Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 64
Ég og Bjössi í World Class kepptum í maraþondanskeppninni. Við dönsuðum í fleiri tíma. Hann gat ekki gengið í marga daga eftir á. 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r36 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð Lífið Á bólakaf Nú er undirrituð stödd í ítölsku Ölpunum ásamt fjölda annarra kollega víðs vegar að úr heiminum. Félagsskapurinn er al- þjóðlegur skíðaklúbbur blaðamanna sem gengur undir nafninu SCIJ. Líkt og nafnið gefur til kynna er markmið klúbbsins að skíða saman auk þess að byggja upp tengslanet við aðra í bransanum en hópurinn hittist í mis- munandi löndum á hverju ári. Minn fyrsti SCIJ-fundur hér í Sestriere hófst kannski eins og við var að búast, fremur stormasamlega. Ég var auðvitað síðust í myndatöku sem allir hinir rúmlega 100 blaða- mennirnir höfðu stillt sér upp fyrir í snyrtilegri röð niður brekkuna með sína þjóðfána. Allir alsælir og teinrétt- ir á sínum skíðum og snjóbrettum. Ég hins vegar rak mig strax á það að það fer mér ekkert sérstaklega vel að flýta mér á skíðum því þar sem ég kom á blússandi ferð niður brekkuna, þjökuð af samviskubiti yfir því að vera að tefja fyrir myndatökunni, tókst mér að gleyma því hvernig nema á staðar. Það endaði á því að ég skíðaði beina leið og á bólakaf inn í stærðarinnar skafl sem var að sjálf- sögðu staðsettur beint fyrir framan alla. Skaflinn var sem betur fer dún- mjúkur svo ekki varð mér meint af en aðstæður voru þannig að ég gat ekki með neinu móti komist úr honum og sat pikkföst í snjó upp að mitti. Hjálp barst þó fljótlega þar sem ítalskur skíðakennari sá aumur á mér og gróf mig út úr skaflinum. Hann var með jafn hvítar tennur og snjórinn og svo sólbrúnn að mér datt einna helst í hug að hann hefði verið lagður inn á sólbekkjastofu í vikutíma með ströngum fyrirmælum þess efnis að hann mætti hvorki yfirgefa bekkinn né slökkva á honum. Þó mig gruni reyndar líka að sólbrúnkan sé tilkomin af náttúrulegri aðstæðum á borð við mikla útivist. Eftir þetta átakanlega upphaf hófst ég handa við að skíða af miklum móð og reyna að æfa mig í því að nema staðar sem ég hafði komist að á þessum tímapunkti að er nauðsynlegur hæfileiki þegar kemur að því að skíða. Það gekk nú ágætlega og okkar kona er orðin ansi hreint lúnkin í því ásamt alls konar öðru. Ég virðist raunar einna helst detta þegar ég er kyrrstæð. Byltunum hefur þó fækkað eftir því sem líður á vikuna og er ég orðin dáldið montin með mig og mína skíðafærni. lll Hákarl Að skíða er þó ekki það eina sem ég hef verið að bralla síðustu daga. Á mánudagskvöldið var svokölluð Nations’ Night þar sem allir kynntu matar- og drykkjarföng frá heimkynnum sínum. Hér eru blaðamenn frá 34 löndum og lögðu margir mikinn metnað í sínar kynningar og var öllu til tjaldað. Bretarnir komu með Pimms, Tyrkirnir raki og kebab, Rússarnir kavíar og vodka og við Íslendingarnir komum auðvitað með brennivín, harðfisk og hákarl. Ég var alveg öskrandi fúl út í mig fyrir að hafa ekki komið með SS pylsur með öllu tilheyrandi. BBP, eða Bæjarins bestu pylsur er nefnilega uppáhalds- veitingastaðurinn minn og ég fæ mér að sjálfsögðu alltaf eina með öllu. lll Karókí Nú er ég ekkert sérstaklega fær söngvari. Sem er einna helst sökum þess hversu erfitt ég á með það að halda lagi. Í afmælisveislum mæma ég yfirleitt afmælissönginn eins og poppstjarna sem komin er af léttasta skeiði. Þetta hamlar mér ekkert sérstaklega mikið í mínu daglega lífi þó ég sé auðvitað mjög stressuð yfir því hvað í ósköpunum ég eigi að taka til bragðs þegar ég fer að fjölga mér og þarf að syngja barn í svefn. En allavega, það er seinni tíma vandamál. Hingað til hefur þessi vanhæfni mín einna helst áhrif í listgreininni karókí. Ég væri nefnilega svo geðveikt til í að geta flutt Woman in Love með Barbru Streisand óaðfinnanlega, auk nokkurra klassískra kraftballaða með Céline Dion auðvitað. Það vantar ekkert upp á sviðsframkomuna hjá mér, ég gef mig alla í flutninginn. Ein- hvers konar leið til þess að bæta fyrir hversu fölsk ég er. Nú er ég talsvert lausnamiðuð að eðlisfari og hef því fundið lausn á karókívanda mínum því þó að ég geti ekki sungið þá er ég frekar fær rappari þó ég segi sjálf frá. Það var karókíkvöld hér á hótelinu í gær og eftir því sem leið á kvöldið og alkó- hól í blóðinu fór vaxandi fór okkar konu að klæja í radd- böndin. Ég ákvað því að skrá mig hjá ítalska plötusnúð- num og valdi eitt af mínum uppáhaldslögum: Big Poppa með The Notorious B.I.G. Nú vil ég ekki vera að monta mig of mikið en ég er enn þá að taka við hamingjuóskum yfir hversu vel mér hafi tekist til. Meira að segja frá fólki sem var ekki á svæðinu og hafði heyrt af stórkostlegum flutningi mínum á þessari tímalausu klassík. Ég vil líka leggja áherslu á þá sturluðu staðreynd að ég flutti lagið að mestu leyti án þess að líta á textavélina. Mér finnst því frekar líklegt að mér verði boðið starf hér á hótelinu sem sérstakur karókírappari þess. Annars tek ég líka við bónum um að koma fram í hvers kyns fögnuðum í tölvupósti. skíðað inn í skafl í ítölsku ölpunum @gydaloa gydaloa@frettabladid.is „Mér hefur í gegnum tíðina oft verið boðið á alls konar svona námskeið og fengið frítt bara fyrir að koma og hressa fólkið aðeins við. En oftar en ekki gefist bara upp, ég get ekki sett annan fótinn hugsunarlaust fram fyrir hinn,“ segir Sigga Kling spá- miðill, sem nú rær á nokkuð ný mið sem heilsuræktargúrú. „Ég hugsaði með mér, já, nú er ég fimmtíu og fimm ára, hress og kát. En ég þarf að fara að hreyfa mig. Það er nauðsynlegt svo auð- vitað ákvað ég að fara af stað með líkamsræktarnámskeið.“ Seg- ist Sigga ætla sér að tvinna saman huga og líkama í prógrammi sínu. „Við byggjum okkur líka upp and- lega, setjum okkur markmið og svo verður þarna dansgong og við teygjum líka. Við ætlum að byggja upp betra líf,“ útskýrir hún og bætir við; „Ég er nú líka búin að vera að byggja mig upp líkamlega, skokka smávegis,“ og rekur upp innilega hláturroku. „Nei, í alvöru. Með hugsuninni einni saman er ég miklu kraftmeiri.“ Þó svo Sigga sé kannski ekki sér- staklega þekkt fyrir framtakssemi sína í leikfimisölum landsins, getur hún þó stært sig af að hafa landað öðru sæti í maraþondanskeppni fyrir þó nokkrum árum. „Ég og Bjössi í World Class kepptum í maraþondanskeppninni. Við döns- uðum í fleiri tíma. Hann gat ekki gengið í marga daga eftir á, en samt hefur hann opnað líkamsræktar- stöðvar. Nú erum við einhvers konar kollegar, eða reyndar keppi- nautar,“ segir hún og hlær innilega. „Hann fyrirgefur mér samt líklega.“ „Ég get ekki sett annan fótinn hugsunarlaust fram fyrir hinn,“ segir ástsælasti spámiðill landsins sem hyggst nú kenna konum líkams- rækt, sérsniðna að andanum. „Þetta verða svona Siggufræði.“ SIggu dauðlangaði að hefja námskeiðin 1. apríl en verður að sætta sig við mánu- daginn 4. apríl. sigga kling herjar á heilsubransann 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -D 1 2 8 1 8 D 0 -C F E C 1 8 D 0 -C E B 0 1 8 D 0 -C D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.