Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 58
Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að t e n g ja n o k ku r ljós,“ segir Þórdís Jó h a n n e s d ó t t i r
myndlistarkona glaðlega þar sem
hún er í Hafnarborg að leggja loka-
hönd á uppsetningu sýningarinnar
Umgerð sem hún er höfundur að
ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdótt-
ur. Hugsteypuna kalla þær stöllur
sig þegar þær vinna saman eins og
nú. Eiga það líka sameiginlegt að
stunda meistaranám í myndlist við
Listaháskóla Íslands.
„Við settum þessa sýningu upp í
haust í lok október í Ketilhúsinu.
Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri
hér í Hafnarborg, sá hana þar og
bað okkur um að koma með hana
hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær
Ingunni Fjólu mjög ánægðar með
salinn. „Það er líka svo gaman að
fá að setja sýninguna upp aftur,
það er ekki oft sem innsetningar
eru settar upp oftar en einu sinni
og nýtt samhengi verður til þegar
þær eru aðlagaðar öðru rými.
Fyrir norðan voru svalir sem fólk
gat horft af og séð allt verkið í
einu. Hér er ekki slíku til að dreifa
heldur setjum við sýninguna þann-
ig upp að mörg sjónarhorn skapist
og fólk þurfi að þræða sig gegnum
innsetninguna til að finna þau. Hér
eru fleiri veggir en þungamiðjan er
í miðjum sal.“
Þórdís viðurkennir að það krefj-
ist nánast verkfræðikunnáttu að
setja svona sýningu upp. „Það er
dálítil kúnst því hún samanstendur
af ljósmyndum, máluðum flötum,
teikningum og ljósaskúlptúrum og
áherslan er á samspilið þar á milli.
Svo kemur þátttaka gesta líka inn í.
Þeir geta fangað áhugaverð sjónar-
horn á sýningunni á símana sína
og deilt þeim til okkar gegnum
Twitter, Instagram eða tölvupóst.
Við vörpum þeim myndum aftur
jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg,
þannig að sýningin er marglaga og
lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta
hafa verið góða á Akureyrarsýn-
ingunni. Þar hafi verið einn skjár
fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir
þrír á mismunandi stöðum og sam-
hengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar
varpast á önnur verk, sumar á gólf-
ið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt
að lýsa þessu því ljósin auka líka á
áhrifin.“
Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og
endurtekur sig með vissu millibili
en hversu lengi þarf fólk að standa
við til að sjá allar útgáfur innsetn-
ingarinnar? „Það gæti tekið allan
daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó
ljósalúppan hjá okkur taki styttri
tíma þá eru svo mörg smáatriði
sem leynast inn á milli. Þú verður
bara að koma í kvöld og sjá herleg-
heitin.“
Já, það er sem sagt í kvöld sem
sýningin Umgerð verður opnuð í
Hafnarborg, klukkan 20 að hafn-
firskum tíma. gun@frettabladid.is
Litagleði, teikningar, vídeó og ljósaskúlptúrar
Myndlistartvíeykið Hugsteypan opnar sýninguna Umgerð í kvöld í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar leggur
þrívíð innsetning undir sig sýningarrýmið og teygir anga sína um veggi og gólf aðalsalar safnsins.
Um listakonurnar
Þær Ingunn Fjóla og Þórdís út-
skrifuðust báðar úr myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands árið
2007. Sem Hugsteypan hafa þær
sýnt í Kling & Bang, Listasafni Ár-
nesinga, Listasafni Akureyrar og
Galleríi Ágúst, auk samsýninga.
Þórdís og Ingunn Fjóla að vinna að innsetningunni í Hafnarborg. FréttABLAðIð/VILHeLm
ÚTGÁFUVEISLA
Í dag kl. 17 í Eymundsson Skólavörðustíg.
Allir velkomnir.
Atburður sem hendir tvo drengi í friðsælu
sjávar þorpi á Vesturlandi hefur óhugnanlegar
afleiðingar áratugum síðar. Mögnuð og
spennandi saga eftir Ingva Þór Kormáksson.
„Þetta er mjög flott sýning og þrátt
fyrir að við séum með þemað fólk
þá er viðfangsefnið ótrúlega fjöl-
breytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýn-
ingarstjóri ljósmyndasýningarinnar
Fólk / People, sem verður opnuð á
morgun kl. 15 í Listasafninu á Akur-
eyri. Á sýningunni getur að líta verk
eftir sjö listamenn sem eiga það
sameiginlegt að vinna með ljós-
myndir.
„Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í
sinni fjölbreyttu mynd. Það er ein-
faldlega grunnurinn að þessu og svo
nálgast ólíkir listamenn sama verk-
efnið á jafn ólíkan máta.
Við veljum inn á sýninguna
bæði listamenn og verk sem eru
mjög ólík, bæði varðandi fram-
setningu og inntak. Þarna er til að
mynda eins konar plakataveggur
sem er sería eftir Hallgerði Hall-
grímsdóttur af ungu fólki að koma
heim af djamminu í dagrenningu.
Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine
Lamers en hún sýnir reyndar líka
45 mínútna mynd þar sem er fylgst
með konu í ólíkum hlutverkum. Svo
er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið
abstrakt myndir þar sem fólkið sést
ekki en maður finnur fyrir nær-
veru þess í hinni frægu sjóstakka-
seríu. Wolfgang Tillman er með
myndir úr neðanjarðarlestunum í
London þar sem fólk er á ferðinni
á háannatíma. Hrefna Harðar-
dóttir er með ellefu athafnakonur
á sínum uppáhaldsstað, þetta eru
eins konar uppstillingar og það eru
líka myndirnar hans Harðar sem
notar votplötutækni frá lokum
19. aldar til að taka myndir af fólki
á miðaldardögum og skapar þannig
stemningu liðins tíma. Svo má ég til
með að nefna ákaflega fallega þrett-
án mynda seríu sem er öll tekin á
sömu sekúndunni en það eru afar
mörg sjónarhorn og smáatriði í
hennar verkum sem gaman er að
skoða.
magnus@frettabladid.is
Fólk hefur áhuga á fólki í sinni fjölbreyttu mynd
mynd/BArBArA ProBSt, með LeyFI KucKeI + KucKeI, BerLIn
1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r30 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
menning
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
D
0
-A
E
9
8
1
8
D
0
-A
D
5
C
1
8
D
0
-A
C
2
0
1
8
D
0
-A
A
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K