Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Helgarblað PV
Grétar Mar Jóns-
son þingmaður
Frjálslynda flokks-
ins er léttari á sér
eftir tvær skurðað-
gerðir. Hann gekkst
undir hjáveituað-
gerð haustið 2005 og
léttist mikið í kjöl-
farið. Fyrir nokkr-
um dögum lét hann
svo fjarlægja slappa
húð og spik og er nú
óðum að jafna sig.
„Ég var orðinn allt of þungur og var
búinn að vera það allt of lengi," seg-
ir frjálslyndi þingmaðurinn Grétar
Mar Jónsson en hann gekkst í lok
október árið 2005 undir svokallaða
hjáveituaðgerð. „Ég kann ekki að
skýra aðgerðina í smáatriðum en 90
prósent af maganum voru fjarlægð
auk þess sem það var tengt framhjá
honum að einhverju leyti. Ég nýti
því ekki að fullu þá fæðu sem ég inn-
byrði núna," segir hann.
Áunnin sykursýki
Grétar gekkst undir nokkuð
strangan undirbúning fyrir aðgerð-
ina. „Ég var orðinn 173 la'ló þegar ég
fór inn á Reykjalund í undirbúning
fyrir þessa aðgerð. Þar tóku við fimm
vikur af ströngum æfingum og heil-
brigðu mataræði," segir Grétar en
bætir við að aðrar megrunaraðferð-
ir hafi ekki gengið nógu vel. „Ég var
búinn að reyna ýmislegt. Ég hafði til
dæmis í tvígang farið í megrunar-
kúra í Hveragerði. Þeir skiluðu mér
ekki miklum árangri. Ég var kominn
með áunna sykursýki og var þess
utan alltaf að drepast í löppunum.
Ég þurfti ekki annað en að stíga vit-
laust fram úr kojunni á sjónum til
að þurfa að styðja mig við staf eða
hækjur í einhverja daga á eftir. Þær
þoldu einfaldlega ekki þungann,"
segir Grétar Mar sem er laus við öllu
sykursýkislyf í dag.
Skipstjóri 22 ára
Grétar segist aðspurður ekki
hafa verið þéttur á yngri árum. „Ég
var mikið í handbolta þegar ég var
gutti og stundaði íþróttir af kappi.
Þegar ég var 18 eða 19 ára fór ég að
fitna svolítið en þó ekki af alvöru
fyrr en ég byrjaði 22 ára sem skip-
stjóri. Ég hafði alltaf verið duglegur
að djöflast í vinnu og í nokkuð góðu
formi. Þegar kyrrsetustarfið tók
við og ég hélt áfram að borða mik-
ið þá fitnaði ég hratt," segir Grétar
sem hefur því lengi glímt við offitu.
„Fyrst var þetta nokkuð saklaust en
síðustu 15 eða 20 árin hefur ástand-
ið verið mjög bagalegt þó ég hafi nú
að mestu sloppið við of hátt kólest-
erol og slíkt."
Missti sextíu kíló
Eftir aðgerðina grenntist Grétar
hratt. „Vikurnar í kjölfar aðgerðar-
innar gengu mjög vel enda fór ég í
einu og öllu eftir því sem læknarnir
sögðu við mig fyrstu sex mánuðina á
eftir. Ég missti um sextíu kíló í kjöl-
far aðgerðarinnar," segir Grétar og
SEXTIU KIL0
Hver einasti borgarfulltrúi er íslenskri pólitík til skammar, segir Grétar Mar:
Ólafur ekki á vegum Frjálslynda flokksins
„Úlafur F. Magnússon er ekki á vegum Frjáls-
lynda flokksins. Hann er algjörlega á eigin veg-
um. Hann sveik okkur í Frjálslynda flokknum
þegar hann gekk úr honum," segir Grétar Mar
Jónsson, þingmaður frjálslyndra, þegar hann
er spurður um hræringar undanfarinna vikna í
borginni.
„Flokkurinn lagði mikla peninga í kosninga-
baráttu fýrir Ólaf á sínum tíma. Hann labbaði
beint út án þess svo mikið sem þakka fyrir sig og
kom afskaplega illa fram við það fólk sem lagði
drög að hans kjöri og tryggði honum sæti í borg-
arstjórn. Það voru margir sjálfboðaliðar og aðrir
sem lögðu hönd á plóg til að tryggja 10 prósent at-
kvæða og þar með sæti í borgarstjórn. Svo labbar
hann út úr flokknum án nokkurs málefnaágrein-
ings við einn eða neinn í flokknum," segir Grétar.
Spurður um framgöngu annarra borgarfulltrúa
í Reykjavík segir Grétar: „Þessir fimmtán kjörnu
borgarfulltrúar í Reykjavík eru allir sem einn ís-
lenskri pólitík til stórskammar. Þar er enginn und-
anskilinn. Þeir hafa gengisfellt stjórnmálamenn í
landinu og hafa rúið pólitíkina allri virðingu. Það
hafa engir lagt sig meira fram en þessir menn til
að rýra almennt álit almennings á stjórnmála-
mönnum í landinu," segir Grétar.
Hann telur að Vilhjálmur muni segja af sér.
„ Ég held að Vilhjálmur hljóti að fara, eftir þau
orð sem hann lét falla um Þórólf Árnason á sín-
um tíma. Þótt hann þráist við nú í nokkra daga er
hans tími í pólitík liðinn. Það hlýtur að vera dag-
aspursmál hvenær hann lýsir því yfir að hann sé
hættur öllum afskiptum af pólitík."
Ekki á okkar vegum Grétar Mar
segir Ólaf hafa gengið burt eftir að
Frjálslyndi flokkurinn lagði í dýra
kosningabaráttu fyrir hann. Grétar
telur líka að tími Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar sé liðinn.