Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 12
Föstudagsviðtalið Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is ↣ Nýlega voru sagðar fréttir af því að Íslendingar væru feitasta þjóð í Evrópu. Guðmundur segir mikilvægt að grípa strax í taumana. Að tíminn vinni ekki með okkur í þessum efnum. FréttAblAðið/ErNir síðustu ár hefur það orðið mér meira og meira ljóst að það eru heilmiklir möguleikar fólgnir í því að fara að hjálpa fólki með króníska lífsstílssjúkdóma. 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð Það er kannski ekki endilega fitan sjálf sem er vandamál, það eru sjúkdómarnir sem fylgja. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er sykursýkin og hjarta- og æðasjúk- dómarnir sem geta lagst þungt á okkur næstu árin og áratugina. Sérstaklega þegar við horfum til þess að þjóðin er að eldast og þessi tíðni sjúkdóma eykst eftir því sem við verðum eldri. Þetta getur komið tvöfalt í bakið á okkur,“ segir Guð- mundur Jóhannsson, bráða- og lyflæknir á Landspítalanum. Hann segir að mataræði þjóðarinnar verði að taka breytingum, við séum að feta hættulega braut og sífellt fleiri greinist með króníska lífsstíls- sjúkdóma fyrir vikið. Gera þurfi átak í málaflokknum hið fyrsta. „Við leggjum að mínu mati allt of lítinn pening í forvarnir. Mér finnst að það eigi að hugsa þetta frá grunni og hefja fræðslu strax í grunnskóla.“ Fitan út – sykurinn inn Guðmundur segir forsögu málsins að um 1980 hafi orðið breyting á mataræði heimsbyggðarinnar. „Áratugunum áður höfðu menn verið að vakna upp við aukna tíðni hjartasjúkdóma og menn veltu fyrir sér orsökum þess. Því var velt upp að neysla á mikilli fitu, sérstaklega mettaðri fitu, gæti verið hluti af orsökinni. Um 1980 urðu töluverðar breytingar þar sem fólki var almennt ráðlagt að byrja að taka fitu úr matar- æðinu, sérstaklega mettuðu fituna. Þá þurfti eitthvað að koma í staðinn og fólk fór að auka neyslu kolvetna,“ segir Guðmundur. Hann segir matvælaframleiðendur hafa brugðist við með því að taka fituna úr matnum og framleiða fitu- snauðan mat. „Vandamálið var að maturinn bragðaðist ekki eins vel þegar búið var að taka fituna úr. Þá þurfti eitthvað að koma í staðinn, sem mátti ekki vera fita. Þá fóru menn að bæta við sykri í vörurnar. Þannig skiptum við út fitunni fyrir sykur. Hann fór að vera meira og meira í allri matvöru. Unnar matvör- ur fóru líka að koma inn á markað- inn meira en við höfðum séð áður,“ heldur hann áfram. Nýtt mataræði, nýir sjúkdómar Í kjölfarið fór að bera á lífsstílstengd- um sjúkdómum í auknum mæli. „Frá 1980 og til dagsins í dag höfum við verið að sjá bylgju af krónískum sjúkdómum eins og offitu og sykur- sýki. Þeir koma eins og flóðbylgja yfir okkur núna. Þetta er orðið stórt vandamál og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin er farin að hafa miklar áhyggjur að því að þessir krónísku lífsstílssjúkdómar séu að verða ein mesta heilbrigðisógn sem steðjar að okkur.“ Gæti orðið okkur ofviða Guðmundur vill vitundarvakningu um þessi mál og að læknar einblíni í meiri mæli á mataræði. Hann segir að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða til að sporna við lífsstíls- Kallar eftir vakningu lækna Guðmundur Jóhannsson er bráða- og lyflæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir auknar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins duga skammt ef mataræði Íslendinga tekur ekki breytingum. Koma megi í veg fyrir marga króníska lífsstílssjúkdóma sem eru dýrir fyrir samfélagið með breyttu mataræði. sjúkdómum – annars verði þróunin heilbrigðiskerfinu hreinlega ofviða. Er það þín upplifun að það sé of lítið rætt um áhrif mataræðis á heilsu innan læknisfræðinnar? „Ef maður skoðar læknadeildir um allan heim þá er næringarfræði ekkert sérstaklega kennd. Það eru kannski einhverjir fyrirlestrar og kúrsar. Þegar ég var í deildinni þá var áhersla á þetta í deildinni lítil,“ segir hann. „Ég held þetta sé hlutur sem við höfum ekki veitt nægilega mikla athygli. Síðustu ár hefur það orðið mér meira og meira ljóst að það eru heilmiklir möguleikar fólgnir í því að fara að hjálpa fólki með króníska lífs- stílssjúkdóma.“ Hvaða sjúkdóma erum við að tala um að hægt væri að koma í veg fyrir? „Augljósast er offita og sykur- sýki. Eins hjartasjúkdómar. Svo hafa menn talað um að sum krabbamein séu lífsstílstengd og Alzheimerssjúk- dómur. Ég held að listinn yfir sjúk- dóma sem þetta gæti haft áhrif á sé gríðarlega langur.“ Auknir fjármunir duga skammt Nýlega voru sagðar fréttir af því að Íslendingar væru feitasta þjóð í Evrópu. Guðmundur segir mikilvægt að grípa strax í taumana. „Fjármunirnir geta verið fljótir að fara í þetta. Lífsstílssjúkdómar geta auðveldlega gleypt mikinn hluta af þessu fjármagni ef við förum ekki að spá í hvað við getum gert til að fyrirbyggja þetta. Í Bandaríkjunum er talað um að ef offitufaraldurinn þar heldur áfram muni þetta gleypa alla fjármuni þeirra heilbrigðiskerfis á næstu áratugum. Nú er staðan sú að þriðji hver Bandaríkjamaður er orðinn of feitur og helmingur með sykursýki eða forstigsbreytingar að sykursýki.“ betur má ef duga skal Guðmundur segir þó meiri áhuga á mataræði og áhrifum þess á heilsuna innan læknisfræðinnar. „Það er aukinn áhugi meðal lækna. Sem dæmi um það þá stofnaði ég ásamt kollega mínum Facebook-síðu lækna fyrir ári þar sem við byrjuðum að ræða þessi mál. Svo hefur þessi grúppa vaxið og núna eru um 260 læknar í grúppunni að ræða þessi lífsstílstengdu mál.“ Guðmundur myndi vilja sjá aukið samstarf milli fagstétta. „Við getum bætt okkur mikið í þessu og farið að vinna meira með hinum fagstéttunum. Sérstaklega með næringarfræðingum. Ég myndi vilja sjá aukið samstarf milli okkar, lækna, og þeirra, líka með sjúkra- þjálfurum, einkaþjálfurum og öðrum. Við verðum að vinna að því að hjálpa fólki að verða sjálfbærara í að hugsa um eigin heilsu. Hjálpa því að hjálpa sér sjálft.“ 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -D 1 2 8 1 8 D 0 -C F E C 1 8 D 0 -C E B 0 1 8 D 0 -C D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.