Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 66
Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist alveg frá því ég var smástelpa í Hlíðaskóla. Anna Flosadóttir kenndi mér leiklist þar og það er
óhætt að segja að þar hafi áhuginn
kviknað. Í kjölfarið leiddist ég hálf
blint út í ferlið,“ segir Gríma Krist-
jánsdóttir leikkona, sem er um
þessar mundir að undirbúa loka-
verkefnið sitt í leiklistarskólanum
CISPA í Kaupmannahöfn.
Afar erfitt virðist vera fyrir ungt
fólk að komast í leikaranám hér
á Íslandi. Flestallir sem hyggjast
leggja í slíkt nám reyna að þreyta
inntökupróf í Listaháskóla Íslands
sem fram fer annað hvert ár en
aðeins tíu nemendur komast inn
hverju sinni.
„Ég fór þrisvar sinnum í inntöku-
prófið í Listaháskólanum og auð-
vitað var það mikið svekkelsi að
komast ekki inn. Ég var staðráðin í
því að láta það ekki stoppa mig og
fór í leikaranám til Danmerkur. Í
dag er ég bara mjög þakklát fyrir þá
reynslu sem ég hef fengið hérna úti.
Ég hef kynnst fólki í bransanum
hvaðanæva úr heiminum sem er
mikilvægt í þessum bransa,“ segir
Gríma þakklát og bætir við að hún
sé spennt að koma heim til Íslands
og halda áfram að leika.
Margir hafa eflaust tekið eftir því
að Gríma fer með eitt af aðalhlut-
verkum kvikmyndarinnar Reykja-
vík eftir Ásgrím Sverrisson sem
frumsýnd var í síðastliðinni viku.
Hún hlaut frábæra dóma og var
meðal annars kölluð senuþjófur
myndarinnar.
„Ég var hæstánægð með hlut-
verkið, frábært tækifæri og mikill
heiður að fá að leika á móti Atla
Rafni. Þegar ég þáði hlutverkið í
myndinni var hann meðal annars
ástæðan fyrir því að ég stökk út í
djúpu laugina, því það er mikill
heiður að fá að leika á móti svona
reynslumiklum og flottum leik-
ara,“ segir Gríma og bætir við að
sér hafi þótt afar leiðinlegt að geta
hafa ekki getað verið viðstödd
frumsýninguna.
Gríma hefur talsverða reynslu
í leiklistarbransanum og hefur
meðal annars unnið mikið með
leikkonunni Margréti Vilhjálms-
dóttur. Þá var hún ein af þeim sem
stofnuðu leikhúsið Norðurpólinn
á Seltjarnar nesi aðeins tvítug að
aldri. Í dag er Gríma með verk í
vinnslu og er væntan leg til lands-
ins í byrjun apríl þar sem hún mun
taka þátt í Vinnslunni sem fram fer
í Tjarnarbíói.
„Vinnslan er byggð á hugmynd
frá Bretlandi, þar sem listamenn
úr öllum áttum opna verkin sín og
kynna þau fyrir fólki. Verkið sem
ég kem til með að kynna heitir
Ódauðlegt og fjallar um ljótleik-
ann. Ég ákvað að kanna sambandið
milli ljótra hugsana sem berjast um
í höfðinu á okkur og þeirrar niður-
bælingar sem kemur í kjölfarið,
hvað ef við bjóðum bara ljótleik-
ann velkominn?“ segir Gríma létt í
bragði. gudrunjona@frettabladid.is
Hvað ef við bjóðum
ljótleikann velkominn
Leikkonan Gríma Kristjánsdóttir hefur undanfarnar vikur vakið at-
hygli fyrir leik sinni í kvikmyndinni Reykjavík eftir Ásgrím Sverris-
son. Um þessar mundir er Gríma í leiklistarnámi í Kaupmannahöfn.
Gríma þykir eiga stórleik í kvikmyndinni Reykjavík sem nýlega var frumsýnd.mynd/
Halla maRín
Uppspretta ánægjulegra viðskipta
VIÐ KYNNUM
Nýjar og vandaðar
íbúðir á fallegum
útsýnisstað við
Holtsveg 37 og 39 í
Urriðaholti, Garðabæ.
Hönnun húsanna er
sérstak lega glæsileg með
rúmgóðum svölum og
stórum gluggum.
Öllum íbúðum fylgir stæði í
bílageymslu. Vandaðar inn
réttingar og tæki og steinn
á borðum í eldhúsi.
Íbúðirnar afhendast
fullbúnar án gólfefna en
votrými flísalögð. Bæði
húsin eru að sjálfsögðu
með lyftu.
Verð frá 30,9 m. kr.
Afhending haust 2016. Innréttuð sýningaríbúð til sýnis
Sölusýning föstudaginn 18 mars milli 13-14 & þriðjudaginn 22 mars milli 17-18
Hannes Steindórsson
Löggiltur fasteignasali
699 5008
hannes@fastlind.is
Stefán Jarl Martin
Löggiltur leigumiðlari
Aðstoðarmaður fasteignasala
892 9966
stefan@fastlind.is
Kristján Þórir Hauksson
Aðstoðarmaður fasteignasala
696 1122
kristjan@fastlind.is
Vertu
velkomin
Ég fór þrisvar
sinnum í inntöku-
prófið í ListaHáskóLanum
og auðvitað var það mikið
svekkeLsi að komast ekki
inn. Ég var staðráðin í því
að Láta það ekki stoppa mig.
1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r38 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
D
0
-B
D
6
8
1
8
D
0
-B
C
2
C
1
8
D
0
-B
A
F
0
1
8
D
0
-B
9
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K