Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 38
Trúlofunardagurinn var ári áður á sama degi. „Ég varð 35 ára þann 6. júlí en hélt upp á afmælið þann fjórða. Ég var búinn að ákveða að fara á hnén þennan dag og bað vin minn að koma með aukapakka í veisluna sem innihélt hringana. Hann rétti henni pakkann og sagði að hún yrði að fá gjöf líka. Henni lá þó ekkert á að opna hann, hélt bara áfram að spjalla, svo ég þurfti að ýta við henni. Þetta var mjög skemmti­ legt enda vorum við í góðum hópi fjölskyldu og vina,“ útskýrir Ragnar. Fljótlega eftir afmælið ákváðu þau Kristný og Ragnar brúðkaups­ daginn. Þau ræddu hvernig veislan ætti að vera en sjálfur undirbúning­ ur hófst með vorinu. Um 160 manns var boðið í veisluna. „Við fengum Straum í Straumsvík að láni. Hann hafði ekkert verið notaður lengi svo við tókum tvær vikur í að lappa upp á hann, mála og þrífa. Við kom­ umst að því rétt fyrir brúðkaupið að á sama tíma yrði verið að taka upp þýska álfamynd á sama stað. Kvik­ myndatökumenn höfðu fengið sal í Straumi sem þeir breyttu í álfa­ skrifstofu. Við vorum dauðhrædd um að þetta færi allt úr skorðum hjá okkur en sem betur fer var hægt að púsla þessu öllu saman. Þeir fengu afnot að salnum okkar og við feng­ um að nota salinn þeirra þennan dag.“ Ragnar á marga góða vini í kokka­ og þjónabransanum sem voru tilbúnir að hjálpa til við mat­ reiðslu og framreiðslu. „Við sett­ um saman draumamatseðilinn, þar sem ekkert var til sparað. Fannar Vernharðsson, stórvinur minn og yfirmatreiðslumaður á VOX, var á grillinu, ásamt Garðari Aroni Guðbrandssyni VOX manni,“ segir Ragnar sem hjálpar vinum sínum að sjálfsögðu þegar þeir ganga í hnapp­ helduna. „Ég og Róbert Rafn Óð­ insson, yfirþjónn á Vox, vorum til fjögur um nóttina fyrir brúðkaup­ ið að gera salinn kláran ásamt fjöl­ skyldu brúðarinnar og vinkonum. Tíndum blóm og illgresi í nágrenn­ inu og sóttum sand í fjöruna. Þetta var töluverður undirbúningur síð­ ustu dagana en jafnframt feikilega skemmtilegur,“ segir Ragnar. Fannar kom sömuleiðis til hjálp­ ar í kirkjunni. „Hann spilaði We Are the Champions með Queen á flygilinn sem útgöngulag úr kirkj­ unni. Ingimar Ingimarsson, garð­ yrkjufræðingur og veislustjóri, spilaði brúðarmarsinn í upphafi og síðan söng Anna Sigríður Snorra­ dóttir, vinkona brúðarinnar, og Daníel, bróðir hennar, lék undir. Gamall draumur minn rættist síðan þegar við settumst inn í gljáfægð­ an, svartan, Citroën DS árgerð ’74,“ segir Ragnar. Kristný var í falleg­ um hvítum kjól sem hún keypti á erlendri netsíðu og lét breyta hér heima og faðir hennar, Steingrím­ ur Ágúst Jónsson, leiddi hana inn kirkjugólfið. Ragnar stóð ekki uppi við altarið þegar gestir komu til kirkju heldur við innganginn ásamt 17 ára dóttur sinni, Ylfu Nótt, og bauð gesti velkomna. „Í veislunni voru haldnar nokkr­ ar ræður og Þórður Sveinsson lög­ fræðingur, vinur minn, tróð upp og söng Megas og Maístjörnuna og kom öllum í stuð. Veislan endaði síðan í góðu partíi. Þetta var stór­ kostlegur dagur.“ Brúðhjónin fóru í vikuferð í sumar bústað og síðan til Premia de Mar á Spáni í aðra viku. „Það var mjög notalegt og við nutum þess í botn að vera í fríi.“ Þegar Ragnar er spurður hvort þetta hafi verið dýrt brúðkaup, svarar hann: „Það er auðvitað dýrt að halda góða veislu en við slupp­ um mjög vel þar sem stórkostleg­ ir vinir hjálpuðu til. Það er gott að hefja undirbúning snemma og hafa bara gaman af þessu öllu saman.“ elin@365.is Með álfum í Straumi Kristný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ, og Ragnar Pétursson, matreiðslumaður hjá VOX, voru gefin saman í hjónaband í Víðistaðakirkju 4. júlí 2015 af séra Pétri Þorsteinssyni. Veislan var í Straumi. Ragnar fékk draum sinn uppfylltan að aka um í gömlum Citroën. MYND/KiM MoRteNSeN Falleg altaristafla í Víðistaðakirkju heldur vörð um brúðhjónin og séra Pétur Þor- steinsson sem gaf þau saman. MYND/KiM MoRteNSeN Ragnar tók á móti gestum ásamt dóttur sinni frá fyrra sambandi, Ylfu Nótt. Brúðurin ásamt föður sínum, Stein- grími Jónssyni, og brúðarmey, emblu Karen egilsdóttur. Brúðhjónin Ragnar og Kristný á fallegum degi. MYND/KiM MoRteNSeN Þetta var tölu- verður undirbún- ingur síðustu dagana en jafnframt feikilega skemmtilegur. Ragnar Pétursson BRúðKauP Kynningarblað 18. mars 201612 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -A 4 B 8 1 8 D 0 -A 3 7 C 1 8 D 0 -A 2 4 0 1 8 D 0 -A 1 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.