Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Ólympíuleikarnir
2008 Undirbúningur
vegna leikanna er vel
á veg kominn.
Darfúr
al annars fyrir stuðning sinn við
ríkisstjórn Súdan. Ríkistjórn Súd-
an hefur af mörgum verið sökuð
um aðild að þjóðarmorði í Darfúr-
héraði. Umsvif Kínverja í Súdan og
öðrum Afríkuríkjum hafa aukist
mjög hin síðari ár. Sextíu prósent
af olíu Súdan eru flutt út til Kína
og talið er að Kínverjar útvegi Súd-
önum stærstan hluta vopnabúrs
landsins.
íuleikunum. Kínverski leikstjórinn
Zhang Yimou er nú þegar kominn
vel á veg með undirbúning opn-
unaratriðis leikanna, sem hefjast
8. ágúst. Engu að síður er ákvörð-
un Spielbergs talin mjög táknræn
og að sögn Miu Farrow kveikir hún
veikan vonarneista í málefnum
Darfúr.
Fjölmargir frægir einstaklingar
hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar
í gagnrýni á samskipti kínverskra
stjórnvalda við yfirvöld í Súdan.
Þar á meðal eru George Clooney,
Don Cheadle, sem lék aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Rúanda,
Angelína Jolie og Brad Pitt. Einnig
hefur hópur nóbelsverðlaunahafa
og íþróttamanna sem keppt hafa
á ólympíuleikunum sent forseta
Kína, Hu Jintao, bréf þar sem þætti
kínverskra stjórnvalda í málefn-
um Darfúr var harðlega mótmælt.
Liu Jianchao, talsmaður kínverska
utanríkisráðuneytisins, sagði að
Kínverjar bæru þá von í brjósti
Ástandið í Darfúr er ein ástæðan
fyrir þeim þrýstingi og gagnrýni sem
kínversk stjórnvöld verða fyrir í
aðdraganda ólympíuleikanna. Erfitt er
um vik að nefna nákvæman fjölda
þeirra sem látið hafa lífið í Darfúr, að
hluta til er þar um að kenna stjórnvöld-
um í Súdan, en þau hafa gert
fréttamönnum ókleift að fjalla um
ástandið þar.
(september árið 2006 áætluðu
Sameinuðu þjóðirnar að um fjögur
hundruð þúsund manns hefðu dáið í
Darfúr og um tvær milljónir manna
væru á vergangi. Stjórnvöld í Súdan
hafa verið Sameinuðu þjóðunum
þungur Ijár í þúfu í tilraun stofnunar-
innartil að taka á mannréttindamálum
í Darfúr og veita neyðaraðstoð.
msmmamaamm e?
BCínversk stjórnvöld fengu í vik-
unni forsmekkinn að þeirri gagn-
rýni sem þau geta vænst á ólymp-
íuleikunum í sumar. Bandaríski
leikstjórinn Steven Spielberg sem
hafði tekið að sér hlutverk listræns
ráðgjafa á leikunum ákvað fyrr í
vikunni, við mikinn fögnuð mann-
réttindasamtaka, að gefa stöðuna
frá sér. Ástæðan var að hans sögn
stuðningur kínverskra stjórnvalda
við ríkisstjórn Afríkuríkisins Súd-
an.
Þrýst á styrktaraðila
Ákvörðun Stevens Spielbergs
fylgir í kjölfar harðrar gagnrýni
mannréttindahópa vegna stöðu
mannréttindamála í Kína og vegna
ástandsins í Tíbet. Ekld er hægt
að útiloka að ákvörðun Spielbergs
verði vatn á myllu þeirra sem vilja
nota leikana til að þrýsta á kínversk
stjórnvöld með tilliti til mannrétt-
inda. Þær áhyggjur hafa vaknað að
kínversk stjórnvöld reyni nú með
öllum ráðum að kæfa gagnrýnar
raddir til að tryggja að óæskileg
málefni komist ekki í hámæli á ól-
ympíuleikunum.
Mannréttindahópar hafa heit-
ið því að beina spjótum sínum að
styrktaraðilum leikanna og segja
að þeim sé skylt að beita sér fýrir
því að kínversk stjórnvöld standi
við þau heit að virða mannréttindi,
en þau heit áttu stóran þátt í að ól-
ympíuleikarnir féllu Kína í skaut.
Á meðal styrktaraðila eru Coca
Cola, McDonalds ogKodakogtelja
mannréttindasamtök að lóð þess-
ara fýrirtækja myndu vega þungt á
lóðarskálum mannréttinda í Kína.
Leikkona gagnrýnir leikstjóra
Forsögu málsins má rekja til
mars á síðasta ári, en þá skrifaði
leikkonan Mia Farrow grein í Wall
Street Journal og gagnrýndi Ste-
ven Spielberg harðlega fyrir vænt-
anlegt hlutverk hans á ólympíu-
leikunum, en hann ætlaði að sjá
um listræna útfærslu á opnunar-
og lokaviðhöfn leikanna. Mia Far-
row kallaði leikana „þjóðarmorð-
sleikana" og varaði Spielberg við
því að hann ætti á hættu að verða
Leni Riefenstahl leikanna. Hún var
kvikmyndagerðarmaður í Þriðja
ríki Hitlers og kvikmyndaði með-
al annars Ólympíuleikana í Berlín
1936.
Að mati Farrow var glæpur Spi-
elbergs sá að fá greitt fýrir sinn
þátt í ólympíuleikum sem báru
yfirskriftina „Einn heimur, einn
draumur" og með því eiga þátt í að
„hvítþvo ímynd Peking" sem hef-
ur verið harðlega gagnrýnd, með-
Darfúr í Súdan Mia Farrow kallar
ólympíuleikana„þjóðarmorðsleikana".
vens Spielberg komi til með að
hafa afgerandi áhrif á undirbúning
kínverskra stjórnvalda að ólymp-
að jafnstórkostlegur viðburður og
leikarnir eru félli ekki í skuggann
af pólitískum deilumálum. „Það
er ekki í anda ólympíuleikanna,"
sagði hann.
Breskum íþróttamönnu sem taka munu þátt (Ólympíu-
leikunum í Kína I sumar verðurgert að skrifa undir
samkomulag sem bannar þeim að gagnrýna gestgjafana,
það er að segja Klnverja. Ný klásúla (var sett í samning
breska ólymplusambandsins þar sem kveðið er á um að
íþróttamenn skuli ekki tjá sig„um pólitískt viðkvæm málefni.
Klásúlan sklrskotartil reglna Alþjóða ólympíusambands-
ins en sakvæmt þeim er óleyfilegt að nýta vettvang leikanna
til aö standa aö aðgerðum af stjórnmála-, trúarlegum eða
kynþáttalegum toga. Þessar reglur hafa verið í gildi síðan á
Ólympíuleikunum (Sól, höfuðborg Suður-Kóreu og eru
taldar sérstaklega mikilvægar núna vegna ástands í
mannréttindamálum (Klna og hersetu Klnverja ÍTÍbet. Karl
Bretaprins er einlægur stuðningsmaður Dala( Lama, hins
útlæga leíötoga Tíbeta, og hefur þegar lýst yfir að hann
muni ekki verða viðstaddur leikana.
Tjáningarfrelsið sem iþróttamönnum ergert að
skuldbinda sig til mun gilda frá júll þegar keppendur eru
valdirtil loka leikanna tuttugusta og fjórða ágúst. Þeir
íþróttamenn sem neita að skrifa undir samkomulagið missa
umsvifalaust möguleikann á að verða valinn í lið bresku
keppendanna. Þeir (þróttamenn sem virða samkomulagið
að vettugi eftir að Ólympíuleikarnir hafi hafist eiga á hættu
að verða sendir heim.
Þessar skorður á tjáningarfrelsi breskra íþróttamanna hafa
verið gagnrýndar og talið að með þeim sé taumur Kínverja
dreginn. Graham Newsome, höfuð samskiptadeildar breska
ólympíusambandsins, vísar gagnrýninni á bug.„Við erum
ekki að reyna að kefla (þróttamenn, eingöngu að undirstrika
ábyrgðina sem þeir bera. Ef þeir eru spurðir einhvers er þeim
ekki bannað að svara. Það er munur á því að gefa ærlegt svar
og koma með pólitíska yfirlýsingu.
Breytir litlu
Ekki er talið að brotthvarf Ste
Mannréttindahópar hafa heitið því að
beina spjótum sínum að styrktaraðil-
um leikanna og segja að þeim sé skylt
að beita sér fyrir því að kínversk stjórn-
völd standi við þau heit að virða mann-
réttindi, en þau heit áttu stóran þátt í að
ólympíuleikarnir féllu Kína í skaut.
Ólympíuleikarnir verða haldnir i
Kina og hefjast i ágúst. Mannrétt-
indasamtök víða um heim beina
spjótum sínum í sífellt meira mæli
að kínverskum stjórnvöldum og
styrktaraðilum leikanna. Fjöldi
heimsfrægra kvikmynda-
stjarna leggur sitt lóð á Æ
vogarskálarnar. í vikunni m
ákvað hinn kunni leikstjóri
Steven Spielberg að segja
lausri stöðu sinni sem list-
rænn ráðunautur ólympíuleikanna
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamadur skrifar: kolbeinn@dv.is