Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 10
SAMFÉLAG Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, hlaut Sam- félagsverðlaun Fréttablaðsins 2016. Samfélagsverðlaunin eru veitt samtökum sem hafa unnið framúr- skarandi mannúðar- eða náttúru- verndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðn- ing, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífs- gæði almennt. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Samfélagsverð- launin sem veitt voru í ellefta sinn í gær. Verðlaunaféð er 1,2 milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Frú Ragnheiður, sem er verkefni Rauða krossins. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu. Góðgerðar- félagið  Thorvaldsensfélagið, sem hefur starfað frá 1875, var einnig tilnefnt. Í flokknum  Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjól- dal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið hjá sundfélaginu Óðni. Fyrstu árin sinnti hún sund- þjálfuninni í sjálfboðavinnu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Marita fræðslan, sem er fræðslustarf fyrir börn og fullorðna um forvarnir gegn vímuefnum og áfengisneyslu, og Ólöf Kristín Sívertsen, grunn- skólakennari og lýðheilsufræðing- ur. Hún er helsti hvatamaður þess að Mosfellsbær varð fyrsta heilsu- eflandi samfélag á Íslandi. Verðlaun í flokknum Hvunn- dagshetjan hlaut Draumasetrið sem hjónin Ólafur Haukur Ólafs- son og Elín Arna Arnardóttir reka. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út í samfé- lagið á ný. Hlín Baldvinsdóttir var tilnefnd í þessum flokki fyrir mann- úðarstörf á innlendum og erlendum vettvangi í nær tvo áratugi. Her- mann Ragnarsson var tilnefndur fyrir hetjulega baráttu fyrir tvær albanskar flóttafjölskyldur. Sólveig Sigurðardóttir hlaut verð- laun í flokknum Til atlögu gegn for- dómum fyrir starf sitt við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Fréttasíðan Iceland News Polska var tilnefnd í þessum flokki. Frétta- síðan miðlar fréttum af daglegu lífi á Íslandi auk þess að miðla upplýs- ingum um íslenska siði, venjur og hefðir til lesenda. Tilnefningu hlaut einnig Tara Ösp Tjörvarsdóttir og átakið #égerekkitabú, sem opnaði á umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Átakið fór af stað með grein Töru Aspar. Heiðursverðlaunin að þessu sinni hlaut kynningar- og fjáröflunar- átakið Á allra vörum. Frá árinu 2008 hafa þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safnað hundruðum milljóna í góð- gerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Formaður dómnefndar var Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. Aðrir í dóm- nefnd voru Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Pawel Bartoszek, stærð- fræðingur og pistlahöfundur. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum. Dómnefnd tilnefndi þrjá í hverjum flokki nema í flokki Heiðursverðlauna. Þar var einn til- nefndur. ibs@frettabladid.is Ljósið hlýtur Samfélagsverðlaunin Fréttablaðið veitti í gær Samfélagsverðlaun sín í 11. sinn. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar bárust frá lesendum. Átakið Á allra vörum hlaut heiðursverðlaun. Áfangaheimilið Draumasetrið hlaut verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan. Sigurvegarar Starfsmenn Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, fengu Samfélagsverðlaunin í ár. FréttabLaðið/SteFán Forseti Íslands, Ólafur ragnar Grímsson, afhenti Ljósinu verðlaunagrip og 1,2 milljónir í verðlaunafé. FréttabLaðið/SteFán allir sigurvegarar og tilnefndir Hátt í 300 tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins bárust í ár. allir sigurvegarar og tilnefndir fóru heim með góðar gjafir og viðurkenningar. FréttabLaðið/SteFán Hvunndagshetjur Þrír voru tilnefndir í flokki Hvunndagshetjunnar. Draumasetrið – áfangaheimili bar sigur úr býtum. FréttabLaðið/SteFán Gegn fordómum Vefsíðan iceland news Polska, átakið #égerekkitabú og Sólveig Sigurðardóttur voru tilnefnd í flokknum til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin. FréttabLaðið/SteFán 1 8 . M A r S 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r10 F r É T T i r ∙ F r É T T A B L A ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -D 6 1 8 1 8 D 0 -D 4 D C 1 8 D 0 -D 3 A 0 1 8 D 0 -D 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.