Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFéLAG: Dagblaöiö-Visir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Slgurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aÖ birta aðsent efni blaösins á stafrænu • formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAIVDKORIV ■ Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi fór með sitt lið á umhverfissviði til Seattle fyrir 100 daga meirihlut- ann. Þá harðneit- aði hann að taka áheyrnar- fulltrúa frjálslyndra umhverf- issinnann Ástu Þorleifsdótt- ur, með í ferðina. Hermt er að það hafi verið einföld andúð sem réð því að hún fékk ekki að fara f skemmtiferðina á kostnað borgarbúa, enda einsdæmi að gerður sé slíkur mannamunur á fulltrúum. Nú er hin frjálslynda Ásta að verða varaformaður umhverfisráðs við hlið Gísla Marteins sem væntanlega leynir andúðinni og mun leita allra leiða til að verða borgarstjóri til að sleppa frá umhverfissinannanum. ■ Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi þykir ekki eiga mikla möguleika á því að láta drauminn um að verða borg- arstjóri. Jafnvel þótt hann hafi sýnt Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni mikinn stuðning í orði treystir Villafólkið í borgar- stjórn honum ekki og veðjar á Kjartan Magnússon. Gísli Marteinn skaust undan pils- faldi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem fullburða pólitíkus en það er því allt eins líklegt að hann verði að sætta sig við að verða áfram númer þrjú í borgarstjómarflokknum. ■ Samfylking geislar af gleði og sjálfstrausti eftir að í ljós kom að fylgi flokksins mælist hjá Talnakönnun í tæplega 40 prósentum og hefur skot- ið Sjálfstæðisflokknum langt aftur fyrir sig. Á með- an ófrið- ur geisar á meðal sjálfstæðis- manna ríkir friður og ein- dræghi hjá samstarfsflokknum og össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ganga í takt. En það kunna að vera blikur á lofti í ríkisstjórnar- samstarfinu því orkufrumvarp Össurar þar sem gert er ráð fyrir að orkulindir verði í al- menningseign stendur í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. ■ Margir í hópi auðmanna eiga nú um sárt að binda vegna hlutabréfakreppunnar. Því hefur verið haldið fram að Bjarni Benediktsson alþing- ismaður og einn eigenda N-1 komi ágætlega undan vetri en aðrar heimildir telja það vera alrangt. Bjarni og félagar, sem kenndir eru við kolkrabbann, hafi keypt N-1 dýrt og skuld- sett sig mikið til að standa undir kaupunum. Nú sé komið að skuldadögum og erfitt að standa undir afborgunum. iiidaiíi Vítahringur Davíðs JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Efhann vteriknatlspyrnuþjálfari vœri búid ad reka Itann. íðasta stýrivaxtabreyting í Svíþjóð kom eins og blaut vatnsgusa í andlit sænsku þjóðarinnar á dögunum. Þar voru stýrivextir hækkaðir um 25 punkta. Að vísu upp í 4,25%, en ekki 13,75% eins og hér. Nýsjálendingar búa við mestu stýrivaxta- áþján í hinum vestræna heimi, fyrir utan ísland, eftir að stýrivaxtamet var slegið í 8,25%. Hér eru vextirnir 5,5 prósentustig- um hærri. í Finnlandi mælist nú mesta verðbólga í sjö ár. Hún er 3,8%, en ekki 5,8% eins og hér, eða yfir 7% eins og hún var hér í fyrra. Seðlabankanum hefur gjörsamlega mis- tekist ætlunarverk sitt. Verðbólga hefur nú verið háttyfir verðbólgumarkmiði bankans í tæp fjögur ár samfellt. Bankinn getur ekki lækkað vexti, því þá fellur krónan og verð- bólgan eykst að nýju. Það gerist þannig að gríðarlegt fjármagn hefur streymt inn í landið undanfarin ár vegna hárra vaxta Seðlabankans. Erlendir fjárfestar njóta þeirra háu vaxta sem Seðlabankinn hefur komið á og þeir munu flýja krónuna ef vextir lækka. Þá hækkar verðbólgan og Seðlabank- inn hækkar vexti aftur. Við erum í vítahring hárra vaxta. Háir vextir henta erlendum fjárfestum en koma niður á íslensk- um almenningi. Þeim efnamestu hentar vel að vextir séu háir, þar sem þeir fá betri ávöxtun á skuldabréf sín. Hinir efnalitlu tapa, enda eru vextirnir komnir út yfir all- an þjófabálk. Fólk í fjárhagsvanda sekkur sífellt dýpra í kviksyndið, þökk sé Seðla- bankanum. Davíð Oddssyni seðlabankastjóra hefur mistekist ætlunarverk sitt. Ef hann væri knattspyrnuþjálfari væri búið að reka hann. En kannski er það ekki Davíð sjálfum að kenna að hann hefur misst tökin á efna- hagsmálunum, heldur verkfærinu. Seðla- bankinn er verkfæri sem virkar ekki lengur og hefur því ekki lengur tilgang. Það er íslendingum keppikefli að losna undan þessari vaxtaáþján. Eina leiðin til þess er að kasta krónunni og svipta Seðlabankann stjórninni á efnahagsmálunum. Það verður hins vegar afar erfitt, því stjórn- málamenn vilja síður missa þann helga stein sem Seðlabankinn hefur reynst þeim. SVARTHÖFÐI Svarthöfði mun seint teljast til auðmanna þessa lands. Ef haim fengi á sig mælistiku gæti hann í besta falli orðið þriðji auðugasti mað- ur götunnar sem hann býr við. Á með- an áhyggjur auðmanna snúast um það hvort þeir eigi milljarðinum minna að morgni hefur Svarthöfði áhyggjur af því hvort verð á bensíni og mjóík hækki. Og hann hefúr áhyggjur af því að hitta á bónusfargjald hjá flugfé- lögunum fremur en lenda f efnhags- legri lægð vegna þess að hann þarf að greiða háfargjald. Það er sem sagt þetta smáa í lífinu sem heldur vöku fýrir Svarthöfða á meðan milljarðarnir trufla mæringana. Svarthöfði hefúr djúpa og einlæga samúð með þeim sem tapa stórt og verða að ferðast með almenningi. Eitt það versta sem auðjöfur lendir í er að hafa ekki efrú á einkaþotunni sinni og þurfa jafnvel að fljúga á almennings farrými sem á meðal hinna stöndugu er kallað „monk- ey class" eða apafarrými. Þar skilur á milli þeirra og almúgans. • * nnur brtingarmynd þeirrar gjár sem skilur að I I þá auðugu og hina sem miima hafa milli handanna eru stræt- isvagnarnir. Auðmaður lætur aldrei sjá sig í strætó nema um sé að ræða spuna í því skyni að markaðssetja eitthvert fýrirbæri. Stöku sinnum stíga hinir ríku niður úr himnasölum sínum til að fara í súrætó undir vakandi aug- um fjölmiðlanna. Svarthöfði fer í strætó og nýtur þess en hann fer aldrei með einkaþotu. í vagninum gefst oft gott tóm til að hugsa um það sem hvílir á hinum rflcu. Og það er ekk- ert smáræði. Svarthöfði hefur fyr- ir því heimildir að ágætir menn sem stjómuðu fjárfestingarfyrir- tæki sem á síðasta ári fór með himinskautum vegna vísitölu sem var skýjum ofar séu komnir niður á jörðina. Þetta voru sannir auðmenn fslands og létu innrétta höfuðstöðv- ar fýrir hundruð miiljóna. Um sama leyti lögðu þeir inn pöntun fýrir nýrri einkaþotu sem átti að leysa af aðra eldri. Einn þeirra hafði átt stóran hlut f olíufélagi en annar í útgerð á landsbyggðinni. Eignir þeirra vom því ekki reistar á pappímum einum. Um það leyti sem Svarthöfði glímdi við áhyggjur vegna þess að fargjald í strætó hækkaði um 10 prósent bytjaði vísitala hlutabréfa að falla. Fjárfestingafélagið lenti illa í kreppunni og hnípnir auðmenn ákváðu að flytja ekki í nýju höfuðstöðvamar. Eitt herbergi fyrir bókhaldið varð að duga. Næsta skelfing sem dundi yfir auðmennina í herberginu var að þeir neyddust til að afpanta nýju einkaþotuna og selja þá gömlu. Svarthöfði sárvorkenndi auðmönn- unum sem skiptu á höfúðstöðvum og herbergi. Þar sem strætis- vagninn ók austur Miklu- braut og stöðvaðist á rauðu ljósi hugsaði harm með sér að þetta hlyti að kalla yfir mennina sálarháska. Þetta væri næstum eins og strætó væri lagður niður og Svart- höfðiyrði að ferðast á reið- hjóli borgarmarka á milli. En það eru Iitlar líkur á því að almenningssam- göngur verði aflagðar og Svarthöfði varpaði önd- inni léttar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki svo afleitt að vera fátækur og þurfa aðeins að hafa áhyggjur af lidu í einu. Þegar öllu er á botninn hvolft er enginn munur á ríkum og fá- tækum. Báðir fæðast og deyja. Og þetta er aðeins spurnig um það hvernig fólki líður á milli þeirra tímapunkta sem marka upp- haf og lok lífsleiðarinnar. Raunverulega snýst þetta um það hvort fólk skjót- ist á milli áfangastaða í þotu eða á reiðhjóli. Sú vegalengd sem lögð er að baki er ekki mælikvarði á lífsgæði. Og það er hægt að láta sér líða vel í strætó og á almenningsfarrými flugvélanna. Ef svo illa fer að flugvélin hrapar skiptir minnstu hvar þú situr. Dauðinn ger- ir engan mannamun, aðeins lífið. „Ég get ekki svarað því. Þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Þetta er svo flókið mál að ég treysti mér bara ekki til að svara því. Fólk þarf að vera mjög vel að sér í þessum málum til að hafa skoðun á þeim. Þetta er það flókið og ég hef ekki mikla innsýn (það. Erna Sörensen, 71 árs útgefandi. „Já, það finnst mér. Það er bara einfalt svar við þessu og það er að augljóslega þarf eitthvað að gerast og gott ef ríkið kemur þar að. Það sem mér finnst að þurfi að leggja áherslu á er að lækka vextina og ríkið ræður þeim." Björn Páll Angantýsson, 42 ára bílstjóri „Já. Ég veit þó ekki að hvaða leyti beint en allavega þarf að koma að málum skattalega séð, einnig hækka persónuafsláttinn. Ég myndi vilja fá að sjá breytingu á vöxtunum sem Seðlabankinn ræður. Varðandi stóriðju, það má alveg eins auka hana." Benóný Þorkelsson, 63 ára smiður „Já, mér finnst það. Þeir eiga hiklaust að koma inn. Mér finnst að ríkið eigi að koma til móts við og hjálpa verkalýðs- félögunum. Auðvitað vil ég lægri skatta og meiri persónuafslátt til láglaunafólks og námsmanna en ekki meira af stóriðju." Haraldur Sæmundsson, 24 ára matreiðslunemi DÓMSTÓLL GÖTUNNAR Á RÍKIÐ AÐ KOMA AÐ KIARASAMNINGUM?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.