Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Helgarblaö DV
„Það er ekki okkar keppikefli að fyrir-
tæki fari af landi brott," sagði Davíð
Oddsson seðlabankastjóri á blaða-
mannafundi í gærmorgun þegar hann
var spurður hvort það yrði ekki léttir
fyrir Seðlabankann ef Kaupþing banki
flytti úr landi. Hann sagði ennfremur
að það hefði aldrei komið til tals inn-
an Seðlabankans hver staðan yrði ef
sú yrði raunin.
Kaupþing tilkynnti í októberlok
um þau áform sín að taka upp evru
í stað krónu sem starfrækslumynt
bankans. Einnig var ákveðið að hluta-
félag bankans yrði skráð í evrum.
Þessi skref voru lengi á dagskránni hjá
Kaupþingi en eftir að ákveðið var að
taka yfir hollenska bankann NIBC var
ekki lengur eftir neinu að bíða enda er
stærstur hluti starfsemi hans gerður
upp í evrum.
Evran skerðir þjónustu bankans
Davíð Oddsson hefur verið lítt hrif-
inn af því að ísienskir viðskiptabank-
ar taki upp evru og lagðist eindreg-
ið gegn slfkurn áformum þegar þau
komu fýrst til tals. Fyrir rúmu ári tal-
aði hann um að lagaheimildir fyrir-
tækja til að gera upp í evrum hefðu
ekki verið hugsaðar fyrir fjármálafyr-
irtæki og taldi slíkt veikja íslenskan
efnahag. Eftír það settí fjármálaráðu-
neytíð reglugerð sem gerði fjármála-
fyrirtækjum skylt að leita álits Seðla-
bankans ef þau vilja skipta yflr í evru.
Þegar Kaupþing síðan leitaði eftir
álitinu var það óhliðhollt fyrirætlun-
um bankans en Seðlabankinn taldi
óæskilegt að fjármálafyrirtæki færðu
sig á þennan hátt yfir í evrur þar sem
notkun á krónunni minnkaði fyrir vik-
ið og þar með þjónusta Seðlabankans,
sem ekki gætí veitt sömu þjónustu í
erlendum gjaldmiðli.
Seðlabankinn hafi ekki áhrif á
neitunina
í Seðlabankanum í gær vildi Davíð
Oddsson árétta að álitið hefði engin
áhrif haft á niðurstöðu ársreikninga-
skrá fjármálaráðuneytisins. Hann
segir að fjölmiölaumfjöllun um málið
í heild sinni hafi verið villandi vegna
þess að álit ársreikningaskrárinnar
hafi ekki verið birt opinberlega. Dav-
íð finnst miður að gögnin séu ekki að-
gengileg en álitið hafi aðeins byggt á
því að gengið hefði verið frá yfirtöku
Kaupþings á NIBC fyrir áramótin eins
og gert var ráð fyrir. Sem kunnugt er
var fallið frá yfirtökunni í janúar og
uppgefin ástæða erfiðleikar á fjár-
málamörkuðum.
Fjölmiðlar fá ekki aðgang
Davíð segir vissulega rétt að Seðla-
bankinn hafi gefið út að það hefði lík-
lega neikvæð áhrif á stjórnun pen-
ingamála á íslandi að verða við óskum
Kaupþings. Hins vegar hafi ársreikn-
ingaskrá átt lokaorðið þar sem niður-
staðan varð sú að Kaupþing uppfyllti
ekki ákvæði laga tíl að gera upp í evr-
um.
Að mati Davíðs hefði átt að gera
álitið opinbert tíl að fyrirbyggja mis-
skilning. Niðurstaðan ársreikninga-
skrár hafi verið tílkomin vegna þess að
yfirtakan á NIBC gekk ekki eftír. Ekki
virðist hins vegar á dagskrá að fjöl-
miðlar fái aðgang að álitínu.
Töldu sér ógnað
Hörð samskiptí Kaupþings og
Seðlabankans vegna málsins hafa orð-
ið mörgum tilefni til vangaveltna og
fannst ýmsum hart tengið gegn Kaup-
þingi. Heimildarmenn DV í fjármála-
heiminum segja hins vegar að Dav-
íð hafi í gegnum tíðina látíð ýmis orð
falla um aðstandendur Kaupþings.
Gestir á ársfundi Alþjóðabankans sem
haldinn var í Washington D.C. nokkr-
um vikum fyrir jól skýra ff á að þar hafi
Davíð og Sigurði Einarssyni, stjórnar-
Seðlabankinn saklaus Davíð Oddson segir rangt að Seðlabank-
inn hafi haft úrslitaáhrif þegar beiðni Kaupþings um uppgjör í
evrum var hafnað. Sannanir þess efnis er að finna í skjölum
ársreikningaskrár sem eru ekki aðgengilegar almenningi.
m í
B :v‘ T;ý; ,, 1
formanni Kaupþings, lent harkalega
saman vegna vilja Kaupþings til að
gera upp í evrum. Að sögn heimild-
armanna blaðsins lét Davfð þar stór
orð falla sem Kaupþingsmenn skildu
sem ógnun. Forsvarsmenn Kaup-
þings hafa ekki viljað staðfesta þetta.
Hagkerfið kólnar
Seðlabankinn kynntí í gærmorg-
un þá ákvörðun að halda stýrivöxt-
um óbreyttum í 13,75 prósentum. Þó
margir hefðu vonast tíl að bankinn
myndi lækka vextina höfðu grein-
ingardeildir spáð því að þeir héldust
óbreyttir. Mat þeirra byggðist einna
helst á gengislækkun krónunnar
undanfarna daga sem og ótta Seðla-
bankans við að trúverðugleiki hans
bíði hnekki við skarpa stefnubreyt-
ingu í erfiðu fjármálaumhverfi.
Hjá greiningardeild Kaupþings
voru miklar vonir bundnar við vaxta-
lækkun og áður en ákvörðun Seðla-
bankans var gerð ljós gaf greiningar-
deildin út að í kj ölfar mj ög neikvæðrar
þróunar á fjármálmörkuðum hér-
lendis og erlendis hlyti vaxtastefna
Seðlabankans að hafa hliðrast til sök-
um þess að kólnun í íslenska hagkerf-
inu kemur nú hraðar og fyrr en áður.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Glimis, segir Ijóst að hag-
kerfið stefni hraðbyri niður í lítínn
ef nokkurn hagvöxt á þessu ári. Með
kólnandi hagkerfi skapast forsendur
fyrir bankana til að lækka vextí: „Það
er ekld spurning hvort heldur hve-
nær,“ segir Ingólfur og telur þær að-
stæður vera nú að skapast.
Krónan lækkar enn
Verðbólguspá Seðlabankans sem
birtis í Peningamálum í nóvember
fól í sér óbreytta stýri-
vextí fram á mitt ár. Enn er
verðbólgan töluvert meiri en það
markmið sem bankanum er sett og
því ekki ástæða tíl að lækka vextína
að sinni að matí bankastjórnar Seðla-
bankans.
Rökstuðningur seðlabankastjóra
fyrir ákvörðuninni felst meðal ann-
ars í því að einkaneysla hafi vaxið
hratt allt tíl loka síðasta árs. Enn gætír
spennu á vinnumarkaði og kjaravið-
ræðum er ekld lokið. Einnig er gengi
krónunnar lægra en gert var ráð fyrir í
nóvemberspánni og við síðustu stýri-
vaxtaákvörðun.
Aðspurður hvort Seðlabank-
inn væri hreinlega ekld of lítill til að
raunhæft væri að ætla að hann næði
þeim settu markmiðum sínum að
ná að halda verðbólgunni í skefjum
sagði Davíð að þau tæki sem bankinn
hefði, stýrivextímir þar á
meðal, væru afar öflug og
bitu vel. Hins vegar tæki það tíma
fyrir áhrif þeirra að koma í ljós og sá
tími færðist að vonum sífellt nær.
Hann vildi ekki fullyrða að verð-
bólguhorfur til lengri tíma hefðu
breyst að marki frá því í nóvember.
Óvissa er mun meiri en áður, ekki síst
um áhrif versnandi fjármálaskilyrða.
Verðbólguþróun til lengri ti'ma ráðist
því einkum af samspili gengisþróun-
ar og ffamleiðsluspennu, sem Seðla-
bankinn muni fylgjast grannt með.
Davíð sagði mikilvægt fyrir heim-
ilin í landinu, ekki síður en fyrirtækin,
að verðbólgudraugurinn yrði kveðinn
niður og allar ákvarðanir Seðlabank-
ans tækju mið af því.
Við vinnslu fféttarinnar náðist
ekld tal af Hreiðari Má Sigurðssyni,
bankastjóra Kaupþings.
SH ALIITl Al\
HMDIAN LUNCH
1ND1AN DINNER
INDIAN - PAKISTANI CUISINE
AUSTURSTRÆTI 4. Tel: 551 0292 , www.shalimar.is