Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 32
brúðkaup kynningarblað 18. mars 20166 „Það er alltaf gaman að farða brúðir enda er ferlið skemmti- lega öðruvísi,“ segir Kristjana sem útskrifaðist frá MOOD Make Up School vorið 2012 en starfar einnig sem snyrtifræð- ingur. „Ég mæli til dæmis allt- af með því að brúðurin komi í prufuförðun. Þá hittir maður brúðina og jafnvel vinkon- ur hennar, og fær innsýn í hvað henni hugnast og hvað fer henni vel,“ segir Kristjana sem telur mikilvægast að brúð- urin sé ánægð. „Maður vill að henni líði vel með förðunina enda er þetta hennar dagur.“ Kristjana segir allar brúðir eiga það sameiginlegt að vilja ýta undir sína náttúrulegu feg- urð. „Ef brúðurin er til dæmis ánægðust með augun sín þá leggur maður áherslu á þau,“ segir Kristjana og bendir einnig á að förðunin eigi ávallt að vera í anda brúðarinnar. „Ef hún hefur aldrei verið með augn- skugga og fílar það ekki, þá er maður ekkert að pína hana í það. Enda skrítið ef brúðurin er allt öðruvísi á brúðkaupsdaginn en hún er venjulega.“ Kristjana segir flestar brúð- ir kjósa að vera náttúrulegar um augun og vilja dempaðan og náttúrulegan lit. „Sumar eru þó vanar því að vera með rauð- an varalit og vilja halda því á brúðkaupsdaginn. Það er í góðu lagi en maður varar þær þó við að það geti verið vandasamt að vera með sterkan lit enda þurfa brúðir að kyssa marga.“ Kristjana segist þó ávallt reyna að hafa förðunina tíma- lausa. „Ég vil að brúðurin geti litið til baka eftir þrjátíu ár og verið enn ánægð með útlitið.“ Kristjana er einnig snyrti- fræðingur og leggur mikla áherslu á að húð brúðarinnar sé falleg. „Ég mæli með því að brúðurin byrji að hugsa mjög vel um húðina nokkrum mánuð- um fyrir brúðkaupið. Húðin er sá grunnur sem förðunarfræð- ingar vinna ofan á,“ segir hún og telur best að leita til snyrti- fræðings um val á vöru eða með- ferðum. En eru einhverjir tísku- straumar ríkjandi? „Falleg húð er alltaf klassísk. Svo eru það hlutlaus augu og náttúrulegir litir.“ solveig@365.is Þetta er hennar dagur Falleg förðun á brúðkaupsdaginn setur punktinn yfir i-ið. Kristjana Bjarnadóttir, snyrti- og förðunar - fræðingur, segir mikilvægt að förðunin sé í anda brúðarinnar enda sé þetta hennar stóri dagur. „brúðurin á að geta litið til baka eftir þrjátíu ár og vera enn ánægð með hvernig förðunin tókst til,“ segir kristjana, en hér má sjá brúði sem hún farðaði. Mynd/kristín pétursdóttir kristjana sýnir brúðarförðun á sjálfri sér. nánari upplýsingar um kristjönu má finna á Facebook undir kristjana bjarna. • Tilbúið til matreiðslu eftir 3-4 mínútur • Afkastamikið og öflugt • Innbyggð vifta sem tryggir kolum súrefni • Tvöfaldur veggur - kemur í veg fyrir að ytra byrði hitni • Mjög góð hitastýring á kolum • Hægt að færa grillið til eftir þörfum meðan það er í notkun • Fitan lekur ekki á kolin • Auðvelt að þrífa - hægt að taka alveg í sundur • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir með SJÓÐHEITUR FÉLAGI Smágert grill - tilvalið í ferðalagið eða á svalirnar KOLAGRILL TILBÚIÐ Á 3 MÍNÚTUM Verð frá kr. 34.000,- m/vsk Til í dökkgráu...… ...en væntanlegt í fleiri fallegum litum í apríl Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -C 7 4 8 1 8 D 0 -C 6 0 C 1 8 D 0 -C 4 D 0 1 8 D 0 -C 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.