans.
Gull, hvítagull, palladium, silfur, stál
Algengast er að giftingarhringarnir séu hafðir úr
gulu gulli en hvítagull eða blanda af gulu og hvítu
gulli hefur líka verið mjög vinsæl. Hringar úr palla-
dium (sem er platínumálmur sami litur og hvítagull)
standa einnig til boða.Hringar úr stáli hafa einnig
notið nokkurra vinsælda enda ódýrasti kosturinn
sem í boði er í dag.
Demantshringur sem trúlofunarhringur
Ameríska hefðin, þ.e.a.s. að daman setji upp
demantshring við trúlofun hefur einnig verið að
aukast mikið að vinsældum undanfarin misseri.
Þegar þessi leið er valin setur karlmaðurinn ekki upp
hring en konan setur upp demantshring þegar
hennar er beðið. Báðir aðilar setja svo upp ein-
bauga við giftingu. Samkvæmt amerísku hefðinni
á hringurinn að kosta sem nemur a.m.k. tveimur
mánaðarlaunum herrans en það er að sjálfsögðu ekki
bráðnauðsynlegt að vera svo flottur á því þegar þessi
leið er valin því hjá Jóni og Óskari er hægt að fá
glæsilega demantshringa á verði sem flestir ættu að
ráða við.
Morgungjafir
Sá siður að gefa morgungjafir hefur einnig verið
að aukast mjög að vinsældum undanfarin ár og má
segja að það sé orðin hefð í íslenskum brúðkaupum.
Mega þeir herrar sem gleyma morgungjöfinni eiga
von á athugasemdum frá sinni heittelskuðu.
Í morgungjöf er hefðin að gefa fallegan demants-
skartgrip. Svokallaðir “alliance” hringar eru orðnir
ein vinsælasta morgungjöfin en þar er nokkrum
demöntum raðað eftir baugnum sem er hafður úr
hvítu eða gulu gulli.
Skemmtilegustu viðskiptavinirnir
Hjá Jóni og Óskari eru þeir viðskiptavinir sem kaupa trúlofunar- og giftingarhringi í miklu uppáhaldi. Þeir
hafa ákveðið að treysta fyrirtækinu fyrir kaupum sem eiga að endast alla ævi og sú ákvörðun þeirra er tekin
mjög alvarlega. Starfsmenn fyrirtækisins eru tilbúnir að leggja sig alla fram til að valið á hringunum verði sem
auðveldast og að ánægja ríki með kaupin og einungis er boðið upp á vandaða hágæðavöru.
Sérfræðingar í giftingarhringum
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
brúðkaup kynningarblað
18. mars 201620
Falleg hárbönd hafa verið vinsæl
hjá brúðum. Hárböndin skreyta
hárgreiðsluna og koma í staðinn
fyrir slör. Mikið úrval er af alls kyns
slíku hárskrauti á netinu. Þetta á
myndinni er handunnið frá Swar
ovski, sett perlum og kristal. Ákaf
lega fallegt hárskraut fyrir brúðina.
Hvítar perlur hafa lengi verið vin
sælar sem brúðarskart. Það er um
að gera að skoða myndir á net
inu, helst með hárgreiðslumeistar
anum svo hægt sé að velja saman
hárskraut og hárgreiðslu fyrir stóra
daginn.
Glæsilegt
hárskraut
Færst hefur í aukana að ferða
menn kjósi að ganga í það heilaga
á Íslandi. Þetta er í það minnsta til
finning þeirra sem koma að hjóna
vígslum og þjónustu við þessi er
lendu brúðhjón. Hins vegar hefur
engin tölfræði um þennan þátt
ferðaþjónustunnar verið tekin
saman.
Allar tilkynningar um hjóna
vígslur berast til Þjóðskrár, en ef
hvorugt hjónaefna er skráð í Þjóð
skrá eru þær vígslur ekki skráð
ar í tölvukerfi stofnunarinnar. Sam
kvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá
berast slíkar tilkynningar á pappír,
eru settar í möppur og gögnin sótt
ef gefa þarf út hjónavígsluvottorð.
Ekki hefur þótt tilefni til að taka
saman þessa tölfræði og því lítið
vitað í raun hversu fjölgun þessara
hjónavígslna er mikil.
Gróf talning á þessum vígslum á
tímabilinu maí til september 2015
gefur til kynna að þær hafi verið
um það bil 200 talsins.
Lítið vitað um
erlend brúðhjón
Fjöldabrúðkaup er það kallað þegar nokkur pör eru gefin
saman í sömu athöfn. Í sögulegu samhengi eiga fjöldabrúð
kaup rætur sínar að rekja til þess þegar Alexander mikli gifti
elstu dóttur sína, Barsine, Daríusi Persakonungi. Í sömu at
höfn gaf hann saman marga af sínum bestu hermönnum og
persneskar konur, um áttatíu pör. Í dag eru þessar athafn
ir aðallega haldnar í Afganistan, Kína, Íran, Japan, Jórdaníu,
Kúrdistan, Palestínu, SuðurKóreu og Jemen.
Ástæður fyrir fjöldabrúðkaupum eru yfirleitt félagslegar
og fjárhagslegar, svo sem til að minnka kostnað við athöfn
ina og jafnvel veisluna þar sem nokkrir fjölskyldumeðlimir
geta haldið brúðkaupsveislu saman. Í fjöldabrúðkaupi á Ind
landi árið 2011 voru gefin saman 3.600 pör af ólíkum trúar
brögðum svo sem hindúasið, kristni, búddasið og íslam en
mörg þeirra voru af fátækum bændaættum.
Fjöldabrúðkaup eiga langa sögu
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
D
0
-D
B
0
8
1
8
D
0
-D
9
C
C
1
8
D
0
-D
8
9
0
1
8
D
0
-D
7
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K