Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 14
Kíktu á úrvalið
í vefversluninni á
michelsen.is/fermingar
Laugavegi 15 og Kringlunni
Sími 511 1900 - www.michelsen.is
Fossil Riley
30.800 kr.
Casio Retro
12.000 kr.
Daniel Wellington
Sheffield
Frá 23.500 kr.
Skagen Ditte
36.100 kr.
Fallegar
fermingar-
gjafir
ASA HRINGUR
9.700 kr.
ASA LOKKAR
9.800 kr.
ASA HÁLSMEN
9.700 kr.
– fyrir stelpur
visir.is Viðtalið má hlusta á
í lengri útgáfu á Vísi, í hlaðvarpinu
Föstudagsviðtalið.
„Það eru heilmiklir möguleikar fólgnir í því að fara að hjálpa fólki með króníska lífstílssjúkdóma,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/Ernir
Ef þú sefur kannski
tvo tíma á nóttu en
djöflast samt í ræktinni,
borðar hollt og vinnur vinnu
þar sem þú ert undir miklu
álagi, þá hefur það takmörk-
uð áhrif.
1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r14 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
Erum við aftarlega á merinni í
alþjóðlegum samanburði hvað varð-
ar mataræði? „Þetta er vandamál
um allan heim, sem við sjáum bæði í
þróuðum ríkjum og þróunarríkjum.
Þessi vandamál eru úti um allt.“
Hvað má ég borða?
Þegar talað er um mataræði þá þykir
mörgum flókið að átta sig á hvað
sé hollt og hvað henti hverjum og
einum. „Ákveðnar matvörur eru
skaðlegar. Við vitum að transfitur eru
skaðlegar fyrir alla. Þær eru mest í
unnum matvælum, þessu sem kemur
ekki frá náttúrunni. Svo geturðu sagt
eins og með sykur og fínunnin kol-
vetni, að það eru mjög fáir sem þola
mikla neyslu á því til lengdar. Vís-
indin segja okkur að þetta séu hlutir
sem við þurfum að passa okkur betur
á,“ útskýrir hann.
„Það hefur verið vandamál að
fólk kann ekki að lesa næringarinni-
haldslýsingar á matvælum og treystir
bara á að allt sem er markaðssett sem
heilsu-, íþrótta- eða náttúru-eitthvað
sé bara gott fyrir þig. Það er ekkert
endilega þannig.“
Hann telur að betur mætti gera
í merkingum á matvörum. „Það
myndi hjálpa almenningi mikið.
Það er til merking sem heitir Græna
skráargatið sem hjálpar okkur
aðeins. En við þurfum skýrari merk-
ingar. Almenna reglan er sú að því
meira sem við vinnum matinn þeim
mun meiri líkur eru á því að sú vara
sé óholl.“
Það vefst fyrir mörgum hvernig
eigi að taka upp nýjan lífsstíl. „Það er
langbest að horfa á allan lífsstílinn.
Það er ekki nóg að taka fyrir eitt
atriði. Ef þú sefur kannski tvo tíma
á nóttu en djöflast samt í ræktinni,
borðar hollt og vinnur vinnu þar sem
þú ert undir miklu álagi, þá hefur það
takmörkuð áhrif. Það þarf að horfa á
hvernig maður lifir lífinu í heild til að
það hafi jákvæð áhrif.“
Meiri keyrsla á Íslandi
Er streita mikið vandamál í dag? „Já,
ég hugsa það. Ég bjó í Svíþjóð í nokk-
ur ár og maður fann áþreifanlegan
mun þegar maður flutti heim. Það er
allt öðruvísi tempó hérna á Íslandi.
Meiri keyrsla, hraði og neysluhyggja.
Svíarnir verðleggja tíma sem þeir
eyða í frístundir og að dóla sér meira
en við. Okkur liggur meira á að eign-
ast hluti og vera fín og flott.“
Guðmundur hefur starfað í Vest-
mannaeyjum sem heimilislæknir
milli þess sem hann sinnir starfi
sínu á bráðadeild Landspítalans í
Fossvogi. Í Vestmannaeyjum hefur
hann hjálpað nokkrum sjúklingum
sínum að breyta um lífsstíl. Hann
segir það hafa bætt líf þessa fólks.
„Maður sá það greinilega, það voru
t.d. sjúklingar sem voru komnir með
það sem við köllum efnaskiptavillu.
Sjúklingar með of háa blóðfitu, blóð-
þrýsting og aukið insúlínviðnám.
Slíkar mælingar sýna fyrsta stig
þess að menn séu að þróa með sér
sykursýki týpu 2. Með því að breyta
mataræði og leiðrétta lífsstílinn þá
sá maður dramatískan mun. Þetta
hefur maður séð endurtekið hjá fólki.
Það er til hellingur af rannsóknum í
kringum þetta sem sýna fram á sama
hlut.“
Gekk það þá til baka? „Við sáum að
blóðprufur bötnuðu og blóðþrýst-
ingur lækkaði. Við höfum séð dæmi
um að fólk geti minnkað lyfin sín og
jafnvel hætt á þeim. Því leið betur og
kílóin duttu af sjálfkrafa. Það er alveg
klárt að svona lífsstílbreytingar hafa
ótrúlega mikil áhrif.“
Sláandi munur
Að sögn Guðmundar gæti það sparað
samfélaginu miklar fjárhæðir ef ráð-
ist yrði að rót vandans.
„Ég rakst nýlega á leiðaragrein í
bandaríska heimilislæknablaðinu
þar sem voru teknar saman stórar
rannsóknir þar sem verið var að
skoða áhrif lífsstíls á tíðni krón-
ískra sjúkdóma. Það var eiginlega
sláandi hvað munurinn var mikill
á þessum hóp þar sem er tekið fyrir
annars vegar fólk sem stundar heil-
brigðan lífsstíl, reykir ekki, drekkur
ekki, hreyfir sig reglulega, borðar
tiltölulega hollt og heldur sér við
kjörþyngd. Þessi hópur var með allt
að 80-90% lægri tíðni á krónískum
sjúkdómum samanborið við þá sem
voru með ekkert af þessu. Þetta er
það sem við köllum faraldsfræðilegar
rannsóknir. Þarna erum við að skoða
hópana þannig að það er ekki hægt
að fullyrða um orsakasamhengið
en samhengið er samt svo sláandi.
Munurinn er svo gríðarlegur. Það
er nánast hægt að fullyrða að það
yrði pottþétt töluverð breyting ef sá
hópur sem stundar versta lífsstílinn
myndi færa sig yfir í hinn hópinn.“
Meiri fiskur fyrir börn
Mataræði barna, erum við að gera
nógu vel þar?
„Það má alltaf gott bæta. Ég held að
við þurfum að leggja aukna áherslu
á að börn borði ávexti og græn-
meti. Það er aldrei nógu mikið af
því. Fiskneysla er hlutur sem maður
hefur séð fara minnkandi hjá yngsta
aldurshópnum. Unga kynslóðin
borðar mun minna af fiski en eldri
kynslóðirnar. Það er klárlega hlutur
sem við mættum halda betur að unga
fólkinu,“ segir hann.
Guðmundur segir sykurneyslu
barna og unglinga vera of mikla.
„Hún er alltof mikil, sérstaklega hjá
strákum, þar er hún langt yfir því sem
WHO mælir með. Stór rannsókn sem
kom fyrir nokkrum árum sýndi að
fyrir hverjar 150 hitaeiningar sem
voru í formi sykurs umfram venju-
lega neyslu, þá jókst tíðnin á sykur-
sýki í þeim hópi um eitt prósent en
ef þessar kaloríur komu úr einhverju
öðru var það 0,1 prósent. Svo birtist
rannsókn núna í október sem sýndi
að ef offeit börn, sem voru komin
með þessa efnaskiptavillu sem er
undanfari sykur sýkinnar, minnkuðu
neyslu sína á sykri niður í tíu prósent
af því sem áður var þá snarminnkaði
efnaskiptavillan.“
Til þess að koma skilaboðunum
áleiðis stendur Guðmundur ásamt
fleirum að ráðstefnu um áhrif
mataræðis á langvinna sjúkdóma í
Hörpu í maí.
„Fyrir rúmu ári fékk ég hugmynd
um að halda ráðstefnu um þessi mál.
Ég talaði um þetta við mág minn og
við fórum að velta þessu fyrir okkur.
Við höfðum samband við marga
þekkta erlenda fræðimenn á þessu
sviði og könnuðum áhuga þeirra á
að koma til Íslands. Þeir höfðu allir
mikinn áhuga á að koma og heim-
sækja Ísland. Svo fór boltinn að
rúlla, við töluðum við fleiri aðila,
og styrktaraðila. Núna í maí næst-
komandi verður ráðstefna í Hörpu,
um áhrif mataræðis, sykurs, fitu og
nútímamataræðis á króníska lífs-
stílssjúkdóma.“
Styður Kára og endurreisnina
Mikið hefur verið rætt um stöðu heil-
brigðiskerfisins undanfarið enda
telja margir það komið að þolmörk-
um. Kári Stefánsson hefur staðið fyrir
undirskriftasöfnuninni Endurreisn.
is. Guðmundur segist styðja hug-
myndir Kára.
„Ég styð að við eigum að vera
metnaðarfull þegar kemur að heil-
brigðiskerfinu okkar. Við höfum haft
gott heilbrigðiskerfi og stært okkur
af því en glansinn hefur svolítið farið
af því núna síðustu árin. Svo er aftur
spurningin ef þessi krónísku lífsstíls-
vandamál fara að aukast í takt við
það sem er að gerast í heiminum,
hversu langt mun það fleyta okkur
og hversu miklu ætlum við að veita
í heilbrigðismálin? Ef við ætlum að
leysa þessi lífsstílsvandamál með
þeim tækjum og tólum sem við
höfum notað hingað til þá efast ég
um að þetta fjármagn muni duga
okkur langt.
Við þurfum að fara að hugsa
hvernig við getum nýtt fjármagnið
betur sem við erum að veita í þenn-
an málaflokk,“ segir hann og segist
sannfærður um að með því að setja
pening í forvarnir sé verið að spara
heilbrigðiskerfinu miklar upphæðir.
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
D
0
-B
D
6
8
1
8
D
0
-B
C
2
C
1
8
D
0
-B
A
F
0
1
8
D
0
-B
9
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K