Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 40
Aníta Ísey Jónsdóttir gegndi
því óvenjulega hlutverki að vera
svaramaður móður sinnar, Sigríð-
ar Maríu Sigurðardóttur, þegar
hún gekk að eiga stjúppabba Anítu,
Kjartan Arnfinnsson, síðastliðið
haust. Aníta segir þær mæðg-
ur eiga sérstaklega gott samband
og vera bestu vinkonur. „Mömmu
fannst enginn annar en ég vera
betur til þess fallinn að gefa hana
þar sem við erum mest tengdar.
Ást mín til móður minnar er eigin-
lega ólýsanleg, við erum svo rosa-
lega nánar og án hennar væri ég
ekki neitt. Hún stendur við bakið á
mér í öllu því sem ég tek mér fyrir
hendur og því fannst mér það mik-
ill heiður að fá að gefa hana og fá
að taka svona mikinn þátt í athöfn-
inni,“ segir Aníta.
Hjónin Sigríður María og Kjart-
an eru búin að vera saman í ellefu
ár og eiga saman eina dóttur sem
er að verða fimm ára. Hún tók þátt
í athöfninni eins og Aníta og al-
systir hennar. „Þessi yngsta var
hringaberi og svo gekk unglingur-
inn inn gólfið á eftir henni og svo
komum við mamma saman. Við
gengum inn undir söng Páls Ósk-
ars og við grenjuðum báðar alveg
jafn mikið alla leiðina,“ segir hún
og hlær. Aníta segir athöfnina hafa
verið fallega og persónulega. „Gift-
ingin var í Fríkirkjunni í Reykja-
vík, sr. Sigríður Kristín Helgadótt-
ir gaf þau saman og hún var alveg
æðisleg. Veislan var svo í Turnin-
um þar sem var spilað, sungið og
dansað langt fram eftir kvöldi.“
Aníta vildi gefa foreldrum
sínum sérstaka brúðargjöf og eitt-
hvað frá eigin hjarta og söng því
og spilaði lagið All of Me með John
Legend í veislunni. „Lagið er uppá-
haldslagið þeirra en það sem kom
þeim mest óvart með þetta er að ég
hef aldrei í mínu blessaða lífi spil-
að á píanó. Ég æfði mig einungis í
þrjá daga því ég ætlaði aldrei að fá
upp úr mömmu hvað væri „þeirra
lag“ í öllu brúðkaupsstressinu en
þetta heppnaðist ljómandi vel og
meira að segja runnu nokkur tár,“
lýsir Aníta.
Svaramaðurinn Aníta klæddist
hefðbundnum svaramannaklæðn-
aði og var í kjólfatajakka við at-
höfnina. „Ég vildi ekki vera í kjól
heldur vildi ég hafa þetta meira
formlegt. Mér finnst svo flott að
sjá fólk klæðast svörtu og hvítu
þegar það gengur inn gólfið. Við
fórum því um allan bæ að leita að
kjólfatajakka en hann var hvergi
að finna. Þá datt mér í hug eldgam-
all jakki sem ég hafði notað ein-
hvern tíma á öskudegi, dró hann
upp úr kassa og hann passaði
svona rosalega vel við. Ég skipti
svo yfir í kjól í veislunni til að vera
smá puntuð,“ segir hún brosandi.
liljabjork@365.is
Var svaramaður mömmu sinnar
Aníta Ísey Jónsdóttir og móðir hennar, Sigríður María Sigurðardóttir, eru afskaplega nánar. Svo nánar að þegar Sigríður gifti sig bað hún
Anítu að gefa sig tilvonandi eiginmanni sínum. Aníta var klædd í kjólföt í athöfninni eins og margra svaramanna er siður.
Aníta klæddist kjólfötum að hætti svaramanna.
Nýgiftu hjónin ásamt dætrunum. MYND/TAMARA PHOTOGRAPHY
Aníta gengur inn kirkjugólfið með móður sinni. MYND/TAMARA PHOTOGRAPHY
Mæðgurnar Aníta Ísey og Sigríður
María eru mjög nánar og bestu vin-
konur. MYND/ANTON BRINK
Sumt ætti maður alls ekki að gera
daginn fyrir brúðkaupið sitt. Til
dæmis að detta í það. Jafnvel þótt
þér finnist þú eiga skilið að fá þér
einn til að slappa af þá er það röng
ákvörðun. Áfengi slær hvorki á
kvíða né stress. Að vera þunnur í
eigin brúðkaupi er ekki skemmti-
legt. Ekki fá þér kampavín með
brúðarmeyjum fyrir athöfnina.
Það getur gert þig syfjaða.
Ekki fara í nudd sama dag og
brúðkaupið fer fram. Maður verður
slappur eftir nudd og sumir vöðv-
ar gætu orðið aumir. Taktu nuddið
frekar nokkrum dögum áður.
Þú hefur vafalaust litla matar-
lyst að morgni brúðkaupsdagsins.
Hins vegar er mjög mikilvægt að
þú borðir einmitt þennan dag. Dag-
urinn krefst góðrar orku.
Ekki drekka dökka drykki eftir
að þú hefur klætt þig í brúðar-
dressið og ekki borða samloku með
sinnepi eða tómatsósu.
Skór brúðarinnar þurfa að vera
þægilegir, ekki er gott að fara í
brúðarskóna í fyrsta skipti við at-
höfnina. Það er fremur óskemmti-
legt að haltra upp að altarinu.
Passaðu að hællinn sé ekki hærri
en þú ert vön að ganga á.
Ekki nota förðunarvörur sem þú
hefur ekki notað áður. Enginn vill
fá ofnæmi í andlitið á brúðkaups-
daginn.
Ekki vera með símann þinn. Það
er ekkert skemmtilegt að fá símtal
í miðju brúðkaupi. Þú getur alveg
lifað án netsins á brúðkaupsdag-
inn. Láttu aðra um að taka mynd-
irnar.
Góð ráð fyrir brúðina
Brúður ætti ekki að djamma og djúsa daginn fyrir brúðkaupið.ALLT AÐ
RAKA AUKNING EFTIR
EINA NOTKUN.
Varðveitir rakann og
gefur aukinn ljóma
dag eftir dag.
Stöðug rakagjöf í 8 tíma.
Útsölustaðir: Hagkaup Kringlunni, Lyfju Smáratorgi, Neskaupsstað og Keflavík, Árbæjarapotek, Garðsapótek,
Apotek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra,
Snyrtistofan Wanita, Snyrtistofan Dekurdís og Hárgreiðslustofan Flikk.
BRúðKAuP Kynningarblað
18. mars 201614
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
D
0
-B
8
7
8
1
8
D
0
-B
7
3
C
1
8
D
0
-B
6
0
0
1
8
D
0
-B
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K