Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 20
Í dag 18.00 Arnold Palmer Inv. Golfst. 18.30 Stjarnan - Njarðvík Sport 19.40 M.Boro - Hull Sport2 21.10 Körfuboltakvöld Sport 19.15 Stjarnan - Njarðvík Ásgarður 19.15 Haukar - Þór Þ. Ásvellir Nýjast © GRAPHIC NEWSMynd: Getty Images Fæddur: Hæð: Þyngd: 17. október, 1979 Espoo, Finnlandi 175 cm Mars 2001, Sauber 62 kg Frumraun: Kappakstrar/sigrar: Á verðlaunapalli: Á ráspól: 230 / 20 80 16 8,7% 34,8% 7% 2015: 4. sæti, 150 stig 5Hætti keppni Ferrari Kimi Raikkonen © GRAPHIC NEWSMynd: Getty Images Fæddur: Hæð: Þyngd: 27. júní, 1985 Wiesbaden, Þýskalandi 178 cm Mars 2006, Williams 67 kg Frumraun: Kappakstrar/sigrar: Á verðlaunapalli: Á ráspól: 185 / 14 41 22 7,6% 22,2% 11,9% 2015: 2. sæti, 322 stig 2Hætti keppni: Mercedes Nico Rosberg Formúla 1 Búast má við tveggja turna tali í Formúlu 1 þetta árið líkt og undanfarin ár. Mercedes og Ferrari eru langlíklegust til að bera höfuð og herðar yfir önnur keppnis- lið á nýju keppnistímabili sem hefst í Ástralíu um helgina. Rúnar Jónsson mun eins og síð- ustu ár fara fyrir ítarlegri umfjöllun Stöðvar 2 Sports um keppnismóta- röðina en hann segist hvað spennt- astur fyrir því að sjá hvort Ferr- ari-keppnisliðið nái að halda í við Mercedes-mennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. „Mercedes hefur verið með tals- verða yfirburði síðan túrbínuvél- arnar [vélar með forþjöppu] voru kynntar til sögunnar árið 2014,“ segir Rúnar. „Það verður afar spenn- andi að sjá hvað gerist í toppbarátt- unni og það mun heilmikið koma í ljós í fyrstu keppnunum.“ Þriðja árið í röð hjá Hamilton? Fjórir ofangreindir ökuþórar, báðir Mercedes-mennirnir og Ferrari- mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkönen, munu berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra. Það kæmi mjög á óvart ef nokkur annar myndi blanda sér í þá baráttu. „Lewis Hamilton vill verða fjórði ökumaðurinn í sögunni sem vinn- ur þrjá titla í röð,“ segir Rúnar en Hamilton hefur unnið síðustu tvö ár. Rúnar bætir við að Hamilton megi eiga von á mikilli samkeppni frá liðsfélaga sínum, Nico Rosberg. „Rosberg var daufur framan af síðasta tímabili en endaði afar vel. Hann vann síðustu þrjár keppnirn- ar og kemur því afar sterkur til leiks núna í ár.“ Rúnar vill ekki afskrifa Ferrari- mennina, þrátt fyrir að Mercedes-bíllinn hafi verið kröftugri síðustu árin. „Það vita allir hvað Sebasti- an Vettel getur enda fjórfaldur heimsmeist- ari. Hann gæti reynst Merce- d e s - l i ð i n u g r í ð a r l e g a hættulegur. En Ferrari þarf einnig á því að halda a ð K i m i R a i k kö n e n komi öflugur inn. Hann er fljótur og hefur allt sem þarf til en hann þarf að blómstra í ár.“ Rúnar segir að Mercedes-menn séu varir um sig. „Hamilton hefur talað á þann máta að hann reiknar allt eins með því að Ferrari eigi eitt- hvað óvænt uppi í erminni. Menn eru duglegir að reyna að plata hverjir aðra á æfingum vetrar- ins og því verður afar áhugavert að fylgjast með fyrstu keppnunum því það kemur svo mikið í ljós þá. Þangað til er þetta nokkuð mikil ráðgáta.“ Williams vill skáka Ferrari Rúnar reiknar með því að það verði hópur fjögurra liða sem berjist næst á eftir tveimur bestu liðunum, það er að segja Williams, Red Bull, Toro Rosso og Force India. „Við gætum fengið mjög skemmti- lega baráttu á milli þessara liða um þriðja sætið. Williams vonast meira að segja til að geta veitt Ferrari ein- hverja samkeppni og liðið gerði það sannarlega í nokkrum keppnum á síðasta ári. Það væri gaman að sjá Williams blanda sér í toppbaráttuna líka,“ segir Rúnar. Hann vonast eftir góðu keppnis- tímabili og segir að það sé ýmis- legt sem bendi til þess að svo verði. „Þetta gæti orðið besta tímabilið eftir að túrbínuvélarnar voru teknar í notkun. Nokkur lið hafa verið í vandræðum með sínar vélar en þau hafa fengið góðan tíma til að vinna í sínum málum og koma sterkari til leiks en áður. Mercedes hitti á frá- bæran bíl strax í upphafi en það er ekki hægt að bæta hann endalaust þannig að vonandi fáum við jafnari heildarpakka en áður.“ eirikur@frettabladid.is Hver veltir Mercedes af stalli? Nýtt keppnistímabil í Formúlu 1 hefst um helgina þegar keppt verður í Ástralíu. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill vinna þriðja árið í röð en hann fær mikla samkeppni frá eigin liðsfélaga og Ferrari-mönnum. Talast varla við Það má búast við hörkusamkeppni á milli Mercedes-mannanna Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökuþóra. Mercedes-bíll- inn hefur haft nokkra yfirburði yfir aðra í Formúlu 1 og hefur Hamilton haft betur í baráttunni við Rosberg og alla aðra ökuþóra síðustu tvö árin. „Það er oft grunnt á því góða á milli Mercedes-mannanna,“ sagði Rúnar Jónsson um baráttu þeirra Hamiltons og Rosbergs. „Það komu upp nokkur atvik á síðasta ári sem urðu til þess að þeir töluðu varla hvor við annan. Rosberg er þar fyrir utan alls ekki sáttur við að hafa tapað tvö ár í röð.“ Keppnislið Mercedes hefur ekki gefið út að annar þeirra sé aðalökuþór liðsins. Þá baráttu verða þeir að útkljá sjálfir. „Rosberg vann síðustu þrjár keppnir síðasta árs og það mun gefa honum byr í seglin fyrir fyrstu mótin í ár. Það skiptir gríðarlega miklu máli að byrja vel.“ © GRAPHIC NEWSMynd: Getty Images Fæddur: Hæð: Þyngd: 3 júlí, 1987 Heppenheim, Þýskalandi 176cm June 2007, BMW Sauber 62kg Frumraun: Kappakstrar/sigrar: Á verðlaunapalli: Á ráspól: 158 / 42 79 46 26.6% 50% 29.1% 2015: 3 sæti, 278 stig 1Hætti keppni: Ferrari Sebastian Vettel © GRAPHIC NEWS 13 1 Heimild: FIA Jómfrúarkeppni á nýrri braut í Bakú EUROPE 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 15 14 16 17 18 19 20 21 1 16 32 15 17 4 8 21 18 7 10 12 11 13 14 6 9 5 20 19 Ástralía Barein Kína Rússland Spánn Mónakó Kanada Evrópa Austurríki Bretland Ungverjaland Þýskaland Belgía Melbourne Sakhir Shanghai Sochi Barcelona Monte Carlo Montreal Baku Spielberg Silverstone Búdapest Hockenheim Spa 20. mars 3. apr. 17. apr. 1. maí 15. maí 29. maí 12. júní 19. júní 3. júlí 10. júlí 24. júlí 31. júlí 28. ág. Ítalía Singapúr Malasía Japan Monza Marina Bay Kúala Lúmpúr Suzuka 4. sept. 18. sept. 2. okt. 9. okt. Bandaríkinn Mexíkó Brasilía Abú Dabí Austin Mexico borg Sâo Paulo Yas Marina 23. okt. 30. okt. 13. nóv. 27. nóv. Dagskráin í Formúlu 1 2016 Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is Mercedes hitti á frábæran bíl strax í upphafi en það er ekki hægt að bæta hann endalaust. Rúnar Jónsson 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r20 s p o r T ∙ F r É T T a B l a ð i ð sport © GRAPHIC NEWSMynd: Getty Images Fæddur: Hæð: Þyngd: 7. janúar, 1985 Stevenage, Englandi 175 cm Mars 2007, McLaren 66 kg Frumraun: Kappakstrar/sigrar: Á verðlaunapalli: Á ráspól: 167 / 43 87 49 25,7% 52,1% 29,3% 2015: 1. sæti, 381 stig 1Hætti keppni: Mercedes Lewis Hamilton Evrópudeildin, 16 liða úrslit Lazio - Sparta Prag 0-3 0-1 Borek Dockal (10.), 0-2 Ladislav Krejci (12.), 0-3 Lukas Julis (44.) Sparta fer áfram, 4-1, samanlagt. Leverkusen - Villareal 0-0 Villareal fer áfram, 2-0, samanlagt. Valencia - Athletic 2-1 1-0 Santi Mina (13.), 2-0 Aderlan Santos (37.), 2-1 Aritz Aduriz (75.). Athletic fer áfram, 2-2, samanlagt. Braga - Fenerbache 4-1 1-0 (Ahmed Koka (11.), 1-1 Alper Potuk (45.), 2-1 Josue (69., víti), 3-1 Nikola Stojiljkovic (74.), Rafa Silva (83.). Braga fer áfram, 4-2, samanlagt. Anderlecht - Shakhtar 0-1 0-1 Eduardo (90.). Shakhtar fer áfram, 4-1, samanlagt. Sevilla - Basel 3-0 1-0 Adil Rami (7.), 2-0 Kevin Gameiro (44.), 3-0 Kevin Gameiro (45.). Sevilla fer áfram, 3-0, samanlagt. Tottenham - Dortmund 1-2 0-1 Pierre-Emerick Aubameyang (24.), 0-2 Pierre-Emerick Aubameyang (70.), 1-2 Son Heung-min (73.). Dortmund fer áfram, 1-5, samanlagt. Man. Utd - Liverpool 1-1 1-0 Anthony Martial (32., víti), 1-1 Philippe Coutinho (45.). Liverpool fer áfram, 3-1, samanlagt. olís-deild karla ÍBV -Valur 24-30 Markahæstir: Theodór Sigurbjörnsson 7 - Geir Guðmundsson 11. Grótta - Akureyri 30-30 Markahæstir: Viggó Kristjánsson 9 - Sigþór Heimisson 8. Víkingur - ÍR 27-26 Markahæstir: Hlynur Óttarsson 7 - Sturla Ásgeirsson 7/1. Afturelding - FH 23-25 Markahæstir: Birkir Benediktsson 5 - Ásbjörn Friðriksson 8. Fram - Haukar 25-39 Markahæstir: Óðinn Ríkharðsson 7 - Hákon Daði Styrmisson 11/2. Efri hlutinn Haukar 43 Valur 37 Afturelding 26 FH 25 ÍBV 24 Neðri hlutinn Grótta 23 Fram 22 Akureyri 21 ÍR 16 Víkingur 8 úrslitakeppni Domino’s-deild karla Keflavík - Tindastóll 90-100 Keflavík: Reggie Dupree 17/4 fráköst, Jerome Hill 15/8 fráköst. Tindastóll: Myron Dempsey 31/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst. Tindastóll leiðir einvígið, 1-0. KR - Grindavík 85-67 KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 19/7 fráköst Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 21/12 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 20/8 fráköst. KR leiðir einvígið, 1-0. 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -9 0 F 8 1 8 D 0 -8 F B C 1 8 D 0 -8 E 8 0 1 8 D 0 -8 D 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.