Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 10
SAMFÉLAG Ljósið, endurhæfingar-
og stuðningsmiðstöð fyrir fólk
sem hefur fengið krabbamein og
aðstandendur þess, hlaut Sam-
félagsverðlaun Fréttablaðsins
2016. Samfélagsverðlaunin eru veitt
samtökum sem hafa unnið framúr-
skarandi mannúðar- eða náttúru-
verndarstarf og lagt sitt af mörkum
til að gera íslenskt samfélag betra
fyrir alla.
Markmið Ljóssins er að fólk fái
sérhæfða endurhæfingu og stuðn-
ing, þar sem fagfólk aðstoðar við
að byggja upp líkamlegt og andlegt
þrek, auk þess að fá stuðning við að
setja sér markmið sem auka daglega
virkni og hafa þannig áhrif á lífs-
gæði almennt.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti Samfélagsverð-
launin sem veitt voru í ellefta sinn
í gær. Verðlaunaféð er 1,2 milljónir
króna. Aðrir sem tilnefndir voru
til Samfélagsverðlaunanna voru
Frú Ragnheiður, sem er verkefni
Rauða krossins. Verkefnið hefur
þann tilgang að ná til jaðarsettra
hópa í samfélaginu. Góðgerðar-
félagið Thorvaldsensfélagið, sem
hefur starfað frá 1875, var einnig
tilnefnt.
Í flokknum Frá kynslóð til
kynslóðar hlaut Dýrleif Skjól-
dal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir
óeigingjarnt og fórnfúst starf við
sundþjálfun barna um nær tveggja
áratuga skeið hjá sundfélaginu
Óðni. Fyrstu árin sinnti hún sund-
þjálfuninni í sjálfboðavinnu. Aðrir
tilnefndir í þessum flokki voru
Marita fræðslan, sem er fræðslustarf
fyrir börn og fullorðna um forvarnir
gegn vímuefnum og áfengisneyslu,
og Ólöf Kristín Sívertsen, grunn-
skólakennari og lýðheilsufræðing-
ur. Hún er helsti hvatamaður þess
að Mosfellsbær varð fyrsta heilsu-
eflandi samfélag á Íslandi.
Verðlaun í flokknum Hvunn-
dagshetjan hlaut Draumasetrið
sem hjónin Ólafur Haukur Ólafs-
son og Elín Arna Arnardóttir reka.
Draumasetrið er áfangaheimili fyrir
þá sem eru að koma úr meðferð til
að ná áttum og komast út í samfé-
lagið á ný. Hlín Baldvinsdóttir var
tilnefnd í þessum flokki fyrir mann-
úðarstörf á innlendum og erlendum
vettvangi í nær tvo áratugi. Her-
mann Ragnarsson var tilnefndur
fyrir hetjulega baráttu fyrir tvær
albanskar flóttafjölskyldur.
Sólveig Sigurðardóttir hlaut verð-
laun í flokknum Til atlögu gegn for-
dómum fyrir starf sitt við að eyða
fordómum fyrir offitu og að vekja
fjölda fólks til vonar um betra líf.
Fréttasíðan Iceland News Polska
var tilnefnd í þessum flokki. Frétta-
síðan miðlar fréttum af daglegu lífi
á Íslandi auk þess að miðla upplýs-
ingum um íslenska siði, venjur og
hefðir til lesenda. Tilnefningu hlaut
einnig Tara Ösp Tjörvarsdóttir og
átakið #égerekkitabú, sem opnaði á
umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.
Átakið fór af stað með grein Töru
Aspar.
Heiðursverðlaunin að þessu sinni
hlaut kynningar- og fjáröflunar-
átakið Á allra vörum. Frá árinu 2008
hafa þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa
Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir
safnað hundruðum milljóna í góð-
gerðarstörf og vakið verðskuldaða
athygli á ýmsum málefnum.
Formaður dómnefndar var
Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi
og aðalritstjóri 365. Aðrir í dóm-
nefnd voru Jóna Hrönn Bolladóttir
prestur og Pawel Bartoszek, stærð-
fræðingur og pistlahöfundur.
Hátt í þrjú hundruð tilnefningar
til Samfélagsverðlaunanna bárust
frá lesendum. Dómnefnd tilnefndi
þrjá í hverjum flokki nema í flokki
Heiðursverðlauna. Þar var einn til-
nefndur. ibs@frettabladid.is
Ljósið hlýtur
Samfélagsverðlaunin
Fréttablaðið veitti í gær Samfélagsverðlaun sín í 11. sinn. Hátt í þrjú hundruð
tilnefningar bárust frá lesendum. Átakið Á allra vörum hlaut heiðursverðlaun.
Áfangaheimilið Draumasetrið hlaut verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan.
Sigurvegarar Starfsmenn Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og
aðstandendur þess, fengu Samfélagsverðlaunin í ár. FréttabLaðið/SteFán
Forseti Íslands, Ólafur ragnar Grímsson, afhenti Ljósinu verðlaunagrip og 1,2 milljónir í verðlaunafé. FréttabLaðið/SteFán
allir sigurvegarar og tilnefndir Hátt í 300 tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins bárust í ár. allir sigurvegarar og tilnefndir fóru heim með góðar gjafir og viðurkenningar. FréttabLaðið/SteFán
Hvunndagshetjur Þrír voru tilnefndir í flokki Hvunndagshetjunnar. Draumasetrið –
áfangaheimili bar sigur úr býtum. FréttabLaðið/SteFán
Gegn fordómum Vefsíðan iceland news Polska, átakið #égerekkitabú og Sólveig
Sigurðardóttur voru tilnefnd í flokknum til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut
verðlaunin. FréttabLaðið/SteFán
1 8 . M A r S 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r10 F r É T T i r ∙ F r É T T A B L A ð i ð
1
8
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:5
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
D
0
-D
6
1
8
1
8
D
0
-D
4
D
C
1
8
D
0
-D
3
A
0
1
8
D
0
-D
2
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K